Fréttablaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 14
Nýjast Fram - Akureyri 26-25 Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7, Aron Gauti Óskarsson 4, Bjarki Lárusson 4, Valdi- mar Sigurðsson 3, Þorgrímur Smári Ólafs- son 3, Andri Þór Helgason 2, Svavar Kári Grétarsson 2, Viktor Gísli Hallgrímsson 1. Akureyri: Ihor Kopyshynskyi 6, Gunn- ar Valdimar Johnsen 5, Brynjar Hólm Grétarsson 4, Friðrik Svavarsson 3, Hafþór Vignisson 3, Patrekur Stefánsson 2, Valþór Atli Garðarson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1. Stjarnan - KA 31-21 Stjarnan: Egill Magnússon 11, Leó Snær Pétursson 5, Hjálmtýr Alfreðsson 4, Aron Dagur Pálsson 3, Ari Magnús Þorgeirsson 3, Starri Friðriksson 2, Garðar Sigurjónsson 2, Birgir Steinn Jónsson 1. KA: Tarik Kasumovic 8, Andri Snær Stefánsson 3, Allan Norðberg 3, Sigþór Árni Heimisson 2, Jón Heiðar Sigurðsson 1, Áki Egilsnes 1, Einar Birgir Stefánsson 1, Dagur Gautason 1, Sigþór Gunnar Jónsson 1. Grótta - Haukar 22-31 Grótta: Ágúst Emil Grétarsson 5, Sveinn Jose Riviera 4, Árni Benedikt Árnason 3, Gellir Michaelsson 3, Alexander Jón Másson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1, Hannes Grimm 1, Bjartur Guðmundsson 1, Gunnar Hrafn Pálsson 1. Haukar: Heimir Óli Heimisson 7, Orri Freyr Þorkelsson 7, Daníel Ingason 5, Atli Már Báruson 4, Adam H. Baumruk 3, Halldór Ingi Jónasson 3, Brynjólfur S. Brynjólfsson 2.. Olís-deild karla Selfoss - Ribnica 32-26 Mörk Selfoss: Alexander Már Egan 8, Einar Sverrisson 6, Elvar Örn Jónsson 5, Hergeir Grímsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 4, Haukur Þrastarson 3, Árni Steinn Steinþórsson 2. Selfoss fer áfram á 59-56 sigri samanlagt og er komið í 3. umferð EHF-bikarsins. Pays d’Aix - ÍBV 36-25 Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 9, Kristján Örn Kristjánsson 6, Sigurbergur Sveinsson 3, Dagur Arnarson 3, Fannar Þór Friðgeirsson 1, Friðrik Hólm Jónsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Kári Kristján Krist- jánsson 1. Pays d’Aix fer áfram á 59-49 sigri samanlagt. SL Benfica - FH 37-32 Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6, Einar Rafn EIðsson 4, Ágúst Birgisson 4, Jóhann Birgir Ing- varsson 4, Birgir Már Birgisson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1, Jóhann Kaldal Jóhannsson 1. FH - SL Benfica 31-34 Mörk FH: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8, Jóhann Birgir Ingvarsson 6, Ásbjörn Frið- riksson 3, Einar Rafn Eiðsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 2, Birgir Már Birgisson 2, Hlynur Jóhannsson 2, Jóhann Kaldal Jóhannsson 2, Ágúst Birgisson 1, Birkir Fannar Bragason 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1 . Benfica vinnur sigur, 71-63 samanlagt. EHF-bikar karla Handbolti Selfoss tryggði sér sæti í 3. umferð EHF-bikars karla í hand- bolta með 32-26 sigri á Riko Ribn- ica, toppliðinu í Slóveníu, á laugar- daginn. Selfoss tapaði fyrri leiknum ytra, 30-27, en vann einvígið 59-56. Á sama tíma féllu FH og ÍBV úr leik í sömu keppni og er Evrópuævintýri þeirra því lokið þetta árið. Hafnfirðingar mættu portúgalska liðinu Benfica ytra tvisvar um helg- ina. FH-ingar seldu heimaleikjarétt- inn til Benfica og fóru báðir leikirnir fram í Portúgal. FH lék vel í sóknarleiknum í báðum leikjunum gegn Benfica um helgina en öflugur sóknarleikur Portúgalana reyndist hausverkur sem FH tókst ekki að leysa. ÍBV tók eins marka forskot til Frakklands þar sem þeir mættu liði Pays d’Aix undir stjórn frönsku goðsagnarinnar Jerome Fernan- dez. Eyjamönnum tókst að halda í við Frakkana framan af en öflugur sprettur franska félagsins undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni gerði út um vonir