Morgunblaðið - 02.06.2018, Side 4

Morgunblaðið - 02.06.2018, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018  Ungverjar urðu fyrstir til að skora tíu mörk í leik á HM þegar þeir burstuðu El Salva- dor 10:1 á HM 1982 á Spáni. Varamaðurinn László Kiss gerði þrennu á sjö mínútum í leiknum. Ekkert lið hefur fyrr eða síðar náð að gera tíu mörk í leik í lokakeppninni.  Vestur-Þýskaland sigraði Austurríki 1:0 á HM 1982 á Spáni í einum alræmdasta leik í sögu lokakeppni HM. Úrslitin dugðu báðum til að komast áfram á kostnað Alsírbúa, sem höfðu unnið Vestur-Þýskaland og Síle en sátu eftir á óhag- stæðri markatölu. Bókstaflega ekkert gerðist í leiknum eftir að Horst Hrubesch skoraði mark Þjóðverja á 10. mínútu.  Vestur-Þýskaland og Frakkland skildu jöfn 3:3 í undanúrslitum HM 1982 á Spáni í sögulegum leik. Hans er annars vegar minnst vegna hrottalegs brots þýska mark- varðarins Tonis Schumachers á Frakkanum Patrick Batt- iston. Hins vegar vegna þess að Vestur-Þýskaland sigraði í fyrstu vítaspyrnukeppni í sögu HM.  Engin þjóð sem hefur orðið heimsmeistari oftar en einu sinni hefur beðið jafnlengi eft- ir næsta titli og Ítalir. Þeir unnu í annað sinn 1938 en þriðji titillinn kom ekki fyrr en 44 árum seinna, eða árið 1982.  Ítalir komust ekki á HM í Rússlandi, féllu út gegn Svíum í umspili, og þetta er aðeins í annað sinn sem þeir komast ekki í gegnum undankeppni og á HM. Áður misstu þeir af HM 1958 í Svíþjóð en voru hins vegar ekki með í fyrstu keppn- inni í Úrúgvæ árið 1930. HM-molar Í kjölfarið á velgengni íslenska landsliðsins hafa erlendir fjöl- miðlar verið duglegir við að koma til landsins í leit að skýringum á hvers vegna 340.000 manna þjóð getur komist inn á tvö stórmót í röð í vinsælustu íþrótt heims. Og það skal engan undra. Þetta á ekki að vera hægt En hvað skýrir þennan árang- ur? Sumir vilja meina að árang- urinn megi fyrst og fremst rekja til góðrar aðstöðu og hæfra þjálf- ara. Gjarnan er talað um mik- ilvægi allra knattspyrnuhallanna sem risið hafa á undanförnum áratugum í þessu samhengi. Þessi söguskoðun er mjög áberandi í erlendum miðlum. Í frétt BBC frá árinu 2015 er talað um „A generation of indoor kids“ og „Qualified coaches at every level“. Í heimildarmynd sem Stan Collymore gerði fyrir rússnesku sjónvarpsstöðina RT er þessu líka haldið fram. En gallinn við þessa skýringu er að meirihluti þeirra leikmanna sem hafa skipað landsliðið á undanförnum árum æfði mest- megnis úti á möl yfir vetrar- mánuðina. Kári Árna varð til á Víkingsmölinni. Ari Freyr lærði að krossa á bílastæðinu á Hlíðar- enda. Þá bendir fátt til að gæði þjálfunar á Íslandi hjá þeirri kyn- slóð sem nú skipar landsliðið hafi verið meiri en þekkist víða í kring- um okkur. Nú er ég ekki að halda því fram að tilkoma knattspyrnuhall- anna og betri menntun íslenskra þjálfara sé af hinu slæma. Þvert á móti. Aðstaðan mun bara auka gæði þjálfunar. En að halda því fram að ís- lenska landsliðið sem við erum öll svo stolt hafi verið mótað inni í knatthúsunum stenst ekki neina skoðun. BAKVÖRÐUR Guðjón Þór Ólafsson gudjon@mbl.is Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í fyrsta úrslitaleik Gold- en State Warriors og Cleveland Cavaliers um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik í Oakland í Kaliforníu í fyrrinótt. Höfðu meistararnir í Golden State betur en LeBron