Morgunblaðið - 28.06.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
Vísindi snúast
um samstarf
Verðlaun fyrir rannsóknir
Landspítali Allt byggist á rannsóknum og þróuðu starfi.
Sigurður Yngvi Krist-
insson, prófessor í blóð-
sjúkdómum við Læknadeild
Háskóla Íslands og sérfræð-
ingur á Landspítala, hlýtur
alþjóðleg
heið-
urs-
verðlaun
fyrir fram-
úrskar-
andi rann-
sóknir á
sviði mer-
gæxla.
Verðlaun-
in, sem
eru afhent
í fyrsta sinn, eru veitt af Al-
þjóða mergæxlissamtök-
unum sem eru samtök lækna
og vísindamanna sem leita
að lækningu á mergæxli sem
er til þessa ólæknandi sjúk-
dómur. Verðlaunin eru
kennd við Brian Durie, sem
er stjórnarformaður Alþjóða
mergæxlissamtakanna og
frumkvöðull í meðferð
krabbameina hjá meðferð-
arstöð í Los Angeles.
„Það er mikill heiður að
vera fyrsti móttakandi þess-
ara virtu verðlauna Alþjóða
Sigurður Yngvi
Kristinsson
mergæxlissamtakanna,“ seg-
ir Sigurður Yngvi sem tók
við verðlaununum í Stokk-
hólmi nú nýlega. Hann fer
nú fyrir stórum hópi vísinda-
manna og nemenda við Há-
skóla Íslands og Landspítala
sem rannsakar forstig merg-
æxla og framvindu sjúk-
dómsins í mannslíkamanum.
Í tengslum við rannsóknina
var hleypt af stokkum þjóð-
arátakinu Blóðskimun til
bjargar. Auk Háskólans og
Landspítalans koma
Krabbameinsfélagið og
Perluvinir – félag mergæxl-
issjúklinga á Íslandi að
þessu mikla átaki.
Heiður og hvatning
„Vísindi snúast um sam-
starf en ekki einstaklings-
framlag. Ég er svo ótrúlega
heppinn að vinna með frá-
bærum vísindamönnum í
rannsóknarhópi mínum sem
og öðrum framúrskarandi
vísindamönnum hérlendis og
út um allan heim. Þessi verð-
laun er hvatning fyrir okkur
að halda áfram,“ segir Sig-
urður Yngvi í frétt frá HÍ.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Flóttamenn Mikil neyð sem hjálparstofnanir láta sig varða.
ári stutt við tjaldsjúkrahús
Rauða krossins sem sinnir
læknisþjónustu vegna lík-
amlegra sjúkdóma og áverka
meðal Róhingja í flótta-
mannabúðunum. Alls hafa 24
sendifulltrúar Rauða krossins
á Íslandi starfað á sjúkrahús-
inu.
Erfið lífsreynsla
„Verið er að koma upp svo-
kölluðum öruggum rýmum
víða í flóttamannabúðunum en
þangað getur fólk leitað vegna
sálrænna vandamála. Margir
hafa upplifað afar erfiða lífs-
reynslu fyrir flóttann og á
flóttanum auk þess sem lífið í
flóttamannabúðunum getur
verið erfitt á sál og líkama.
Þetta verkefni er viðbót við
stuðning okkar við sjúkra-
húsið,“ segir Atli Viðar Thor-
stensen, sviðsstjóri hjálpar- og
mannúðarsviðs hjá Rauða
krossinum á Íslandi.
Rauði krossinn á Íslandi veitir
rúmlega 15 milljónir króna til
stuðnings Róhingjum í Bangla-
dess vegna heilbrigðisverk-
efnis í flóttamannabúðum á
svæðinu. Framkvæmd þess er
í höndum Rauða hálfmánans í
Bangladess, í samstarfi við
Rauða krossinn í Danmörku og
á Íslandi. Markmið er að veita
fólki sálrænan stuðning í kjöl-
far áfalla, svo sem ofbeldis og
flótta frá heimkynnum sínum.
