Morgunblaðið - 02.06.2018, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Sölumaður
á fasteignamiðlun
Rótgróin fasteignamiðlun leitar að öflugum
sölumanni sem er tilbúinn að takast á við
spennandi sölumannsstarf og getur hafið
störf fljótlega. Ef þú ert vel skiplagður, ert
útsjónarsamur og fylginn þér þá er þetta
rétta starfið fyrir þig. Árangurstengd laun.
Áhugasamir sendið inn svar á
box@mbl.is merkt: ,,S - 26390”.
Ritari óskast 1/2 daginn
Rótgróin fasteignamiðlun leitar að ritara til
starfa frá kl. 13-17.
Starfið felst í afgreiðslu viðskiptavina,
símsvörun, skjalavinnslu og almennum
ritarastörfum. Viðkomandi þarf að vera
sjálfstæður í vinnubrögðum, hafa góða
þjónustulund, vera stundvís og geta hafið
störf sem fyrst. Söluhæfileikar er kostur.
Áhugasamir sendið inn svar á
box@mbl.is merkt: ,,R - 26365”.
Yfirvélstjóri
Vísir hf óskar eftir yfirvélstjóra til afleysingar
á Fjölnir Gk 1136. Fjölnir er línuveiðiskip með
beitningarvél. Nánari upplýsingar gefur
skipstjóri í síma 856-5735 eða 896-2825
Capacent — leiðir til árangurs
Hornafjörður er blómstrandi
2.330 manna samfélag sem
byggir á sjávarútvegi og
ferðaþjónustu, starfstöð
bæjarstjóra er á Höfn í
fjölskylduvænu umhverfi þar
sem öll nútíma þægindi eru til
staðar. Öflugt menningar- og
félagslíf er í sveitarfélaginu
og fjölbreytt íþróttastarf
í heilsueflandi samfélagi.
Öll almenn þjónusta er til
staðar og má þar nefna m.a.
tónskóla, líkamsrækt, knatthús,
sundlaug og heilbrigðisstofnun.
Samgöngur til Hafnar eru
greiðar, beint flug og strætó.
Sjá einnig á heimasíðu
sveitarfélagsins
www.hornafjordur.is .
Upplýsingar og umsókn
capacent.is/s/6799
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er skilyrði.
Þekking og reynsla af stefnumótun er kostur.
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er skilyrði.
Leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.
Góðir skipulagshæfileikar og metnaður til árangurs.
•
•
•
•
•
•
•
•
•
Umsóknarfrestur
24. júní
Helstu verkefni
Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og sér um
framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af bæjarstjórn og
bæjarráði.
Bæjarstjóri undirbýr og situr fundi bæjarstjórnar og
bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.
Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður annarra starfsmanna
sveitarfélagsins, nánari útlistun á hlutverki bæjarstjóra
er að finna í 50. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp
Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að taka við starfi bæjarstjóra sveitarfélagsins.
Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum og kraftmiklum einstaklingi sem er reiðubúinn til að leggja sig allan fram í krefjandi
starf. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri reynslu af því að starfa með fólki og hafa brennandi áhuga á að ná árangri í starfi.
Viðkomandi þarf líka að eiga auðvelt með samskipti fyrir hönd bæjarfélagsins og að vera talsmaður þess, hvort sem er í
samskiptum við opinbera stjórnsýslu, viðskiptavini, íbúa eða fjölmiðla.
Sveitarfélagið Hornafjörður
Bæjarstjóri
Ísfélag Vestmannaeyja auglýsir laus störf:
Umsjónarmaður
fiskvinnsluvéla
Ísfélag Vestmannaeyja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum
landsins með um 250 starfsmenn til sjós og lands. Það rekur
frystihús og fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn
og gerir út sex skip. Ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofnað árið 1901
og er elsta starfandi hlutafélag landsins.
Ísfélag Vestmannaeyja hf. auglýsir starf til umsóknar í frystihúsi félagsins í
Vestmannaeyjum. Umsjón og viðhald fiskvinnsluvéla hússins. Í frystihúsinu eru sjö
Baader síldarflökunarvélasamstæður, tveir Baader bolfiskhausarar og þrjár Baader
bolfiskflökunarvélar með roðrífum. Mjög góð vinnuaðstaða er á vélaverkstæði
fiskvinnsluvéla.
Starfssvið og helstu verkefni:
· Viðhald og umsjón fiskvinnsluvéla
· Samvinna við verkstjóra við keyrslu
véla inn á vinnslulínur
· Leiðbeina starfsfólki á fiskvinnsluvélum
· Brýningar hnífa
· Innkaup varahluta og lagerhald
vegna fiskvinnsluvéla
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Menntun í viðgerðum véla er kostur
· Reynsla í viðgerðum fiskvinnsluvéla nauðsyn
· Sjálfstæði og skipulagshæfileikar
· Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar veitir Björn Brimar Hákonarson framleiðslustjóri frystihúss í
síma 892 0215 eða í netfangi bjorn@isfelag.is.
Umsóknir sendist einungis í tölvupósti eigi síðar en 5. júní
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað.
Skurðstofu-
hjúkrunarfræðingur
Við hjá Dea medica (Lýtalækningastöð
Reykjavíkur) óskum eftir að ráða hjúkrunar-
fræðing í hlutastarf frá og með 1.9.’18.
Umsóknir sendist til Dea medica,
Álfheimum 74,104 Reykjavík
eða thordis@deamedica.is