James setti persónulegt stigamet hjá Cleveland. James skoraði 51 stig en dugði það ekki til hjá Cleveland en svo mikið hafði hann aldrei skorað í ein- um leik í úrslitakeppninni. Hann gaf auk þess 8 stoðsendingar á samherja sína. Ekki dugði það til því Golden State sigraði 124:114 en staðan var 107:107 eftir venjulegan leiktíma. Draymond Green átti stórleik fyr- ir Golden State en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Skoraði 13 stig, tók 11 fráköst, gaf 9 stoðsendingar, stal boltanum fimm sinnum og varði tvö skot. Stephen Curry var hins vegar stigahæstur með 29 stig. Golden State er aftur á heimavelli í öðrum leik liðanna sem fer fram annað kvöld, sunnudagskvöld. AFP Stjörnur Kevin Durant og Stephen Curry reyna að stöðva LeBron James í fyrsta úrslitaleiknum. Það gekk illa því LeBron skoraði 51 stig. Met hjá LeBron var ekki nóg í Oakland 14 DAGAR Í FYRSTA LEIK ÍSLANDS Ari Freyr Skúlason er einn af níu leikmönnum í íslenska landsliðs- hópnum sem hafa náð að spila fimm- tíu landsleiki eða fleiri fyrir Íslands hönd. Ari Freyr er 31 árs gamall, fædd- ur 14. maí 1987, og hefur leikið 54 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann lék fyrst vináttuleik gegn Íran í Te- heran árið 2009 en spilaði ekki aftur fyrr en 2012 og hefur verið fasta- maður í landsliðshópnum síðan, ávallt sem vinstri bakvörður þótt hann hafi lengi vel á ferlinum leikið á miðjunni hjá sínum félagsliðum. Ari er Valsmaður að upplagi, var ungur hjá Heerenveen í Hollandi en fór 19 ára frá Val til Häcken í Sví- þjóð. Hann lék síðan með Sundsvall í Svíþjóð í sex ár og með OB í Dan- mörku í þrjú ár en með Lokeren í Belgíu frá 2016. Ari lék alla fimm leiki Íslands á EM í Frakklandi 2016 og 90 mínútur í þeim öllum. Hann spilaði fimm af tíu leikjum íslenska liðsins í undan- keppni HM, fjóra þeirra í byrjunar- liðinu. Íslendingurinn AFP Ari Freyr hóf landsliðsferil- inn í Íran Tólfta heimsmeistaramót karla í knattspyrnu fór fram á Spáni árið 1982 og þar léku í fyrsta skipti 24 lið í lokakeppni HM. Fyrir vikið fengu fleiri þjóðir utan Evrópu og Suður-Ameríku keppnis- rétt og lið Alsírs, Kamerún, Kúveit, Nýja-Sjálands og Hondúras voru með í fyrsta skipti. Leikið var í sex fjögurra liða riðl- um og tólf lið sem komust áfram léku í fjórum þriggja liða milliriðlum þar sem sigurvegararnir fóru í undan- úrslit.  Ítalir, sem rétt komust áfram úr riðlakeppninni með þrjú jafntefli, urðu heimsmeistarar í þriðja sinn eftir 3:1-sigur á Vestur-Þjóðverjum að viðstöddum 90 þúsund áhorf- endum á Santiago Bernabéu í Madríd. Paolo Rossi, Marco Tardelli og Alessandro Altobelli komu Ítöl- um í 3:0 áður en Paul Breitner minnkaði muninn.  Pólverjar fengu bronsverðlaunin eftir sigur á Frökkum, 3:2, í Alicante.  Paolo Rossi frá Ítalíu varð markakóngur HM með sex mörk en hann gerði þau öll í þremur síðustu leikjunum. Þrennu í óvæntum 3:2- sigri á Brasilíu, bæði mörkin í 2:0- sigri á Pólverjum í undanúrslitum og svo eitt í úrslitaleiknum. Rossi var kjörinn besti leikmaður HM en hann var 25 ára leikmaður Juventus og kom beint á HM úr tveggja ára keppnisbanni. HM-sagan 1982 Toni Kroos er lykilmaður í heims- meistaraliði Þýskalands sem freistar þess að verja titilinn á HM í Rúss- landi og hefur verið talinn meðal bestu miðjumanna heims undanfarin ár. Kroos er 28 ára, fæddist í Greifs- wald í þáverandi