ÍBV. Selfoss verður því eina íslenska liðið þegar dregið verður í næstu umferð Að sögn Patreks Jóhannes- sonar, þjálfara Selfoss, var lykillinn að sigri þeirra öflug framliggjandi vörn sem kom gestunum í opna skjöldu. „Það er svolítið síðan við í þjálfara- teyminu ákváðum að spila 3-3 vörn á þá hérna heima. Það sló þá aðeins út af laginu og það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki spila með auka- mann í sókninni,“ sagði Patrekur í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í Hleðsluhöllinni á laugardaginn. Selfyssingar leiddu allan leikinn en Slóvenarnir héngu í skottinu á þeim lengi vel. Riko Ribnica minnkaði muninn í fjögur mörk, 22-18, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá tók Patrekur leikhlé og eftir það skoraði Selfoss tvö mörk í röð og komst aftur í lykilstöðu. Liðsheildin var sterk hjá Selfossi í leiknum í fyrradag. Markaskorið dreifðist vel, vinnslan í vörninni var til fyrirmyndar og markverðirnir, Pawel Kiepulski og Sölvi Ólafsson, voru góðir. Kiepulski varði vel í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í byrjun þess seinni. Þá kom Sölvi inn á og varði sjö af þeim 17 skotum sem hann fékk á sig (41%) það sem eftir lifði leiks. „Við vorum hættulegir í öllum stöðum,“ sagði Patrekur. „Það áttu allir góðan leik og enginn sem var út úr kortinu.“ Í næstu umferð EHF-bikarsins eru stórlið eins og Kiel, Magdeburg, Aalborg og Füchse Berlin í pott- inum. „Ég var búinn að segja við vin minn Viktor Szilágyi [íþróttastjóra Kiel] að við myndum dragast á móti Kiel. Við vorum búnir að tala um það fyrir þó nokkru. Það yrði skemmtilegt,“ sagði Patrekur og glotti. Þeir Szilágyi þekkjast vel, spiluðu saman hjá TUSEM Essen og Patrekur þjálfaði Szilágyi svo í austurríska landsliðinu. ingvithor@frettabladid.is Selfoss getur mætt stórliðum handboltans í næstu umferð Selfoss var eina íslenska liðið sem komst á næsta stig EHF-bikarsins um helgina með sex marka sigri á slóv- enska félaginu Riko Ribnica á heimavelli sínum. Andstæðingar FH og ÍBV reyndust númeri of stórir. Pat- rekur segist hafa það á tilfinningunni að þýska stórveldið Kiel verði næsti andstæðingur Selfyssinga. Patrekur vonast til að mæta Kiel í næstu umferð. FRéttABLAðið/EyþóR Stjörnur Sviss fengu að kynnast Laugardalsvelli Eina æfing svissneska landsliðsins á Íslandi fór fram á Laugardalsvelli í gær fyrir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Verður þetta í átt- unda skiptið sem Ísland og Sviss mætast og í fjórða sinn á Íslandi og er tölfræðin Íslandi ekki í hag. Ísland hefur náð einu jafntefli gegn Sviss, á haust- dögum 2013, en Sviss hefur unnið hina sex leikina og það sannfærandi. Markatalan er 19-5 Sviss í vil fyrir leik kvöldsins. FRéttABLAðið/AntOn BRinK Fótbolti Sigríður Lára Garðars- dóttir og stöllur í LSK leika til úrslita í norska bikarnum eftir sigur á Röa í vítaspyrnukeppni í undanúr- slitunum um helgina. Mæta þær Sandviken í úrslitaleiknum eftir sigur Sandviken gegn Klepp í víta- spyrnukeppni í gær. Svava Rós Guðmundsdóttir var í byrjunarliði Röa og skoraði eitt mark í leiknum fyrir Röa sem komst 3-0 yfir en glutraði niður forskotinu. Þurfti því að grípa til vítaspyrnu- keppni. Svava steig sjálf á punktinn en skot hennar fór í slána. – kpt Sigríður og LSK í úrslitaleikinn Ég var búinn að segja við íþrótta- stjóra Kiel að við myndum dragast á móti þeim í næstu umferð. Patrekur Jóhannesson 1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M Á n U d a G U r14 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 1 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 2 -8 B 5 C 2 1 1 2 -8 A 2 0 2 1 1 2 -8 8 E 4 2 1 1 2 -8 7 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.