Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 1
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is Fjarðabyggð er stærsta sveitarfélagið á Austurlandi með 5028 íbúa. Upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á heimasíðu þess, www.fjardabyggd.is. Helstu verkefni bæjarstjóra: • Yfirumsjón með rekstri sveitarfélagsins • Yfirumsjón með stefnumótun og áætlunargerð • Náið samstarf við bæjarstjórn og undirnefndir, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs. • Ábyrgð á framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar • Samskipti við stofnanir, fyrirtæki, samtök og íbúa. Hæfniskröfur: • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla af stjórnun og rekstri • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og störfum á sveitarstjórnarstigi er kostur en ekki skilyrði • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði Umsóknum ber að skila til skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, eigi síðar en 26. júní. Skulu umsóknir vera merktar sem umsókn um starf bæjarstjóra. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf umsækjenda þar sem hann gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyður hæfi sitt í starfið. Þá er áskilið að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum. Upplýsingar um starfið veita Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs, eydis73@simnet.is , og Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, jon@ts.is. Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta af sjö sveitarfélögum Austurlands, með um 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins. Fjarðabyggð er öflugt fjölkjarna sveitarfélag sem byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Landbúnaður, verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar Sveitarfélagið Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf bæjarstjóra Fjarðabyggðar        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúar: Kristján Aðalsteinsson, ka@mbl.is, 569 1246 • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 Bæjarstjóri Sveitarfélagið Ölfus er í mikilli sókn. Íbúum fjölgar hratt og aðstaða fyrir fjölskyldufólk og börn í leik- og grunnskóla er framúrskarandi góð og það á einnig við um aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Tækifæri til atvinnuuppbyggingar eru gríðarlega mikil á svæðinu, ekki síst fyrir tilstuðlan hafnarinnar í Þorlákshöfn og fjölbreyttra tækifæra í ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar um sveitafélagið er að finna á www.olfus.is Hamingjan er hér! capacent.is/s/6832 Háskólamenntun sem nýtist í starfinu. Þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur. Reynsla af eftirfylgni stefnumótunar. • • • • • • • • • • 2. júlí Verksvið bæjarstjóra er m.a.: Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins. Ábyrgð á stefnumótun og áætlunargerð. Ábyrgð á og stýring á daglegum rekstri. Samskipti við hagsmunaaðila. Framkvæmd á ákvörðunum bæjarstjórnar. Þátttaka í uppbyggingu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir að ráða bæjarstjóra til starfa. Ölfus er landfræðilega mjög stórt sveitarfélag með ríflega 2.100 íbúum. Þéttbýliskjarninn er Þorlákshöfn en í dreifbýlinu er einnig blómleg byggð búskapar, hestamennsku og ferðaþjónustu. Leitað er að einstaklingi sem hefur leiðtogahæfileika, stefnumótandi hugsun, áhuga á uppbyggingu samfélagsins, frumkvæði, metnað og mjög góða samskiptahæfileika. Í boði er fjölbreytt og áhugavert samfélag, metnaðarfullt og faglegt vinnuumhverfi með tækifæri til að hafa áhrif á mótun sveitarfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.