Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 2
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það er ekki alltaf tekið út með
sældinni að vera lítið barn í bíl.
Lesendur muna eflaust sjálfir eftir
því að hafa þurft að láta sér leiðast
í aftursætinu, stundum með bíl-
veiki og stundum í spreng að kom-
ast á klósettið, og með fátt annað
að gera en að horfa á fjöllin í
fjarska og hlusta á útvarpið. Það
mæðir líka á fullorðna fólkinu,
enda fátt leiðinlegra en að vera
fastur í bíl í margar klukkustundir
með pirruðum krakka.
Dóra Magnúsdóttir, umsjón-
arkona Fjölskylduvefs mbl.is, er
dugleg að ferðast um landið með
fjölskyldunni. Hún á fimm börn á
aldrinum 9 til 24 ára og segir
ferðalög alltaf hafa verið helsta
áhugamál og ástríðu fjölskyld-
unnar. „Öll tækifæri eru nýtt,
skíðaferðalög og sleðaferðir á vet-
urna, sumarbústaðaferðir, stuttar
fjallgöngur og gönguferðir í ná-
grenni borgarinnar, sund-, skáta-
og fótboltamót, útilegur og húsa-
skipti í útlöndum þar sem bíll
fylgir með í skiptum,“ segir hún.
„Eiginlega bara öll ferðalög nema
hangs á sundlaugarbökkum suð-
rænna hótela, sem þó hefur verið
prófað en vakti enga sérstaka
lukku.“
Bílablaðið bað Dóru um að deila
nokkrum góðum ráðum til að gera
fjöslkyldubíltúrinn ánægjulegri
jafnt fyrir foreldra og börn:
Gera ekkert: Það er gott að
hvetja börnin til að gera ekkert. Ef
þau eiga erfitt með það, þá má
byrja stutt og auka smám saman
tímann því það að horfa bara út
um gluggann er ágætis hugleiðsla.
En um leið getur hugleiðsla verið
þeim erfið sem ekki eru vanir og
mörg börn gera of lítið af því að
gera ekkert. Hvetja ætti börnin til
að slaka og horfa og skikka þau ef
þarf. Þau hafa gott af því að reyna
að vera bara til og horfa út um
gluggann og virða fyrir sér fjöll,
kindur, hesta, ár, fjöll, ský og tún.
Það getur líka hjálpað lengja tím-
ann sem horft er út um gluggann
að hafa heyrnartól á kollinum og
hlusta á meðan ekið er.
Orðaleikir: Adam var svo sem
ekki endalaust í Paradís – að horfa
slakur út um gluggann! Einn
ótrúlega einfaldur
leikur er Ég sé (e.
I spy with my
little eye). Þegar
ómegðin er óánægð
þá segir maður: „Ég
sé eitthvað sem
byrjar á „s“ (ský) …
og svo er byrjað að
giska. Ef lítið er að
sjá út um gluggann
má velja það sem er
inni í bílnum. Þessi
einfaldi leikur bindur
athygli foreldra og for-
ráðamanna og barna
saman og tengir alla í
bílnum með einföldum
hætti. Stundun þarf að
gefa vísbendingar; annaðhvort
næsta staf í orðinu eða meiri upp-
lýsingar um fyrirbærið. Aðrir ein-
faldir orðaleikir sem ekki kalla á
hluti eru Giska á manneskju; sem
er þá annaðhvort fræg manneskja
eða einhver sem allir í bílnum
þekkja. Svo er unnið áfram með já
og nei þar til uppgötvast hver hún
er. Samkvæmt ítarlegustu reglum
má bara fá 10 nei en reglurnar má
beygja. Svo er frúin í Hamborg
auðvitað bæði afar örlát, skemmti-
leg og sígild.
Spara snjalltækin: Margir redda
löngum bílferð-
um fjölskyld-
unnar með snjalltækjum
og -símum. Það er sjálfsagt að
taka slík tæki með og hafa þau
fullhlaðin en það er gott að nota
þau í hófi og grípa í þau þegar
önnur ráð hafa líka verið nýtt. Mín
reynsla er sú að börnin verða fyrr
ergileg ef þau eru eingöngu í
spjaldtölvu og líklegri til að njóta
ferðarinnar ef þau eru látin í friði
eða þau nota blandaðar leiðir til að
hafa ofan af fyrir sér.
Landafræðin: Skemmtilegasta
sagan sem ég man eftir frá akstri
er frá 2014 þegar við vorum á
Hengilssvæðinu á leið í bústað. Ég
setti mig í kennarastellingar, benti
á Hengil og
sagði: „Þetta er eldfjall sem
gaus fyrir 2000 árum.“ Sonur minn
prófessorinn svaraði að bragði: „Þá
hefur Jesús verið 14 ára.“ Á tímum
snjallsíma og Google maps (og
Vegahandbóka – fyrir þá sem ekki
nýta sér tæknina – er ótrúlega ein-
falt að segja börnum eitthvað smá-
vegis frá ýmsum kennileitum; eld-
fjöllum, sögustöðum, bæjum,
þjóðsög-
um og fleira.
Hvar býr Grýla? Eftir
hvaða hval er Hvalfjörður
nefndur? Hver var Kola í Kolugl-
júfri? Af hverju var Akureyri köll-
uð danski bærinn? Njálsbrenna,
Örlygsstaðabardagi. Þetta er allt
saman til í stuttum útgáfum á net-
inu og einmitt betra að segja hlut-
ina oft og í stuttu máli.
