Morgunblaðið - 29.06.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 29.06.2018, Síða 1
Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu lauk í gær. Framundan eru 16-liða úrslit mótsins. Flautað verður til leiks í fyrstu leikjum 16-liða úr- slita á morgun en knattspyrnumenn og áhorfendur fá frí frá leikjum í dag. Leikmenn Frakklands og Argentínu ríða á vaðið í 16-liða úrslitum þegar þeir mætast í Kazan á morgun klukkan 14 að íslenskum tíma. Fjórum stundum síðar leiða Úrúgvæjar og Portúgalar saman hesta sína í ólympíubænum Sotsjí við Svartahaf. Úrúgvæjar hafa leikið vel á mótinu fram til þessa, tóku m.a. gestgjafa Rússa í kennslu- stund í lokaumferð riðlakeppninnar fyrr í vikunni. Á sunnudag verður komið að heimamönnum að mæta Spánverjum í Moskvu í fyrri leik dagsins. Síðar á sunnudaginn mætast Króatar og Danir í Nisní Novgorod. Búast má við léttleika og tangóveislu í Samara á mánudaginn þegar Brasilíumenn og Mexíkóar eig- ast við. Belgar og Japanir taka svo upp þráðinn síðdegis á mánudaginn í Rostov en þeir síðar- nefndu komust í 16-liða úrslit í gær á kostnað Senegala. Lið þjóðanna voru jöfn að stigum og eins var markatala þeirra eins auk þess sem jafntefli varð í innbyrðis leik þeirra. Japanir komust hins- vegar áfram sökum háttvísi en þeir fengu sjaldnar gul spjöld í leikjum riðlakeppninnar en Afríkubú- arnir. Sextán liða úrslitum lýkur á þriðjudaginn þegar frændur okkar, Svíar, mæta Svisslendingum í Sankti Pétursborg. Síðasti leikur 16-liða úrslitanna verður á milli Kólumbíu og Englendinga. Við- ureignin sú verður háð í Moskvu. iben@mbl.is AFP Tilþrif Kólumbíumaðurinn Yerry Mina dró hvergi af sér í leik Kólumbíu og Sengal í gær. Mina og félagar unnu leikinn og leika í 16-liða úrslitum á HM. Riðið verður á vaðið í Kazan  Riðlakeppni HM í Rússlandi lauk í gærkvöld  Landslið 16 þjóða standa eftir en 16 eru farin heim  Ekkert leikið í dag  Útsláttarkeppnin hefst á morgun FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Val eftir að hafa leikið með Marseille í Frakklandi síðasta árið. Hún segir gott að breyta til. 4 Íþróttir mbl.is FRJÁLSAR Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslandsmethafinn í spjótkasti, Ás- dís Hjálmsdóttir, hóf keppnis- tímabilið af krafti í gær þegar hún hafnaði í fyrsta sæti á Sollentuna í Svíþjóð. Hún kastaði spjótinu lengst 59,13 metra og var ánægð með þessa byrjun á kepppnis- tímabilinu. „Þetta var mjög gott miðað við hvað ég hef getað kastað undanfarið. Ég er langánægðust með að finna ekki til í bakinu svo að ég fái fleiri tækifæri til að keppa og taka kastæfingar,“ sagði Ásdís við Morgunblaðið í gær- kvöldi að keppni lokinni en hún hefur fundið til eymsla í baki upp á síðkastið. Ásdís slær ekki slöku við um þessar mundir. Framundan er keppni á móti í Joensuu í Finn- landi á miðvikudaginn en á þeim stað setti Ásdís Íslandsmet sitt fyrir ári, 63,43 metra. Hún fer því með góðar minningar til Joensuu eftir helgina. Eftir mótið í Finn- landi kemur Ásdís heim til Íslands og tekur þátt í Meistaramóti Ís- lands sem fram fer um miðjan júlí. Aðalmótið hjá Ásdísi í sumar verð- ur Evrópumeistaramótið sem fram fer í Berlín snemma í ágúst. Ásdís hefur tímabilið af krafti þrátt fyrir eymsli  Kastaði tæpa 60 metra í Sollentuna  Næst í Finnlandi Ljósmynd/Guðmundur Karl Dugnaður Ásdís Hjálmsdóttir tekur þátt í EM í Berlín í byrjun ágúst. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 73 höggum eða á einu höggi yfir pari á fyrsta hring sínum á KPMG- meistaramótinu í golfi í Illinois- ríki við borgina Chicago í Banda- ríkjunum. Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs hjá atvinnukylfingum í kvenna- flokki. Hún byrjaði vel í gær og var á tveimur höggum undir pari eftir aðeins fjórar holur. Hún fékk hins vegar skolla á bæði áttundu og ní- undu holu og lék því fyrri níu hol- urnar á parinu. Ólafía Þórunn fékk skolla á ell- eftu holu áður hún lék síðustu sjö holurnar á pari. Hún er í 82.-105. sæti af 156 kylfingum. Reikna má með að Ólafía verði í harðri baráttu um að komast í gegnum niður- skurðinn er hún leikur annan hringinn í dag. Óstöðugt golf hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Bjarki Pétursson er efstur þriggja Íslendinga á Evrópumóti áhuga- manna í golfi í Haag í Hollandi. Bjarki lék annan hringinn í gær á 75 höggum eða þremur höggum yf- ir pari og er hann samanlagt á tveimur höggum yfir pari og í 51.- 66. sæti. Gísli Sveinbergsson lék á 73 höggum í gær og er á samanlagt sex höggum yfir pari og í 97.-108. sæti. Aron Júlíusson er svo í 128.- 129. sæti á samanlagt tíu höggum yfir pari. Hann lék á 74 höggum í gær. Þriðji hringur mótsins fer fram í dag. Er á tveimur yfir parinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.