Austur-Þýskalandi 4. janúar 1990. Hann fór 16 ára til Bayern München og var þar í átta ár, eitt þeirra í láni hjá Leverkusen, en hefur leikið með Real Madrid frá 2014 og vann á dögunum Meistara- deild Evrópu með liðinu þriðja árið í röð. Kroos, sem lék tvítugur á HM 2010 í Suður-Afríku, varð heims- meistari með Þjóðverjum 2014, átti þá flestar stoðsendingar allra í keppninni og var valinn í úrvalslið hennar. Hann var líka valinn í úr- valsliðið eftir Evrópukeppnina í Frakklandi árið 2016. Kroos er eini knattspyrnumaður- inn sem fæddist í Austur-Þýskalandi fyrir sameiningu þýsku ríkjanna síð- ar árið 1990 sem hefur orðið heims- meistari. Möguleg HM-stjarna AFP Eini austur- þýski heims- meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir verður aðstoðar- þjálfari kvenna- liðs Vals í hand- knattleik á næsta keppnistímabili. Hún tekur við af Sigurlaugu Rún- arsdóttur sem var aðstoðarþjálf- ari deildarmeist- ara Vals á síðustu leiktíð. Auk þess að verða deildarmeistari lék Valur til úrslita við Fram um Íslandsmeist- aratitilinn er varð að gera sér að góðu silfurverðlaun. Anna Úrsúla kom til Vals í lok síð- asta árs og lék með liðinu það sem eftir var leiktíðar. Hún hafði áður verið í Gróttu um þriggja ára skeið en var áður lengst af leikmaður Vals áður en hún fór til uppeldisfélags síns á Seltjarnarnesi haustið 2014 og tók þar þátt í sigursælu tímabili. Að sögn Óskars Bjarna Óskars- sonar, afreksstjóra handknattleiks- deildar Vals, hættir Sigurlaug af persónulegum ástæðum. Samhliða breytingunum fær Hlyn- ur Morthens, fyrrverandi markvörð- ur Vals, stærra hlutverk í þjálfara- teymi kvennaliðsins, en hann kom í það í vetur. iben@mbl.is Anna Úrsúla leysir Sigur- laugu af Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Ólafur Ægir Ólafsson hefur ákveðið að söðla um og yfirgefa herbúðir handknattleiksliðs Vals. Af þeim sökum hefur hann samið við Lakers Stäfa sem leikur í efstu deild hand- knattleiksins í Sviss. Tekur samn- ingur Ólafs Ægis við Lakers Stäfa gildi í sumar og er til eins árs sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Lakers Stäfa er staðsett skammt utan við Zürich. Liðið virðist hafa rokkað á milli efstu og næstefstu deildar í svissneska handknatt- leiknum á síðustu árum eftir því sem næst verður komist. Ólafur Ægir er 22 ára gamall og hefur átt sæti í meistaraflokksliði Vals síðustu árin. Hann lék m.a. stórt hlutverk í Valsliðinu sem varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra auk þess sem Valur komst þá í undan- úrslit í Áskorendakeppni Evrópu. Ólafur Ægir á að baki leiki með yngri landsliðum Íslands í hand- knattleik. Ólafur Ægir skoraði 50 mörk í 22 leikjum með Val í Olísdeildinni í vet- ur sem leið en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum um nokkurt skeið. Auk Ólafs Víðis hafa Tumi Steinn Rúnarsson og Bjarni Ófeigur Valdi- marsson ákveðið að róa á önnur mið. Sá fyrrnefndi hefur gengið til liðs við Aftureldingu en sá síðarnefndi ætlar að leika með FH. Bjarni Ófeigur gerði reyndar stuttan stans hjá Val eftir að hafa verið jafnbesti leik- maður Gróttu lengst af keppnis- tímabilinu. iben@mbl.is Fer frá Hlíðarenda og flytur til Zürich Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sviss Ólafur Ægir Ólafsson fer til Zürich fyrir næsta tímabil.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.