Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018
Heimir útfærði leik Íslands snilldarlega ásamt aðstoð-
armönnum sínum sem höfðu undirbúið það að mæta
Argentínu mánuðum saman. Liðið spilaði 4-5-1 með
Gylfa Þór fremstan á miðjunni og leit þá stundum út
eins og 4-4-2 í fyrri hálfleiknum. Heildarliðsvörnin var
útfærð af 100 prósent öryggi þar sem ekkert pláss var
gefið á milli miðvarða og varnartengiliða og meirihluti
markskota Argentínu fór í íslenska varnarmúrinn.
Heimir Hallgrímsson
Varði víti frá Messi. Ekki
margir sem hafa afrekað
það. Menn skora ekki hjá
Hannesi úr víti með því að
skjóta í millihæð enda
varði hann örugglega.
Varði oft vel í leiknum,
m.a. glæsilega á 87. mín.
Hannes Þór Halldórsson
Átti virkilega góðan leik
gegn Di Maria, enda
sjaldan farið upp að enda-
mörkum vinstra megin. Á
heildina litið mjög yfir-
vegaður og rólegur.
Hraðinn nýttist tvívegis
vel gegn Messi inni í teig.
Birkir Már Sævarsson
Virkaði mjög öruggur í
flestum sínum aðgerðum
og hefur þann eiginleika
að geta leikið jafn-vel
gegn bestu leikmönnum í
heimi og þeim sem slakari
eru. Skallaði ófáa boltana
út úr teig Íslands.
Kári Árnason
Barðist eins og ljón. Hafði
oftast betur í baráttunni.
Ágætlega staðsettur þeg-
ar Agüero skoraði en var
of seinn til að komast fyr-
ir skotið. Óheppinn þegar
hann fékk boltann í hönd í
teignum en slapp við dóm.
Ragnar Sigurðsson
Baráttuglaður og nýtti
líkamlegan styrk sinn vel
bæði í návígjum og skalla-
einvígjum. Duglegur að
fara fram kantinn þegar
tækifæri gafst. Eini mín-
usinn var að hann fékk á
sig vítaspyrnu.
Hörður B. Magnússon
C-RIÐILL:
Frakkland – Ástralía............................... 2:1
Antoine Griezmann 58. (víti), Aziz Behich
80. (sjálfsm.) – Mile Jedinak 62. (víti)
Perú – Danmörk ...................................... 0:1
Yussuf Poulsen 59.
Staðan:
Frakkland 1 1 0 0 2:1 3
Danmörk 1 1 0 0 1:0 3
Ástralía 1 0 0 1 1:2 0
Perú 1 0 0 1 0:1 0
D-RIÐILL:
Argentína – Ísland................................... 1:1
Sergio Agüero 19. – Alfreð Finnbogason
23.
Króatía – Nígería .....................................2:0
Oghenekaro Etebo 32. (sjálfsm.), Luka
Modric 71.
Staðan:
Króatía 1 1 0 0 2:0 3
Argentína 1 0 1 0 1:1 1
Ísland 1 0 1 0 1:1 1
Nígeria 1 0 0 1 0:2 0
E-RIÐILL:
Kostaríka – Serbía................................... 0:1
Aleksandar Kolarov 56.
Brasilía – Sviss ......................................... 1:1
Philippe Coutinho 20. – Steven Zuber 50.
Staðan:
Mexíkó 1 1 0 0 1:0 3
Suður-Kórea 0 0 0 0 0:0 0
Svíþjóð 0 0 0 0 0:0 0
Þýskaland 1 0 0 1 0:1 0
F-RIÐILL:
Þýskaland – Mexíkó ................................ 0:1
Hirving Lozano 35.
Staðan:
Mexíkó 1 1 0 0 1:0 3
Suður-Kórea 0 0 0 0 0:0 0
Svíþjóð 0 0 0 0 0:0 0
Þýskaland 1 0 0 1 0:1 0
Leikir í dag:
F Svíþjóð – Suður-Kórea ..................... 12.00
G Belgía – Panama ............................... 15.00
G Túnis – England................................ 18.00
HM2018
KNATTSPYRNA
3. deild karla:
Fjölnisvöllur: Vængir Júpíters KH .... 19.15
Samsung-völlur: KFG Augnablik ............ 20
Í KVÖLD!
Spartak Stadium, Moskvu, loka-
keppni HM karla, D-riðill, laugardag
16. júní 2018.
Skilyrði: Sól og blíða, 24 stiga hiti,
glæsilegur völlur.
Skot: Argent. 26 (7) – Ísland 9 (3).
Horn: Argentína 10 – Ísland 2.
