Morgunblaðið - 29.06.2018, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
UNDANKEPPNI HM
Guðjón Þór Ólafsson
gudjon@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt-
leik mætir Búlgaríu í dag og Finnlandi
2. júlí, en leikirnir eru hluti af undan-
keppni heimsmeistaramótsins. Báðar
viðureignir fara fram ytra og verður
flautað til leiks í Botevgrad í nágrenni
Sofiu í Búlgaríu klukkan 15 í dag.
Fyrir leikina er Ísland í ágætri
stöðu. Ísland er sem stendur í öðru til
þriðja sæti ásamt Finnum með fjögur
stig í F-riðli. Tékkar eru í efsta sæti
riðilsins með sex stig en Búlgaría í því
fjórða með tvö stig. Þrjú efstu lið rið-
ilsins fara áfram í milliriðla og taka
með sér stigin úr forkeppnisriðlinum
áfram upp í millriðilinn. Sem stendur
bendir margt til þess að Bosnía,
Frakkland og Rússaland verði and-
stæðingar þeirra liða sem fara áfram
úr forkeppnisriðli þeim sem íslenska
liðið er í.
Leikirnir gegn Búlgaríu og Finn-
landi eru því gríðarlega mikilvægir.
Sigur á Búlgaríu tryggir Íslandi þátt-
tökurétt í milliriðlum. Tapi íslenska
liðið aftur á móti leiknum í dag þarf
það að vinna finnska landsliðið og
treysta um leið á að Búlgaría tapi fyrir
Tékklandi á sama tíma.
Hjálpar að Tryggvi geti æft með
Í viðtali við Morgunblaðið áður en
haldið var til Búlgaríu sagðist lands-
liðsþjálfarinn Craig Pederson vera
ánægður með undirbúning landsliðs-
ins undanfarna daga. „Undirbúning-
urinn hefur gengið vel. Það munar
miklu að Tryggvi [Snær Hlinason] æf-
ir með okkur í fjóra daga en ekki í tutt-
ugu mínútur eins og hefur gerst fyrir
undanfarna leiki. Mikilvægt að leik-
mennirnir venjist að spila með honum
í sókn jafnt sem vörn. Ég held að það
muni hjálpa okkur mikið þegar á
hólminn verður komið,“ sagði Ped-
erson.
Þegar Pederson var beðinn um að
leggja mat á möguleika íslenska liðs-
ins gegn Búlgörum og Finnum sagði
hann að verkefnið væri mjög krefj-
andi: „Alltaf þegar þú spilar útileiki
eins og þessa þarftu að spila vel til
þess að vinna. En ég tel að ef við hitt-
um á góðan leik þá munum við vinna.“
Pavel Ermolinskij og Jón Arnór
Stefánsson verða ekki með að þessu
sinni vegna meiðsla. Í þeirra stað
komu Haukamennirnir Kári Jónsson
og Hjálmar Stefánsson inn í landsliðið.
Pederson segir að það sé mikill missir
að Jóni og Pavel: „Um er að ræða afar
reynda leikmenn. Þeir hafa báðir spil-
að erlendis í stórum deildum og tekið
þátt í mörgum stórum verkefnum með
landsliðinu og félagsliðum. Að sama
skapi kemur sá tími einhverntímann
þegar aðrir verða að taka við og öðlast
reynsluna af því að spila á erfiðum úti-
völlum. Eins og ég sagði þá hefði verið
gott að hafa þá en þeir eru það ekki
þannig að aðrir leikmenn verða að
stíga upp og spila vel,“ sagði Ped-
erson.
Kynslóðaskiptin eru hafin
Það er ljóst að sá kjarni sem fór með
íslenska landsliðið tvisvar í lokakeppni
Evrópumótsins er ekki að yngjast.
Jakob Örn Sigurðarson og Logi Gunn-
arsson eru hættir með landsliðinu og
Hlynur Stefánsson og Jón Arnór eiga
ekki mörg ár eftir. Spurður út í þessi
kynslóðaskipti sagði Craig að þau
myndu gerast fyrr en seinna:
„Reyndar er það svo að þessi kyn-
slóðaskipti eru þegar farin af stað.
Hlutverk Martins Hermannssonar og
Hauks Helga Pálssonar hafa stækkað
mikið á undanförnum árum og þá er
Tryggvi búinn að koma sterkur inn.
Núna þurfum við að ná næstu mönn-
um inn, byggja þá upp og láta þá öðl-
ast reynslu svo þeir geti komið inn í
liðið og haft sitt að segja,“ sagði Ped-
erson
Jón Arnór er ekki hættur
Jón Arnór Stefánsson, leiðtogi ís-
lenska landsliðsins á undanförnum ár-
um og íþróttamaður ársins 2014, er
ekki hættur að leika með íslenska
landsliðinu. Það staðfesti Hannes S.
