Fréttablaðið - 04.10.2018, Side 8

Fréttablaðið - 04.10.2018, Side 8
Hágæða stigahúsateppi Stigahúsateppin okkar eru slitsterk, ofnæmisprófuð og auðveld í þrifum. Gerum verðtilboð að kostnaðarlausu. Komdu og sjáðu úrvalið. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsaðstæðum. Ef hagstæðara er að selja stórnotendum rafmagn en á almennan markað sé eðlilegt að verð á almennum mark- aði hækki. Ráðgert sé að koma á fót kauphöll um heildsöluviðskipti á raf- magni. Hún myndi endurspegla fram- boð og eftirspurn á hverjum tíma. „Heildsöluverð á almennum mark- aði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir raf- magnið. Sem stendur er Landsvirkj- un eini seljandinn sem um munar í heildsöluviðskiptum, en bæta mætti úr því með því að skikka framleið- endur til þess að bjóða allt rafmagn til sölu í kauphöllinni – það sem ekki hefur þegar verið selt stórnotendum. Verðið mundi líklega sveiflast meira en nú, en minni hætta yrði á raf- magnsskorti,“ segir í skýrslu Hag- fræðistofnunar, Öryggi á almennum markaði með rafmagn. Íslenskir orkuframleiðendur keppa við erlenda rafmagnsframleiðendur um raforkusölu til stórnotenda en almennur markaður býr ekki við erlenda samkeppni. Stórnotendur selji rafmagn Í skýrslunni segir að jafnframt þurfi að íhuga hvort leyfa eigi stórnot- endum að selja rafmagn beint inn á almennan markað. Eins og sakir standa banna samningar við orku- sala það. „Ef almennur rafmagns- markaður líktist öðrum mörkuðum mundi rafmagn hækka í verði þegar útlit væri fyrir skort. Þá gæti borgað sig fyrir stórnotendur að draga heldur úr umsvifum og selja það rafmagn sem þannig sparaðist inn á almennan markað.“ Eins ætti Landsvirkjun að bjóða aftur samninga til lengri tíma en eins árs á heildsölumarkaði, til dæmis til fimm ára. „Þegar samningar á heild- sölumarkaði gilda í nokkur ár dregur úr óvissu hjá smásölum og þeir eiga auðveldara með að gera langa samn- inga við rafmagnsnotendur. Lands- virkjun gæti einnig boðið samninga til mislangs tíma á hverju ári. Slíkir samningar rynnu þá líka út á hverju ári. Þannig mundu fást meiri upp- lýsingar um verð á raforkumarkaði en nú er völ á,“ segir í skýrslunni. Efla þurfi flutningskerfið. Þannig mætti eyða staðbundnum rafmagns- skorti og offramboði á rafmagni. Þar til rafmagnsflutningar verða greiðari má bregðast við skorti og offram- boði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu rafmagnsverði. Heild- söluverð yrði þá lágt þar sem ofgnótt er af rafmagni, sem erfitt er að flytja annað, en hærra þar sem er stað- bundinn skortur á rafmagni. helgivifill@frettabladid.is Vilja að framleiðendur bjóði allt rafmagn til sölu í kauphöll Um 27 prósent rafmagns hérlendis koma frá jarðvarma. Fréttablaðið/Vilhelm Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsað- stæðum. Efla þurfi flutn- ingskerfið. Bregðast má við skorti og offramboði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu verði á rafmagni. Heildsöluverð á almennum markaði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir rafmagnið. Skýrsla Hagfræðistofnunar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður hagfræðistofn- unar háskóla Íslands. Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn  takist ekki  að semja við skuldabréfaeigendur um undan- þágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Greint var frá því í gær að full- trúar Icelandair Group hefðu hafið viðræður við fulltrúa skuldabréfa- eigenda en samkvæmt lánaskilmál- unum megi vaxtaberandi skuldir ekki vera meiri en sem nemur 3,5 sinnum EBITDA-hagnaði síðustu tólf mánaða. Áætlað er að hlutfallið verði 4,4 í árslok. „Það gæti komið til þess að Ice- landair þurfi að sækja fjármagn til þess að koma skuldahlutfallinu í lag en mér finnst allar líkur á því að í staðinn verði endursamið. Hags- munir beggja aðila ættu að liggja þar, “ segir Sveinn Þórarinsson, hag- fræðingur hjá hagfræðideild Lands- bankans. Skuldabréfaeigendur eigi ekki að hafa hagsmuni af því að gjaldfella bréfin þó það fari  að vísu eftir því hverjir aðilarnir eru. „Þessir skilmálar voru góðir fyrir skuldabréfaeigendur enda settir á tíma þegar allt lék í lyndi. Þeir gætu því þurft að gefa eftir.“ Spurður hvort viðræðurnar geti leitt til hærri skuldabréfakjara bendir Sveinn á að skuldbinding- arnar séu ekki stórar í heildar- samhenginu og staðan öllu betri hjá Icelandair en mörgum öðrum flugfélögum. Hins vegar megi búast við því að kjörin hækki, enda hafi afkoman versnað hratt síðasta árið hjá félaginu. – tfh Líkur á að Icelandair semji markaðurinn 4 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t U D A G U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 0 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F D -2 2 B C 2 0 F D -2 1 8 0 2 0 F D -2 0 4 4 2 0 F D -1 F 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.