Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
HM 2018
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Kólumbía og Japan komust áfram í
16-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í
knattspyrnu karla í Rússlandi í gær
þegar síðasta umferð í H-riðli fór
fram. Kólumbía vann Senegal 1:0 á
sama tíma og Japan tapaði með sömu
markatölu fyrir Pólverjum, sem þegar
voru úr leik á mótinu og léku upp á
fátt annað en heiðurinn í gær.
Kólumbía tók toppsæti riðilsins
með sex stig. Miðvörðurinn Yerri
Mina skoraði sigurmarkið á 74. mín-
útu þegar hann skallaði boltann í
mark Senegal af stuttu færi eftir fyr-
irgjöf.
Jan Bednarek skoraði sigurmark
Pólverja í sigrinum á japanska liðinu
sem gerði fátt til þess að rétta sinn
hlut í leiknum.
Úrslitin þýddu að Japan og Senegal
enduðu með jafnmörg stig, sömu
markatölu og sama árangur innbyrðis.
Japan fór hins vegar áfram í 16-liða
úrslit þar sem liðið er með færri refsi-
stig fyrir gul og rauð spjöld í leikjum
riðlakeppninnar en Sengalar.
„Svona eru reglurnar. Við verðum
að sætta okkur við þær en vissulega
hefðum við viljað falla úr keppni á
annan hátt,“ sagði Aliou Cissé, lands-
liðsþjálfari Senegal, daufur í dálkinn
eftir að ljóst varð að næsta verkefni
hans manna væri að pakka ofan í tösk-
ur og halda heim frá Rússlandi.
„Ég er stoltur af liði mínu. Þeir
lögðu sig fram í öllum leikjum keppn-
innar og undirstrikuðu að mínu mati
að framtíðina er þeirra.“
Adnan Januzaj tryggði Belgum sig-
ur á Englendingum með eina marki
leiksins á 51. mínútu í viðureign lið-
anna sem fyrir leikinn voru örugg um
sæti í 16-liða úrslitum. Leikurinn var
fyrir vikið nokkuð rólegur en fyrir-
fram var pískrað um að hvorugt liðið
hefði áhuga á að vinna leikinn. Ástæð-
an er e.t.v. sú að sigurlið þess riðils á á
hættu að mæta liði Brasilíu í átta liða
úrslitum komist það klakklaust í
gegnum 16-liða úrslitin.
Hvað sem þeim vangaveltum líður
þá var Gareth Southgate, landsliðs-
þjálfari Englendinga, vonsvikinn í
leikslok, ekki síst vegna þess að enska
liðinu lánaðist ekki að skora þrátt fyr-
ir upplagða möguleika. M.a. fékk Mar-
cus Rashford ágætt marktækifæri.
„Við fengum góð færi í seinni hálfleik
en því miður tókst ekki að skora. Það
var leiðinlegt að Rashford skoraði
ekki. Við viljum vinna alla leiki svo það
eru vonbrigði að tapa,“ sagði Sout-
hgate sem nú þarf að búa sína menn
undir leik við Kólumbíu í 16-liða úr-
slitum á þriðjudag í Moskvu. South-
gate sagði framundan vera stærsta
leik enska landsliðsins í áratug.
Túnis vann sinn fyrsta og eina sigur
á HM á móti Panama, 2:1, í hinum leik
G-riðils. Yessine Meriah kom Panama
yfir með sjálfsmarki á 33. mínútu en
Ben Youssef og Wahbi Khazri skor-
uðu fyrir Túnis og tryggðu sigurinn.
Ekkert verður leikið á heimsmeist-
aramótinu í dag. Á morgun hefjast 16-
liða úrslitin.
Senegalar bitu í súra eplið
AFP
Mark Adnan Januzaj í þann mund sem hann skoraði sigurmark Belga gegn Englendingum á HM í gær.
Japan fékk sæti í 16-liða úrslitum vegna háttvísi Belgar lögðu Englendinga
AFP
Áfram Hotaru Yamaguchi og félagar í japanska landsliðinu komust áfram.
AFP
Gleði Wahbi Khazri og félagar fagna sigurmarki Túnisbúa gegn Panama
Jose Pekerman, landsliðsþjálfari Kólumbíu, hefur áhyggjur
af stórstjörnunni James Rodríguez sem fór meiddur af velli
í 1:0-sigrinum á Senegal á HM í Rússlandi í gær. Með sigr-
inum tryggði Kólumbía sér sæti í 16-liða úrslitum eins og
kemur fram hér að neðan.
„Ég hef mjög miklar áhyggjur því fjarvera Rodríguez
getur orðið liði mínu erfið,“ sagði Pekerman um meiðsli
miðjumannsins á fréttamannafundi eftir leik. „Ég vil þó
ekki velta mér of mikið upp úr meiðslum hans heldur njóta
sigurstundarinnar,“ bætti Pekerman við.
Rodriguez var ekki í byrjunarliðinu á móti Japan í 1. um-
ferð, en kom inn í liðið á móti Póllandi í 2. umferð. Ekki er
ljóst hvort fyrri meiðsli hafa tekið sig upp hjá Rodríguez.
