Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 1
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
ÍÞRÓTTIR
Handknattleikur Ólafur Bjarki Ragnarsson segist hafa verið búinn að fá sig svo fullsaddan á langvarandi
meiðslum fyrir ári að hann hugleiddi að leggja keppnisskóna á hilluna. Annað er nú upp á teningnum. 3
Íþróttir
mbl.is
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Við munum reyna hvað við getum að vinna
leikinn. Leikurinn er mikilvægur fyrir okkur í
mínum huga vegna þess að við viljum halda
áfram að bæta okkur,“ sagði Lars Lagerbäck,
landsliðsþjálfari Norðmanna og fyrrverandi
þjálfari Íslands, við Morgunblaðið eftir æf-
ingu norska liðsins á Kópavogsvelli í gær.
„Ég vil auðvitað ekki að mínir leikmenn
spili gróft. Þess óska ég aldrei. Íslendingar
vilja einnig vinna leikinn og þar af leiðandi
verður leikurinn sjálfsagt jafn og erfiður. Ég
vona sannarlega að enginn meiðist í leiknum.
Ég sá að Laugardalsvöllur er ekki upp á sitt
besta út af rigningum í maí en yfirleitt hefur
mér fundist völlurinn frábær. Við þessar að-
stæður getur skapast sú hætta að menn séu
aðeins of seinir í návígin,“ sagði Lagerbäck.
Spurður úr í riðil Íslands á HM sagði Sví-
inn að Ísland væri augljóslega í mjög erfiðum
riðli. „Þegar ég fylgdist með drættinum þótti
mér strax sem riðillinn væri einn sá sterkasti
í keppninni. Íslendingar voru óheppnir að því
leyti en þessu geta einnig fylgt kostir. Ísland
fer inn í keppnina sem lið sem ekki er talið að
komist áfram úr riðlinum. En eins og hugar-
farið er í íslenska hópnum þá eiga þeir mögu-
leika en deila má um hversu miklir þeir eru.
Ísland er ekki líklegast til að vinna riðilinn en
það hefur sýnt sig að þetta lið má aldrei van-
meta. Vinnusemin, skipulagið og hugarfarið
er einfaldlega þess eðlis að enginn er öruggur
um sigur gegn Íslandi,“ sagði Lars Lager-
bäck.
Vona að enginn meiðist
Lars Lagerbäck andstæðingur Íslands á Laugardalsvellinum í kvöld
Morgunblaðið/Eggert
Noregur Lars Lagerbäck stýrir Norðmönnum
á Laugardalsvellinum í kvöld.
HM 2018
Guðjón Þór Ólafsson
gudjon@mbl.is
Í kvöld klukkan 20.00 fer fram vináttuleikur Ís-
lands og Noregs. Leikurinn er hluti af lokaundir-
búningi landsliðsins fyrir HM á Rússlandi og er
mikilvægur fyrir margar sakir. Í íslenska hópn-
um eru leikmenn sem hafa lítið fengið að spila
með félagsliðum sínum vegna meiðsla eða
bekkjarsetu og þurfa nauðsynlega mínútur til
þess að komast í leikform.
Heimir Hallgrímsson þarf einnig að nota leik-
inn til þess að skerpa á taktískum áhersluatriðum
og fá svör við þeim spurning sem hann hefur áð-
ur en alvaran hefst 16. júní.
Góðar fréttir af Aroni og Gylfa
Á fréttamannafundi, sem haldinn var fyrir síð-
ustu æfingu landsliðsins fyrir Noregsleikinn,
kom fram að Gylfi Þór Sigurðsson væri orðinn
leikfær. Að sögn Heimis Hallgrímssonar er Gylfi
búinn að vera að æfa af „200%“ krafti og er með
grænt ljós til að spila. Ákvörðunin hvort hann
myndi taka einhvern þátt í Noregsleiknum lá þó
ekki fyrir. Það voru einnig góðar fréttir af Aroni
Einari.
„Aron vill spila en ég held að það sé óráðlegt.
Ég býst því ekki við því að hann komi við sögu
gegn Noregi eða Gana. En hann er á réttri leið
og bati hans hefur jafnvel verið betri en við þorð-
um að vona,“ sagði Heimir spurður út í stöðuna á
Aroni.
Mikilvægi Gylfa og Arons fyrir íslenska lands-
liðið ætti ekki að vera áhugafólki um íslenska
knattspyrnu hulið. Þeir hafa af öllum öðrum
ólöstuðum verið okkar mikilvægustu menn og átt
hvað stærstan þátt í því að íslenska landsliðið er
að fara á sitt annað stórmót í röð. Eins og staðan
er í dag lítur allt út fyrir að þeir séu báðir að fara
að ná fyrsta leik gegn Argentínu sem eru mikil
gleðitíðindi fyrir okkur Íslendinga.