Argentína: (4-5-1) Mark: Willy Ca-
ballero. Vörn: Eduardo Salvio, Nico-
lás Otamendi, Marcos Rojo, Nicolás
Tagliafico. Miðja: Max Meza (Gon-
zalo Higuaín 84), Javier Mascher-
ano, Lionel Messi, Lucas Biglia (Éver
Banega 54), Ángel Di María (Cristian
Pavón 75). Sókn: Sergio Agüero.
Ísland: (4-5-1) Mark: Hannes Þór
Halldórsson. Vörn: Birkir Már Sæv-
arsson, Ragnar Sigurðsson, Kári
Árnason, Hörður Björgvin Magn-
ússon. Miðja: Jóhann Berg Guð-
mundsson (Rúrik Gíslason 63), Aron
Einar Gunnarsson (Ari Freyr Skúla-
son 75), Gylfi Þór Sigurðsson, Emil
Hallfreðsson, Birkir Bjarnason.
Sókn: Alfreð Finnbogason (Björn
Bergmann Sigurðarson 89).
Dómari: Szymon Sokolnicki, Póll.
Áhorfendur: 44.190, uppselt.
Argentína – Ísland 1:1 1:0 Sergio Agüero 19. fékk boltann ímiðjum vítateig Íslands eftir að
Marcos Rojo skaut í varnarmann, sneri
sér og þrumaði honum upp undir þver-
slána.
1:1 Alfreð Finnbogason 23. sendiboltann í netið rétt utan markteigs
eftir að Gylfi Þór Sigurðsson skaut rétt
innan vítateigs og Willy Caballero mark-
vörður varði en hélt ekki boltanum.
I Gul spjöld:Engin.
I Rauð spjöld: Engin.
Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta
mark Íslands í lokakeppni HM og hann
gerði líka mark í þriðja landsleik Íslands í
röð. Alfreð hefur þar með skorað í öllum
þremur leikjum sínum með landsliðinu á
þessu ári.
Alfreð skoraði sitt 14. mark fyrir lands-
liðið og er nú kominn í 5.-7. sæti yfir
markahæstu landsliðsmennina frá upp-
hafi. Hann deilir sætunum með Arnóri
Guðjohnsen og Ríkharði Daðasyni.
Birkir Már Sævarsson lék sinn 80.
landsleik og er fimmti Íslendingurinn sem
nær því frá upphafi með karlalandsliðinu.
Hann er nú jafn Guðna Bergssyni í 4.-5.
sæti yfir þá leikjahæstu.
Hannes Þór Halldórsson lék sinn 50.
landsleik. Hann er þriðji markvörðurinn
sem nær þeim áfanga en áður náðu honum
Birkir Kristinsson (74) og Árni Gautur
Arason (71).
og Kára Árnason. Dagskipunin var sú að Kári og
Ragnar væru aldrei meira en 10 metrum fyrir
aftan Emil og Aron, og þannig var svæðinu fram-
an við vítateig Íslands lokað með hengilási og
lyklinum fleygt. Þetta tókst nánast fullkomlega.
Þeir lokuðu ekki bara á Messi, heldur á alla
hina snjöllu framherja og miðjumenn Argentínu
sem náðu afar sjaldan að komast í alvöru opin
marktækifæri í leiknum þrátt fyrir að þeir væru
dansandi með boltann í kringum íslenska víta-
teiginn mestallan tímann. Argentínska liðið er
hins vegar mjög háð Messi, og þrátt fyrir að ein-
staklingsgæðin séu næg virtist allt snúast um að
koma boltanum til hans. Þegar það tókst ekki var
ráðaleysið algjört og Sampaoli virtist ekki með
neinar hugmyndir til að brjóta leikinn upp.
Stig sem skiptir gríðarmiklu máli
Stigið gegn Argentínu er ekki bara sigur fyrir
íslenska landsliðið og staðfesting á því að það sé
mætt til Rússlands til að gera meira en bara að
vera með í lokakeppni heimsmeistaramótsins í
fyrsta skipti. Stigið þýðir líka að sama hvað á
gengur í leikjum 2. umferðarinnar á föstudaginn,
þá verður leikurinn við Króatíu þriðjudaginn 26.
júní alltaf úrslitaleikur um að komast í sextán
liða úrslitin.
Ósigur, hversu naumur sem hann hefði verið,
hefði getað sett Ísland í þá stöðu að vera úr leik
ef Nígeríuleikurinn tapast. En ósigur í þeirri við-
ureign mun aldrei slá íslenska liðið alveg úr
keppni, möguleikinn á öðru sætinu verður alltaf
fyrir hendi fyrir lokaumferðina, þótt vonin verði
veik ef liðið verður bara með eitt stig þegar að
henni kemur.