Jónsson í samtali við Morgunblaðið en
Jón hafði sjálfur gefið það út að leik-
irnir gegn Búlgaríu og Finnlandi að
þessu sinni yrðu síðustu leikir hans
fyrir íslenska landsliðið.
„Jón Arnór er meiddur þessa stund-
ina og tekur ekki þátt í leikjunum
gegn Búlgaríu og Finnlandi. Hann
mun hins vegar vera með í leikjunum í
milliriðlakeppninni í september, ef af
þeim verður,“ sagði Hannes S. Jóns-
son, formaður Körfuknattleikssam-
bands Íslands.
Alltaf nauð-
synlegt
að leika vel
á útivelli
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Driffjöður Martin Hermannsson leikur stórt hlutverk í íslenska landsliðinu.
Mikilvægur leikur í Búlgaríu í dag
„Kæru stuðningsmenn! Við erum jafnvonsviknir og þið,“ seg-
ir í yfirlýsingu sem þýska landsliðið í knattspyrnu sendi frá
sér í gær eftir að liðið féll úr leik í riðlakeppninni á HM í
Rússlandi.
Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og er þetta í fyrsta
sinn í sögunni sem þeim mistekst að komast í útsláttarkeppni
heimsmeistaramótsins. „Heimsmeistarakeppnin er einungis
á fjögurra ára fresti og við vorum með háleit markmið. Okk-
ur þykir leitt að hafa ekki spilað eins og sannir heimsmeist-
arar. Það gerðum við hins vegar ekki og við erum réttilega úr
leik í ár. Stuðningur ykkar var frábær, bæði í Þýskalandi og í
Rússlandi. Við fögnuðum saman í Ríó 2014. Það er hins vegar
hluti af íþróttum að kunna að tapa og við viðurkennum fúslega að andstæðingar
okkar í Rússlandi voru betri en við. Við viljum óska Svíþjóð og Mexíkó til ham-
ingju með áfangann og Suður-Kóreu með sigurinn í gær. Við viljum líka þakka
Rússum fyrir gestrisnina,“ segir í yfirlýsingu leikmannanna. sport@mbl.is
Þýskir báðust afsökunar
Joachim
Löw
Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson átti ansi skrautlegan
fyrsta hring á Made in Denmark-mótinu sem fram fer í
Danmörku næstu daga og hófst í gær. Axel lék fyrsta
hringinn í gær á 74 höggum eða þremur höggum yfir
pari vallarins.
Axel fékk þrjá tvöfalda skolla, þrjá skolla og sex
fugla. Hann fékk því aðeins sex pör á fyrsta hringnum.
Axel er sem stendur í 100.-122. sæti mótsins, en 70 efstu
kylfingarnir fara í gegnum niðurskurðinn eftir að leik
lýkur á öðrum hring í dag. Ljóst má vera að það verður
við ramman reip að draga hjá Axel að verða í hópi
þeirra.
Joachim Hansen og Mark Haastrup frá Danmörku eru efstir ásamt
Marco Iten, frá Sviss, á sjö höggum undir pari.
Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu sem Axel hefur leikið tals-
vert á í vor og í sumar. sport@mbl.is
Litríkur hringur hjá Axel
Axel
Bóasson
Inkasso-deild kvenna
Fjölnir – Haukar.......................................0:4
Hildigunnur Ólafsdóttir 2., Sigurrós Eir
Guðmundsdóttir 32., Hildur Karítas Gunn-
arsdóttir 53., Þórdís Elva Ágústsdóttir 90.
ÍA – Sindri ...............................................11:0
Unnur Ýr Haraldsdóttir 4., 8., 23., 42., 47.,
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir 16., Bergdís
Fanney Einarsdóttir 29., 89., Maren Leós-
dóttir 52., Unnur Elva Traustadóttir 80.,
Erla Karitas Jóhannesdóttir 90.
Staðan:
Keflavík 5 4 1 0 15:4 13
Haukar 6 4 1 1 12:4 13
Fylkir 5 4 0 1 13:4 12
ÍA 7 4 0 3 17:10 12
Þróttur R. 5 3 1 1 8:7 10
ÍR 6 2 1 3 6:8 7
Aftureld./Fram 7 1 3 3 7:11 6
Hamrarnir 5 1 2 2 8:11 5
Fjölnir 7 1 0 6 9:18 3
Sindri 5 0 1 4 4:22 1
2. deild kvenna
Einherji – Völsungur ...............................0:2
Staðan:
Grótta 5 4 1 0 24:13 13
Augnablik 5 4 0 1 20:4 12
Tindastóll 4 3 0 1 13:3 9
Völsungur 6 3 0 3 10:12 9
Fjarð./Hött./Leikn.
