Fréttablaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 38
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Brynjólfsson framkvæmdastjóri Verkfæralagersins, Kríuhólum 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 23. september á Tenerife. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 16. október kl. 13.00. Hrafnhildur Gunnarsdóttir Brynjólfur Gunnarsson Ásta Bjarnadóttir Tómas Haraldsson Selma Smáradóttir Móeiður Tómasdóttir Sara Brynjólfsdóttir Alma Brynjólfsdóttir Veislan var nú á laugardaginn og ég hélt upp á afmælið með heimatónleikum. Ég söng nokkur eigin lög en líka standarda. Það kom líka danshópur og dansaði með mér. Þetta var mikið fjör,“ segir Bergljót. Hún segir að á þessum tímamótum hafi núvitundin sjaldan verið meiri. „Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á. Það er ekkert sjálfgefið að maður fái að lifa þetta lengi. Ég hef misst ættingja, skólafélaga og æskuvinkonu fyrir aldur fram.“ Bergljót lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum þegar hún flaug af hest- baki. „Ég er þakklát fyrir að hafa náð bata. Ég brotnaði á tveimur hryggjar- liðum og gat ekki stigið í fæturna fyrst á eftir. Mér er enn þá illt í bakinu en það minnir mig bara á að ég er á lífi.“ Ellefta barnabók Bergljótar er nýkom- in út. Hún ber heitið Rosi fer í bað. „Bókin er um Rosa sem er rosaleg risa- eðla. Ég skrifaði hana fyrir tíu árum og hún var tilbúin til útgáfu en var frestað vegna hrunsins. Hún er búin að vera á lista hjá Forlaginu yfir bækur sem á að gefa út og nú var ákveðið að drífa í því.“ Bergljót segist halda að þetta sé fyrsta íslenska baðbókin. „Mér finnst mjög mikilvægt að börn kynnist bókaforminu mjög snemma og þetta er upplagt því um leið og þau geta farið að grípa í eða halda á hlutum geta þau skoðað þessa bók. Þótt flestum börnum þyki gaman að fara í bað er það ekki alltaf efst á óska- listanum. Þá getur verið gott að grípa í þessa bók.“ En það er fleira á döfinni hjá Berg- ljótu því að hún er líka leikstjóri Leik- hópsins Perlunnar. „Leikhópurinn fagnar bráðum 35 ára afmæli og af því tilefni hefur forsetinn boðið okkur á Bessastaði. Þar ætlum við að sýna honum nokkur létt ævintýri og dæmisögur. Ég hlakka mikið til og allir í hópnum eru spenntir.“ Bergljót fær hópinn svo í heimsókn til sín í vikunni til æfinga en einnig til að fagna fimmtugsafmælinu. „Það má segja að ég fái margfalt afmæli út úr þessu.“ Þann 11. nóvember mun Bergljót svo syngja ásamt kór á tónleikum í Sel- fosskirkju. „Stjórnandinn er búinn að útsetja tvö lög eftir mig fyrir kór. Ég hef ekki áður flutt lögin mín með kór og ég hlakka til að heyra útsetningarnar.“ sighvatur@frettabladid.is Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á Söngkonan og barnabókarithöfundurinn Bergljót Arnalds fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Hún er nýbúin að senda frá sér sína elleftu barnabók og hefur nóg fyrir stafni. Fram undan er leiksýning á Bessastöðum og tónleikar í Selfosskirkju. Bergljót Arnalds brotnaði á tveimur hryggjarliðum er hún flaug af hestbaki fyrir nokkrum árum en er hér á fílsbaki. MYND/ARI Merkisatburðir 1674 Torsåker nornaréttarhöldin í Svíþjóð hefjast. 71 er hálshöggvinn eða brenndur á báli 1866 Stórbruni í Quebec í Kanada eyðileggur 2.500 hús. 1878 Rafmagnsljósafyrirtæki Edisons, Electric Light Company, er stofnað. 1880 Lokið við byggingu dómkirkjunnar í Köln í Þýsklandi, 633 árum eftir að framkvæmdir hófust. 1889 Aðallestarstöðin í Amsterdam formlega opnuð. 1904 Japanir brjóta sókn Rússa á bak aftur í orrustunni um Shaho. Japanir missa 16 þúsund menn og hjá Rússum falla sextíu þúsund í valinn. 1941 Fyrstu fjöldanauðungarflutningar gyðinga til Austur- Evrópu. 1944 Flokkur þjóðernissinna nær völdum í Ungverjalandi. 1951 Egypska þingið fellur frá samkomulaginu um Suez- skurðinn. 1958 Sovétríkin gera tilraun með kjarnorkusprengju á Novaya Zemlya. 1970 Brú yfir ána Yarra í Melbourne í Ástralíu hrynur og 35 farast. 1975 Ísland færir landhelgi sína úr 50 í 200 mílur. 1976 Bítillinn Ringo Starr sendir frá sér smáskífu með laginu A Dose of Rock ’n’ Roll. 1997 Bandaríkin senda á loft kjarnorkuknúna farið Cassini sem stefnt er á Satúrnus. 2011 Lególand opnar stærsta garð sinn í Winter Haven í Flórída. Ringo Starr með félögum sínum í The Beatles. Harka var í landhelgisdeilunni við Breta. Hermann Göring, æðsti yfirmaður þýska flughersins og stofnandi Gesta- po, hinnar illræmdu leynilögreglu í Þýskalandi nasismans, stytti sér aldur á þessum degi árið 1946. Göring gekk í Nasistaflokkinn eftir að hann kynntist Adolf Hitler, stofnanda flokksins. Göring særðist illa eftir mis- heppnaða valdaránstilraun Hitlers og nasistahyskis hans. Eftir þetta varð Göring háður verkjalyfjum. Hitler gerði Göring að pólitískum ráð- gjafa sínum árið 1930 og eftir að Hitler komst á valdastól fékk Göring meðal annars stórt hlutverk í að skipuleggja útrýmingarbúðir fyrir andstæðinga foringjans. Bandarískir hermenn tóku Göring höndum 8. maí 1945. Þá var nasista- foringinn settur í fangabúðir og látinn fara í megrun og afeitrun. Gefin var út ákæra á hendur honum í október sama ár. Göring var háttsettasti nasistafor- inginn sem sætti ákæru fyrir stríðsglæpi í Nürnberg-réttarhöldunum. Hermann Göring var dæmdur til dauða 1. október 1946 og átti að hengj- ast. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en fullnægja átti dómnum svipti Göring sig lífi með blásýruhylki. Þ Etta g E R ð i St : 1 5 . o któ B E R 1 9 4 6 Hermann Göring gleypti blásýruhylki Hermann Göring var handsamaður í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á. Það er ekkert sjálfgefið að maður fái að lifa þetta lengi. 1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M Á N U D A G U r18 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 1 2 -8 1 7 C 2 1 1 2 -8 0 4 0 2 1 1 2 -7 F 0 4 2 1 1 2 -7 D C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.