Kólumbíumenn mæta Englendingum í 16-liða úrslitum á HM á þriðjudaginn
Moksvu. Ljóst þykir að Rodríguez verði í kapphlaupi við tímann við að jafna
sig fyrir leikinn mikilvæga. sport@mbl.is
Er Rodríguez úr leik?
James
Rodríguez
Wayne Rooney hyggst ganga til liðs við bandaríska knatt-
spyrnufélagið D.C. United. Hjá félaginu skrifar hann undir
þriggja og hálfs árs samning . D.C. United leikur í banda-
rísku atvinnumannadeildinni, MLS-deildinni. Höfuðstöðvar
félagsins eru í Washington.
Félagaskiptin hafa legið í loftinu í talsverðan tíma en eftir
að Marco Silva tók við Everton-liðiu voru sumir enskir miðl-
ar búnir að gera því skóna Rooney yrði áfram hjá uppeldis-
félagi sínu. Hann hefur hins vegar ákveðið að reyna fyrir sér
í Bandaríkjunum eftir stutt stopp hjá Everton en hann samdi
aftur við félagið síðasta sumar eftir að hafa yfirgefið Man-
chester United eftir 13 ára dvöl
Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, sem og enska
landsliðsins. Hann byrjaði 27 leiki fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni á síð-
ustu leiktíð þar sem hann skoraði tíu mörk og lagði upp önnur tvö.
bjarnih@mbl.is
Rooney fer til United
Wayne
Rooney
Handknattleiksmarkvörðurinn
Selma Þóra Jóhannsdóttir hefur
gengið til liðs við Hauka frá Gróttu,
uppeldisfélagi sínu. Hjá Haukum tekur
Selma Þóra stöðu annars fyrrverandi
markvarðar Gróttu, Elína Jónu Þor-
steinsdóttur, sem í vor samdi við
danska B-deildarliðið Vendsyssel.
Baldur Þorleifs-
son stýrir kvenna-
liði Snæfells í
körfuknattleik í úr-
valsdeildinni á
næstu leiktíð.
Baldur tekur við
liðinu af Inga Þór
Steinþórssyni sem
hætti á dögunum
til þess að taka við karlaliði KR.
Baldur hefur verið aðstoðarþjálfari
Inga Þórs undanfarin ár. Vladimir Iv-
ankovic verður aðstoðarþjálfari Bald-
urs en hann var ráðinn þjálfari karla-
liðs Snæfells á dögunum.
Berglind Gunnarsdóttir, Gunnhildur
Gunnarsdóttir, Rebekka Rán Karls-
dóttir og Thelma Lund Hinriksdóttir
hafa allar framlengt samninga sína við
félagið og liðið ætlar sér stóra hluti í
úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Enska knattspyrnufélagið Chelsea
íhugar nú að leggja fram tilboð í Al-
isson, markmann Roma og brasilíska
landsliðsins. Alisson hefur verið sterk-
lega orðaður við Liverpool og Real Ma-
drid að undanförnu en nú hefur
Chelsea einnig blandað sér í baráttuna
um leikmanninn.
Roma vill fá í kringum 70 milljónir
punda fyrir markmanninn en það er
upphæð sem Liverpool er ekki tilbúið
að borga. Samkvæmt fréttum á Ítalíu
vill markmaðurinn helst fara til Real
Madrid, fari svo að hann yfirgefi
Roma. Chelsea er hins vegar tilbúið að
borga í kringum 60 milljónir punda
fyrir hann sem er meira en bæði Liver-
pool og Real eru tilbúin að greiða.
Alisson er einungis 25 ára gamall og á
því nóg eftir en hann kom til Roma ár-
ið 2016 frá Internacional í
heimalandinu. Hann á að
baki 29 landsleiki
fyrir Brasilíu en
Thibaut Co-
urtois,
mark-
maður
Chelsea,
hefur ekki vilj-
að skrifa undir
nýjan samning
við enska fé-
lagið og er því
að öllum lík-
indum á för-
um.
Eitt
ogannað
Mjólkurbikar kvenna, 8-liða úrslit:
Fylkisvöllur: Fylkir –ÍBV ....................17.30
Valsvöllur: Valur – Grindavík ..............19.15
Jáverkvöllur: Selfoss – Stjarnan..........19.15
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Eimskipsv.: Þróttur R. – Leiknir R.....19.15
Ólafsvíkurvöllur: Víkingur Ó. – ÍA ......19.15
Hertzvöllurinn: ÍR – Haukar ...............19.15
2. deild karla:
Fjarðab.höllin: Leiknir F. – Höttur.....19.15
Vogabæjarv. : Þróttur V. – Afture. .....19.15
Vivaldivöllurinn: Grótta – Víðir ...........19.15
3. deild karla:
Fjölnisvöllur: V.Júpíters – Augnablik.19.15
Samsungvöllurinn: KFG – Ægir ..............20
Valsvöllur: KH – Dalvík/Reynir ...............20
Vopnafjarðarvöllur: Einherji - Sindri ......20
2. deild kvenna:
Bessastaðarv.: Álftanes – Augnablik ..19.15
Í KVÖLD!