4 2 1 1 16:8 7
Álftanes 4 1 2 1 10:10 5
Einherji 5 0 0 5 4:19 0
Hvíti riddarinn 5 0 0 5 2:30 0
4. deild karla A
KFR – KB ..................................................0:2
Berserkir – Snæfell/UDN ........................4:3
Staðan:
Hamar 6 4 2 0 9:4 14
Ýmir 6 4 1 1 18:6 13
Berserkir 6 4 0 2 15:10 12
Snæfell/UDN 6 3 0 3 13:8 9
Björninn 6 2 1 3 7:11 7
Stál-úlfur 6 2 1 3 9:14 7
KB 6 1 1 4 4:15 4
KFR 6 1 0 5 5:12 3
4. deild karla B
Hvíti riddarinn – Elliði .............................0:4
Reynir S. – Skallagrímur..........................3:2
Bandaríkin
Utah Royals – Seattle Reign ...................0:0
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
leikinn með Utah Royals.
KNATTSPYRNA
G-RIÐILL:
England – Belgía ......................................0:1
Adnan Januzaj 51.
Panama – Túnis ........................................1:2
Yassine Meriah 33. (sjálfsm.) – Fakhredd-
ine Ben Youssef 51., Wahbi Khazri 66.
Lokastaðan:
Belgía 3 3 0 0 9:2 9
England 3 2 0 1 8:3 6
Túnis 3 1 0 2 5:8 3
Panama 3 0 0 3 2:11 0
Belgía og England fara í 16-liða úrslit.
H-RIÐILL:
Japan – Pólland ........................................0:1
Jan Bednarek 59.
Senegal – Kólumbía .................................0:1
Yerry Mina 74.
Lokastaðan:
Kólumbía 3 2 0 1 5:2 6
Japan 3 1 1 1 4:4 4
Senegal 3 1 1 1 4:4 4
Pólland 3 1 0 2 2:5 3
Kólumbía og Japan fara áfram í 16-liða
úrslit.
Leikir í 16-liða úrslitum:
Laugardagur 30. júní:
Frakkland – Argentína ............................. 14
Úrúgvæ – Portúgal ................................... 18
Sunnudagur 1. júlí:
Spánn – Rússland...................................... 14
Króatía – Danmörk ................................... 18
Mánudagur 2. júlí:
Brasilía – Mexíkó....................................... 14
Belgía – Japan ........................................... 18
Þriðjudagur 3. júlí:
Svíþjóð – Sviss ........................................... 14
Kólumbía – England ..................................18
Leikir í 8-liða úrslitum:
Föstudagur 6. júlí:
Úrúgvæ/Portúgal – Frakkl./Argentína... 14
Brasilía/Mexíkó – Belgía/Japan............... 18
Laugardagur 7. júlí:
Spánn/Rússland – Króatía/Danmörk ...... 14
Svíþjóð/Sviss – Kólumbía/England ......... 18
Leikir í undanúrslitum:
Þriðjudagur 10. júlí:
Sigurliðin í föstudagsleikjunum............... 18
Miðvikudagur 11. júlí:
Sigurliðin í laugardagsleikjunum ............ 18
Leikur um bronsverðlaun:
Laugardagur 14. júlí:
Taplið undanúrslita í Pétursborg ............ 14
Úrslitaleikur:
Sunnudagur 15. júlí:
Sigurlið undanúrslita í Moskvu................ 14
HM2018
Íslensku U16 og
U18 ára landslið
karla og kvenna
leika um þessar
mundir á Norður-
landamótinu í
körfuknattleik í
Finnlandi. Öll fjög-
ur íslensku liðin
mættu finnsku liði
í gær og svo fór að
U16 ára lið
drengja vann sinn leik, en hin þrjú lið-
in töpuðu.
U16 ára lið drengja vann æsispenn-
andi leik, 97:95. Gabríel Bama var
stigahæstur í íslenska liðinu með 18
stig og þeir Ástþór Atli Svalason og
Sveinn Búi Birgisson skoruðu 16 stig
hvor. Íslenska U18 ára landslið karla
þurfti að sætta sig við grátlegt 77:75
tap þar sem Hilmar Pétursson skor-
aði 18 stig og Dúi Jónsson 12.
U18 ára lið kvenna tapaði 97:72.
Birna Valgerður Benonýsdóttir var
stigahæst í íslenska liðinu með 15 stig
og Kamilla Sól Viktorsdóttir, Anna
Ingunn Svansdóttir og Hrund Skúla-
dóttir skoruðu 10 stig hver.
Loks þurfti U16 ára lið stúlkna að
sætta sig við stórt 88:48-tap. Natalía
Jenný Lucic Jónsdóttir var stigahæst
með 14 stig og Helga Sóley Hreið-
arsdóttir gerði níu stig. Mótið heldur
áfram í dag og mæta íslensku liðin þá
liðum frá Eistlandi. sport@mbl.is
Einn sigur og þrjú
töp í Finnlandi
Birna Valgerður
Benónýsdóttir