Fréttablaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 6
Original Formula styður við og styrkir • eðlilega starfsemi hjarta- og æðakerfisins • ónæmiskerfið 100% lífrænn, lyktarlaus og fer vel í maga fylgdu hjartanu DÓMSMÁL Fimm dómþolar af átta í umfangsmesta fjársvikamáli íslenskrar réttarsögu hafa áfrýjað dómnum og krefjast sýknu þar sem meint brot þeirra hafi verið fyrnd. Þetta kemur fram í greinargerðum verjenda þeirra fyrir Landsrétti. Aðalmeðferð fer fram á föstudag. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í apríl í fyrra. Fólkið var þá sakfellt fyrir hátt í 300 milljóna fjársvik og pen- ingaþvætti, sem átti sér stað árin 2009-2010, en þyngd refsinga var á bilinu þriggja mánaða til fjögurra ára fangelsi. Allar voru þær bundnar skilorði til þriggja ára sökum þess hve langan tíma meðferð málsins tók hjá lögreglu og ákæruvaldi. Hið stolna fé hefur aldrei fundist. Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður Ríkis- skattstjóra (RSK), hlaut þyngstan dóm fyrir brot í opinberu starfi og peningaþvætti. Tók hann á móti skráningum tveggja félaga á virðis- aukaskattskrá og samþykkti til- hæfulausar virðisaukaskattskýrslur þeirra. Afleiðingin var sú að félögin fengu alls 278 milljónir endur- greiddar frá ríkinu. Næstþyngstan dóm hlaut Stein- grímur Þór Ólafsson, þrjátíu mán- aða fangelsi, fyrir peningaþvætti en hann skipulagði hvernig staðið yrði að úttekt hins illa fengna fjár af reikningum félaganna tveggja. Hvor- ugur þeirra áfrýjaði dómi sínum. Hið sama gildir um 42 ára karlmann sem játaði brot sín í héraði. Þá voru hin sakfelldu ekki dæmd til að endur- greiða hinn ólögmæta ávinning þar sem Steingrímur sagði fyrir dómi að hann hefði afhent óþekktum manni þá. Aðrir sem sakfelldir voru áfrýja hins vegar dómnum og gera kröfu um sýknu af kröfum ákæruvaldsins. Sú krafa er í flestum tilfellum byggð á þeim grunni að meint brot þeirra hafi verið fyrnd þegar dómur var kveðinn upp í héraði. Dæmd brot í héraðsdómi stóðu yfir frá september 2009 til sumars- ins 2010. Rannsókn lögreglu hófst á haustmánuðum þess árs. Í upphafi árs 2011 hægðist mjög á rannsókn- inni og lýsir einn verjandi því að hún hafi „verið í skötulíki“ frá þeim tíma og þar til ákæra var gefin út í mars 2016. Í millitíðinni, í júní 2014, voru rannsóknargögn send ákæruvaldi. Ástæðan fyrir skilorðsbindingu dóma í héraði var þessi dráttur en ekki var vikið að sjónarmiðum um fyrningu brota þó verjendur hafi komið inn á þau í málflutningi sínum. Í almennum hegningarlögum segir að fyrningarfrestur brota rofni þegar rannsókn sakamáls hefst. Þó segir að rannsókn rjúfi ekki frestinn ef hín stöðvast um óákveðinn tíma. Það hafi tvímælalaust gerst í þessu máli og því rétt að sýkna ákærðu. joli@frettabladid.is Telja meint brot í hundraða milljóna fjársvikamáli fyrnd  Dómþolar í umfangsmesta fjársvikamáli sögunnar telja að rannsókn á brotum þeirra hafi stöðvast um ótilgreindan tíma og því hafi rannsóknin ekki rofið fyrningu. Höfuðpaurar málsins áfrýja ekki. Ríflega 200 milljóna ávinningur brotanna hefur aldrei fundist. Aðalmeðferð í áfrýjuðu máli í Landsrétti á föstudaginn. Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjaness. Allir dómar í málinu voru skilorðsbundnir vegna þess hve lengi það dróst. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Áfrýjaðir dómar B, 44 ára karl, var sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við 17 milljónum króna í plastpoka á veitingastað í Kópa- vogi. Árin 2009 til 2010 námu op- inberar og rekjanlegar greiðslur hans tæpum 14 milljónum en útgjöld 39 milljónum. Hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Guðrún Halla Sigurðardóttir, 43 ára, var sakfelld fyrir að hafa þegið allt að 3,5 milljóna þóknun fyrir að hafa tekið út af reikn- ingum félaganna 133 milljónir í reiðufé í 83 úttektum í mismun- andi útibúum. Hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. U, 40 ára karl, hlaut fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa þegið 250 þúsund króna þóknun fyrir að taka tæpar fjór- tán milljónir af hinu illa fengna fé af reikningum félagsins Ólafsson- heildverslun. Talið peningaþvætti af gáleysi. S, 50 ára kona, var sakfelld í hér- aði fyrir peningaþvætti af gáleysi með því að hafa tekið tæpar tutt- ugu milljónir af hinu illa fengna fé af bankareikningi félagsins. Sagði fyrir dómi að hún hefði ekki vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Z, 44 ára karl, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot. StjÓrnMÁL  „Það er óásættanlegt að rekstrargrundvelli fyrirtækja á Vestfjörðum, sem og annars staðar á Íslandi, sé kippt undan þeim eins og staðan er nú í íslensku fiskeldi,“ segir bæjarstjórn Bolungarvíkur í