Vofa Lars Lagerbäck
Þjálfari Noregs, Lars Lagerbäck er okkur Ís-
lendingum vel kunnur. Hann þjálfaði landsliðið
frá 2011 til 2016 og náði stórkostlegum árangri.
Eftir að Ísland komst á EM árið 2016 var honum
hampað sem þjóðhetju og gengu margir svo langt
að vilja fá hann sem forseta lýðveldisins. Heimir
var eins og svo oft áður spurður á fréttamanna-
fundinum út í hvernig samband þeirra væri og
hvort þeim hefði tekist að setjast niður og spjalla.
„Ég mun hitta Lars eftir æfinguna í dag. Ég
hef áður sagt að Lars er góður vinur en einnig
lærifaðir í boltanum. Frábær fjögur ár sem ég
starfaði með honum.“
Kári Árnason, sem einnig sat fréttamanna-
fundinn, sagði að þó að Lars hefði lagt grunninn
hefði landsliðið haldið áfram og byggt ofan á
hann. Spurning hvort sigur á Norðmönnum í
kvöld verður til þess að losa Heimi og íslenska
landsliðið frá stanslausan flaumi spurninga út í
Lagerbäck.
„Verðum að mæta af krafti“
Þrátt fyrir að um vináttuleik sé að ræða má
búast við að leikið verði af talsverðum krafti. Þeir
leikmenn íslenska landsliðsins sem ætla sér að
spila í Rússlandi verða að sýna fram á að þeir
eigi heima í liðinu.
„Ef menn verða ekki einbeittir þá er eitthvað
að í okkar hópi.“ sagði Heimir á fréttamanna-
fundinum um Noregsleikinn. Norðmenn eru á
móti eflaust ekki sáttir við að litli bróðir hafi
hrifsað til sín allt sviðsljósið. Þeir hafa unnið
fjóra af síðustu sex leikjum sínum og ef Lars hef-
ur tekist að setja sitt handbragð á liðið munu þeir
mæta einbeittir til leiks.
Mætir læriföðurnum
Næstsíðasti leikur landsliðsins fyrir HM gegn Noregi á Laugardalsvelli í kvöld
Gylfi með grænt ljós til að spila Allt á réttri leið hjá Aroni Einari
Morgunblaðið/Eggert
Undirbúningur Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson aðstoðarþjálfari fara yfir málin fyrir æfingu
íslenska landsliðsins í gær. Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan 20 á Laugardalsvellinum í kvöld.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Norðmenn, sem eru næstsíðustu
mótherjar Íslendinga fyrir HM í
Rússlandi, eru sú þjóð sem íslenska
karlalandsliðið í knattspyrnu hefur
oftast mætt í 72 ára sögu sinni.
Annar landsleikur Íslands frá
upphafi var gegn Noregi á Mela-
vellinum árið 1947 þegar Albert
Guðmundsson skoraði bæði mörk
Ísland í 2:4 ósigri, og gerði þá jafn-
framt fyrstu landsliðsmörk Íslands.
Í dag er langafabarn Alberts og al-
nafni í íslenska landsliðshópnum.
Frá þeim tíma eru leikirnir milli
þjóðanna orðnir 33 og þar af fjór-
tán í undankeppni stórmóta. Þetta
er því 20. vináttulandsleikurinn
þeirra á milli.
Norðmenn hafa vinninginn og
vel það en þeir hafa sigrað 19 sinn-
um, Íslendingar 8 sinnum og 6
sinnum hafa liðin skilið jöfn.
Tólf af þessum 19 sigrum Norð-
manna komu í fyrstu fimmtán
viðureignum þjóðanna, frá 1947 til
1973, en eftir það hefur mikið jafn-
ræði verið þeirra á milli.
Kári og Alfreð skoruðu
Á þessari öld hefur Ísland þó að-
eins unnið einn af níu leikjum þjóð-
anna, vann 2:0 á Laugardalsvelli í
undankeppni HM haustið 2012 þar
sem Kári Árnason og Alfreð Finn-
bogason skoruðu mörkin. Liðin
hafa gert fimm jafntefli frá alda-
mótum en Norðmenn hafa unnið
þrísvegis, síðast 3:2 í vináttulands-
leik í Ósló, rétt fyrir EM í Frakk-
landi 2016.
Tvívegis fagnað vel í Ósló
Einhver besti sigur Íslands var í
Ósló 1987, í undankeppni EM, þar
sem Atli Eðvaldsson gerði sigur-
markið, 1:0. Þá var jafntefli lið-
anna haustið 2013 fagnað sem
sigri, en 1:1 jafntefli í Ósló tryggði
þá Íslandi sæti í umspili fyrir HM
2014.
Einn sigur í
níu leikjum
á öldinni