Yfirfullar búðir
Sálrænn stuðningur Rauða
krossins gerir þolendum of-
beldis og átaka oft betur kleift
að takast á við daglegt líf og
þær áskoranir sem fylgja því
að búa í yfirfullum flótta-
mannabúðum. Um 700 þúsund
Róhingjar hafast nú við í flótta-
mannabúðum í Cox́s Bazar í
Bangladess.
Rauði krossinn á Íslandi hef-
ur frá því í september á síðasta
RKÍ að störfum í Bangladess
Styðja Róhingja
Vegna aukinna verkefna leitar Atelier
að starfsmönnum í eftirfarandi stöður.
Leitum eftir framsæknum einstaklingum til að starfa með okkur að skemmtilegum verkefnum.
Arkitektar
Lykil hæfnisþættir:
• Góð kunnátta í Revit og autocad forritum
• Reynsla af hönnun bygginga, verkteikningar, deili, innréttingateikningar
• Arkitekt 1. Æskilegt að viðkomandi hafi hið minnsta 5 ára starfsreynslu
• Arkitekt 2. Æskilegt að viðkomandi hafi hið minnsta 2 ára starfsreynslu
og hafi góða kunnáttu í gerð þrívíddarmynda
• Innanhúsarkitekt. Æskilegt að viðkomandi hafi hið minnsta 3 ára starfsreynsla
Byggingafræðingar
Lykil hæfnisþættir:
• Góð kunnátta í Revit, Autocad forritum, gerð útboðsgagna, magntaka, excel
• Reynsla af hönnun bygginga, verkteikningar, deili.
• Byggingafræðingur 1. Æskilegt að viðkomandi hafi hið minnsta 5 ára starfsreynslu
• Byggingafræðingur 2. Æskilegt að viðkomandi hafi hið minnsta 2 ára starfsreynslu
Leitað er að umsækjendum sem geta unnið sjálfstætt, séu sveigjanlegir á álagstímum og
vinna vel í hóp.
Áhugasamir sendi ferilskrá á info@atelier.is fyrir 1. ágúst 2018.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Öllum umsækjendum verður svarað.
ARKITEKTAR
Á Tálknafirði búa um 250 íbúar. Atvinnulíf í sveitar-
félaginu er fjölbreytt og skólastarf öflugt, grunnskóli,
leikskóli og tónskóli. Gott íþróttahús og sundlaug.
Viðkomandi þarf að eiga góð samskipti fyrir hönd
sveitarfélagsins og vera talsmaður þess í sam-
skiptum við íbúa, fjölmiðla, viðskiptavini og
opinbera stjórnsýslu.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á uppbyggingu sam-
félagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun
þar sem framundan er stefnumarkandi vinna og
mótun framtíðarsýnar í öllum málaflokkum.
Starfssvið:
• Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins
og sér um framkvæmd ákvarðana sem teknar eru
af sveitarstjórn.
• Sveitarstjóri undirbýr og situr fundi sveitarstjórnar
og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.
• Sveitarstjóri hefur yfirumsjón með skipulagi og
virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfs-
mannamálum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og
sveitarstjórnarmálum er æskileg.
• Þekking og reynsla af stefnumótun er kostur.
• Framúrskarandi leiðtogahæfni og hæfni í
mannlegum samskiptum.
• Góðir skipulagshæfileikar og metnaður til árangurs.
• Hæfni í að tjá sig í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til 9. júlí 2018.
Umsóknum skal skilað á netfangið
oddviti@talknafjordur.is.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.
Upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir,
oddviti í síma 846 4713.
Starf sveitarstjóra í Tálknafjarðarhreppi er laust til umsóknar og er leitað að
kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni.
Sveitarstjóri á Tálknafirði
Við mönnum
stöðuna
www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónulega ráðgjöf.