Morgunblaðið - 18.06.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.06.2018, Qupperneq 1
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Hirving Lozano og félagar í landsliði Mexíkó gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimsmeistarana í upphafsleik sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Lozano skoraði draumamarkið. 6 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rólegir Það var afslappað andrúmsloft á æfingu íslenska landsliðsins í knattspyrnu árla dags í gær í Kabardinka. Leikmenn söfnuðu kröftum eftir leikinn við Argentínu og lögðu á ráðin um framhaldið. Hér ræða saman Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari og Birkir Bjarnason. »2, 4, 5, 6. Óvissa ríkir enn um hversu alvarleg meiðsl Jóhanns Bergs Guðmundssonar eru. Talið er að hann hafi jafnvel tognað á kálfa á 62. mínútu í leik Íslendinga og Argentínumanna á HM í Rússlandi á laugardaginn. Hann kenndi eymsla og var nær samstundis skipt af leikvelli. „Ég fékk bara eitt- hvað í kálfann og það var nógu slæmt til þess að ég þurfti að fara út af,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Morgun- blaðið eftir leikinn, sem lauk með jafntefli, 1:1. Jafnvel er óttast að Jóhann Berg leiki ekki næsta leik ís- lenska landsliðsins á HM við Nígeríu á föstudaginn og verði hugsanlega einnig af viðureigninni við Króata eftir rúma viku. Verði það niðurstaðan er ljóst að um verulega blóðtöku væri að ræða fyrir íslenska landsliðið. Jóhann Berg fór í myndatöku í Rússlandi í gær. Þegar Morgunblaðið fór í prentun hafði engin yfirlýsing borist frá Knattspyrnusambandi Íslands um hvort afdráttarlaus niðurstaða lægi fyrir um hversu alvarleg meiðslin væru. „Það eru ekkert allir mjög jákvæðir út af þessu en þess vegna tókum við 23 leikmenn með okkur og það kemur alltaf maður í manns stað,“ sagði Helgi Kolviðsson, aðstoð- arþjálfari landsliðsins, í gærmorgun. sport@mbl.is Óvissa um framhaldið  Jóhann Berg og meiðslin Morgunblaðið/Eggert Meiddur Jóhann Berg Guðmundsson á fullri ferð í leiknum við Argentínu áður hann varð fyrir meiðslum. Valdís Þóra Jónsdóttir hafn- aði í 5.- 9. sæti á AXA mótinu sem fram fór í Tékk- landi og lauk um helgina. Mótið er hluti af LET Ac- cess mótaröðinni sem er næst sterkasta at- vinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Valdís Þóra lék hringina þrjá á 73, 67 og 70 eða samtals sex högg- um undir pari. Sigurvegarinn Car- men Alonso frá Spáni sigraði á þessu móti á ellefu höggum undir pari. sport@mbl.is Var ofarlega í Tékklandi Valdís Þóra Jónsdóttir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í 58. - 65. sæti á Meijer Classic mótinu í golfi, sem er hluti af LPGA mótaröðinni, en síðasti keppnis- dagur af fjórum var í gær. Ólafía Þórunn lék sam- anlagt á sex höggum undir pari. Hún var á einu höggi undir pari í gær, fékk 13 pör, þrjá fugla og tvo skolla eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari vallarins á laug- ardaginn. Þá fékk hún sex fugla og fjóra skolla auk átta para. sport- @mbl.is Ólafía á sex undir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Hinn 23 ára gamli Raheem Sterling er nýbúinn að eiga sitt langbesta tímabil á ferlinum, en hann skoraði 18 deildarmörk og 23 mörk í öllum keppn- um fyrir Englandsmeistara Manchester City á síð- ustu leiktíð. Sterling skoraði samanlagt 21 mark á tveimur leiktíðum þar á undan og hefur hann því bætt markaskorun sína töluvert á stuttum tíma. Sterling er einn allra mikilvægasti leikmaður enska landsliðsins um þessar mundir. Hann gekk í raðir Liverpool frá QPR þegar hann var 16 ára gamall og tveimur árum síðar lék hann sinn fyrsta leik með aðalliðinu. Hann var talinn á meðal efnilegustu leikmanna Eng- lendinga en eftir þrjú ár hjá Liverpool leitaði hugurinn annað og var hann keyptur til Manchester City fyrir 44 milljónir punda árið 2015. Þar er hann loks byrjaður að blómstra undir stjórn Pep Guardiola. Skömmu fyrir HM reitti Sterling marga til reiði er húðflúr af hríðskotabyssu sást á hægri löpp hans. Pabbi sókn- armannsins var skotinn til bana er Sterling var aðeins tveggja ára gamall og fékk Sterling flúrið honum til heið- urs. Samtök gegn skotvopnum á Englandi, hvöttu enska knattspyrnusambandið til að banna Sterling að leika með landsliðinu vegna flúrsins, en það gekk ekki eftir. Hægt verður að fylgjast með Sterling með enska landslið- inu á móti Túnis í kvöld kl. 18, en leikurinn fer fram í Vol- gograd og er í G-riðli. Fylgist með þessum… Loksins farinn að blómstra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.