Regluleg stopp og takmarkið
vegalengdir: Margir foreldrar
kannast við spurninguna: „Hvenær
erum við komin?“ til dæmis þegar
komið er fram hjá Rauðavatni á
leiðinni til Egilsstaða. Það fer bæði
eftir börnum og aldri þeirra hvað
þau þola langan akstur og því erf-
itt að gefa eitt ráð fyrir alla; nema
að taka sér almennt meiri tíma fyr-
ir ferðalög með börnum en án
þeirra og meiri tíma eftir því sem
börnin eru yngri og fleiri.
Stillið akstur inn á svefntíma
barnanna: Með yngstu börnin hefur
mér oft dugað vel að stilla svefn-
tíma þeirra yfir daginn fyrir akst-
ur. Stundum þegar við höfum
stefnt á langan samfelldan akstur,
s.s. til eða frá Akureyri í einum
rykk, höfum við lagt af stað að
kveldi eða um það bil á svefntíma
þeirra, til dæmis milli kl. 21 eða 22
og leyft þeim að sofa ferðalagið af
sér þó svo það komi niður á svefn-
tíma okkar foreldranna. Hvort sem
ekið er á svefntíma barnsins eða
ekki, er sjálfsagt að hafa auka-
kodda og teppi og halla sætunum
aftur þegar við á og lofa þeim að
hafa það eins kósí og hægt er á
akstri.
Bækur, myndasögublöð og
þrautabækur: Það eru til allskyns
hefti með þrautum og krossgátum
fyrir börn og fleira til að stytta
tímann á akstri. Og svo má auðvit-
að hvetja börnin til að lesa.
Myndasögur, svo sem Andrésblöð,
eru mögulega auðveldari aflestrar
en hefðbundnar bækur. Sum börn
eiga ekki í neinum erfiðleikum með
lestur og gera þrautir í bíl en ansi
mörg þeirra finna til svima eða bíl-
veiki. Leyfið börnunum að meta
sjálf hvað þau treysta sér til. Þau
geta mögulega aukið getu sína til
að skoða blöð og lesa smám saman.
Það er þó alltaf góð hugmynd að
hafa afþreyingartöskuna spennandi
og leyfa barninu að velja í hana.
Bílveiki: Bílveiki hrjáir sum börn
en ekki önnur og mikilvægt að
taka tillit til þessarar vanlíðunar.
Eitt barn getur verið illa haldið af
bílveiki meðan systkini þess finnur
aldrei fyrir neinu. Fyrir foreldra
sem eiga bílveik börn eru eftirfar-
andi þættir mikilvægir:
» Látið barnið snúa fram.
» Reynið að láta það horfa út um
gluggann og hlusta t.d. á tónlist
eða sögu í heyrnartólum frekar en
að lesa eða horfa á snjalltæki.
» Reynið að láta barnið borða eins
lítið og hægt er skömmu fyrir
akstur. Sjáið til þess að barnið hafi
borðað nokkrum klukkustundum
áður en lagt er í hann og sleppið
að gefa barninu að borða meðan á
akstri stendur eða gefið því létta
fæðu. Það getur jafnvel hentað í
erfiðum tilfellum að gefa barninu
bara hlaup og safa meðan á akstri
stendur; bara ekkert sem eykur
ógleði. Alltaf skyldi forðast algengt
vegafæði eins og ís, pylsur, ham-
borgara og þess háttar. Frost-
pinnar gætu þó hentað.
» Ef bílveiki er verulegt
vandamál skyldi alltaf ræða
hana við lækni áður en lagt
er af stað og meta hvort barn-
ið skuli taka bílveikitöflur, plástra
eða annað.
Nestið: Það er skynsamlegt að
taka ívið meira með af nesti en
minna og muna eftir litlum rusla-
pokum fyrir rusl. Fyrir þá sem
leggja mikið upp úr úr hreinum
bílum er ágætis þumalputtaregla
að sleppa kexi, brauði og þess hátt-
ar matvælum sem mylsna fellur til
af. Bananar, epli, hnetur og þurrk-
aðir ávextir eru fyrirtaks bílanesti.
Best er hinsvegar að hafa í huga
að æja til að borða og venja ekki
börnin á endalaust át í bíl sem get-
ur auðveldlega orðið að dægra-
styttingu. Munið að hafa alltaf
vatnsbrúsa með því vatn í litlum
mæli getur slegið á bílveiki auk
þess sem það er alveg óþarfi að
hafa þyrst börn í bíl.
Til að gera góðan
fjölskyldubíltúr betri
Það getur verið hollt fyrir börnin að læra að láta sér leiðast örlítið og snjalltækin eru ekki endilega trygging fyrir ánægjulegum bíltúr.
Draga má úr líkunum á bílveiki með ýmsum leiðum og hægt að nota ferðina til að fræða smáfólkið og spila með því skemmtilega leiki.
Griswold fjölskyldan í frægum bíltúr. Á ferð um þjóðvegina getur fjölskyldan skapað dýrmætar minningar.
Með því að pakka
réttu hlutunum
má róa magann,
skapa afþreyingu
og veita hvíld.
Dóra Magnúsdóttir undir stýri með
kátum krakkaskaranum. Fátt jafnast
á við bíltúr í góðum félagsskap.
2 | MORGUNBLAÐIÐ