nýrri bókun. Bæjarstjórnin, sem vitaskuld er að vísa til tveggja úrskurða um ógild- ingu leyfa fyrir laxeldi fyrir vestan, segir að  Vestfirðingar þekki það „alltof vel að framfaramál í fjórð- ungnum séu stöðvuð af óljósum, tæknilegum ástæðum,“ eins og segir í bókuninni. „Það er ólíðandi að íbúar í Vestur- byggð og Tálknafirði séu skildir eftir í mikilli óvissu og nauðsynlegt að þetta fólk fái afdráttarlausan stuðning stjórnvalda. Nú er málið komið á þann stað að aðgerða er þörf,“ segir bæjarstjórnin. Fiskeldi sé umhverfisvænt og geti orðið einn af hornsteinum íslensks atvinnulífs. „Ekki hefur verið farið fram á annað en að uppbyggingin verði í sátt við náttúru og að uppfylltum skilyrðum,“ segir bæjarstjórnin sem skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að skapa umgjörð um fiskeldi á Íslandi sem „gerir því kleift að vaxa til framtíðar án sífelldra áfalla, vandamála og uppákoma eins og samfélagið hefur orðið vitni að undanfarna daga og vikur.“ – gar Bæjarstjórn Bolungarvíkur segir óvissu í fiskeldi vera ólíðandi Bolvíkingar segja fiskeldi vera um- hverfisvæna atvinnugrein. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI DÓMSMÁL Tveir menn, Baldur Kol- beinsson og Trausti Rafn Hendriks- son, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. Brotaþolinn er ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákært sé fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ákvæðið tekur til líkamsárása sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsu- tjón eða teljast sérstaklega hættulegar vegna þeirrar aðferðar sem beitt er. Brot gegn ákvæðinu geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Árásin á Houssin var gerð í íþrótta- sal fangelsisins og er sögð bæði skipu- lögð og hrottafengin. Houssin var fluttur á spítala í kjölfarið, nokkuð marinn og með brotnar tennur. Skömmu eftir árásina var Houssin vísað úr landi og gafst lögreglu ekki tóm til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Lögreglufulltrúi sem fór með rannsókn árásarinnar fékk upplýsingar í fjölmiðlum um að hann væri farinn af landinu. Ekki liggur fyrir hvort Houssin kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi en meðal sönn- unargagna eru  myndir úr eftirlits- myndavélum. Ákæran gegn mönnunum hefur ekki verið birt opinberlega og því ekki enn komið fram hvort hlutur beggja ákærðu í brotinu telst jafn- mikill. Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson eiga báðir nokk- urn sakaferil að baki. Þá hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagn- vart samföngum sínum. Hann hlaut 18 mánaða fangelsis- dóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða milli- bili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni. Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014 mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar.  – aá Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Hrottafengin árás var gerð á ungan hælisleitanda í íþróttasalnum á Litla- Hrauni. FRÉTTABLAÐIÐ/AnTon BRInk Vestfirðingar þekkja það alltof vel að framfaramál í fjórðungnum séu stöðvuð af óljósum, tæknilegum ástæðum. Bæjarstjórn Bolungarvíkur ÍtALÍA Sú framkvæmd ítalskra stjórn- valda að meina transkonu að breyta nafni sínu áður en kynleiðréttingar- ferli lauk fól í sér brot gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Konan hóf leiðréttingarferlið í maí 2001. Hún var þá skráð maður og bar karlmannsnafn. Samkvæmt lögum á Ítalíu gat hún ekki breytt nafni sínu fyrr en hún hafði fengið það ástimplað af stjórnvöldum að ferlinu væri lokið. Það var því ekki gert fyrr en í október 2003 en í milli- tíðinni hafði hún sótt um að breyta nafni sínu. Dómarar töldu einróma að það væri brot á 8. grein Mannrétt- indasáttmála Evrópu um verndun friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. – jóe Ítalía braut á rétti transkonu LögregLuMÁL  Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyra- vörð 26. ágúst. Maðurinn hefur verið í haldi frá því að hann var handtek- inn skömmu eftir árásina. Í úrskurðinum er árásinni lýst sem ofsafenginni. Fjórir menn hafi ráðist með offorsi á dyravörðinn og sá sem er í haldi sagður hafa kýlt ítrekað og sparkað í höfuð dyravarðarins sem er nú lamaður fyrir neðan höku. Enn er tveggja manna leitað vegna gruns um aðild að árásinni. – aá Enn í haldi eftir árás á dyravörð Árásin var á Shooters í Austurstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/AnTon BRInk 1 5 . o k t Ó b e r 2 0 1 8 M Á n u D A g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 1 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 2 -A 8 F C 2 1 1 2 -A 7 C 0 2 1 1 2 -A 6 8 4 2 1 1 2 -A 5 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.