Nú verður allt undir á föstudaginn kemur, fyr-
ir bæði Ísland og Nígeríu. Sigurliðið úr þeim leik
kemur sér í góða stöðu fyrir síðasta leikdag D-
riðilsins. Nígeríumenn eru með bakið upp við
vegg eftir tapið gegn Króatíu, 0:2, og vita að með
ósigri eru þeir úr leik.
Íslensku leikmennirnir hafa frá upphafi talað
um að þeir ætli sér upp úr riðlinum og nú er það í
þeirra höndum að taka næsta stóra skref. Þá
verður ekki síður áhugavert að sjá hver niður-
staðan verður úr viðureign Argentínu og Króatíu
en þar mun í það minnsta annað liðið tapa mikil-
vægum stigum í slagnum um tvö efstu sæti riðils-
ins.
Lokuðu með hengilás
Besti knattspyrnumaður heims fann engar glufur
á íslensku liðsheildinni Argentínsku stjörnurnar
ráðalausar þegar lokað var á Messi Augu heims-
byggðarinnar áfram á Íslandi eftir jafnteflið
Lokað Aron Einar Gunnarsson stöðvar Lionel Mess
í eitt skiptið af mörgum í leiknum á laugardaginn.
Í MOSKVU
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Augu heimsbyggðarinnar eru áfram á íslenska
karlalandsliðinu í knattspyrnu. Áhuginn á því
fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu var
gríðarlegur og eftir jafnteflið óvænta á Spartak-
leikvanginum á laugardaginn, 1:1, er ljóst að at-
hyglin mun halda áfram að beinast að Heimi
Hallgrímssyni og strákunum hans sem komust á
blað í frumraun sinni í lokakeppni heimsmeist-
aramóts með því að taka stig af tvöföldum heims-
meisturum Argentínu.
Enn eina ferðina sýndi íslenska liðið þann
mikla karakter og reynslu sem það býr yfir. Enn
eina ferðina náði það að svara fyrir sig eftir að
hafa lent undir gegn firnasterkum andstæðingi.
Argentínumenn gerðu það sama gegn Íslandi
og Portúgalar og Englendingar gerðu á EM í
Frakklandi og náðu forystunni þægilega
snemma leiks með marki frá Sergio Agüero. Það
tók Ísland aðeins fjórar mínútur að jafna, Alfreð
Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands í loka-
keppni HM og það reyndist nóg til að innbyrða
stig þrátt fyrir gríðarlega pressu Lionels Messis
og félaga nær allan tímann eftir það.
Hannes gerði útslagið í vítaspyrnunni
Þáttur Hannesar Þórs Halldórssonar var
ómetanlegur. Hann varði tvisvar mjög vel í leikn-
um og kórónaði frammistöðuna með því að verja
vítaspyrnuna frá Messi um miðjan síðari hálfleik
– þegar allir héldu að besti knattspyrnumaður
heims myndi gera út um leikinn af vítapunkt-
inum. Nema Hannes, sem taldi sig vita upp á hár
hvar snillingurinn myndi skjóta, og hafði rétt fyr-
ir sér.
Messi reyndi og reyndi, hann átti ellefu skot að
marki íslenska liðsins en náði aldrei að prjóna sig
í gegnum þéttan varnarpakkann við vítateiginn.
Vítaspyrnan var hans alvörutækifæri. Ljóst var
að Heimir og aðstoðarmenn hans höfðu unnið
heimavinnuna upp á tíu, lokað var frábærlega á
leiðirnar fyrir Messi með skipulögðum hætti þar
sem Emil Hallfreðsson og Aron Einar Gunnars-
son báru mesta ábyrgðina á að hann slyppi ekki í
gegn, í náinni samvinnu við Ragnar Sigurðsson
„Að gera jafntefli á móti Argentínu
í fyrsta leik Íslands á HM hljóta að
vera góð úrslit. Við náðum þessum
úrslitum með góðri samstöðu, bar-
áttu og trúnni,“ sagði Birkir
Bjarnason, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, eftir leikinn gegn Argent-
ínumönnum. „Liðsheildin var mjög
góð hjá okkur og þegar hún er það
þá er erfitt að vinna okkur. Við
höfðum allir trú á fyrir leikinn að
við gætum náð góðum úrslitum. Við
erum búnir að spila lengi saman og
vitum hvenær við erum bestir. Við
vörðumst alveg ótrúlega vel allan
leikinn og leikáætlun okkar gekk
eiginlega alveg upp. Við féllum
kannski fullaftarlega á völlinn í
seinni hálfleik en það er erfitt að
halda boltanum á móti svona sterku
liði.“ gummih@mbl.is
Leikáætlun
okkar gekk
nánast upp