Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 6
Eins og gengur með bíl af þessari
stærð, þá verður plássið aftur í frekar
lítið ef ökumaður og farþegi í fram-
sæti ákveða að breiða úr sér og láta
fara vel um sig, en plássið í aftursæt-
unum er þó vel viðunandi.
Eitt af smáatriðunum í innri hönn-
uninni eru „retro“-útblástursristar,
sem gætu verið ættaðar úr sígildum
bandarískum Kadilják. Stýringin á
loftræstingunni fannst mér bæði ein-
föld og gerðarleg, með tökkum úr
málmi – ekkert plastpjátur þar á ferð.
Áður en ég fer að ræða um akst-
urseiginleika og upplifun, þá er rétt
að fara nánar í saumana á innra byrð-
inu, því þar er svo sannarlega af
nægu að taka. Eins og ég minntist á
áðan þá er mús á milli sætanna, en
hluti af henni er hnúður sem maður
hvílir höndina á meðan fingurnir fá að
leika um snertiborðið. Þarna er hægt
að stjórna öllu tækniumhverfi bílsins
á afar léttleikandi hátt. Þarna skiptir
maður um útvarpsstöðvar, hækkar
og lækkar í hljóðinu, stillir á Blueto-
oth, stillir á íslenskt leiðsögukerfi,
tengist símanum og svo framvegis.
Þarna má jafnframt fletta í gegnum
ítarlega handbók bílsins sem er alfar-
ið rafræn, með upplýsingum um
hvaðeina sem að bílnum snýr. Þá er
hægt að stýra ýmsu er kemur að til-
lkynningum, eins og nálægð-
arnemum allt í kringum bílinn. Ná-
lægðarnemarnir komu mér í opna
skjöldu fyrst eftir að ég gaf bílnum
duglega inn á Vesturlandsveginum,
en þegar ég ætlaði mér að beygja yfir
á næstu akrein byrjaði lítill þríhyrn-
ingur á hliðarspeglinum að blikka í
gríð og erg. Þarna var bíllinn að
minna mig kurteislega á að bíll nálg-
aðist á mikilli ferð á vinstri akrein.
Það sama má segja um fjarlægð-
arnemann að framan, en hann lætur
mann vita ef ekið er of nálægt næsta
bíl. Allt þetta næmi er stillanlegt á
auðveldan hátt. Eins er rétt að minn-
ast á að mælaborðið/skjárinn er
snertiskjár, og ennfremur er hægt að
stýra mælaborðsviðmóti, útvarpi og
fleiru á stýrinu sjálfu.
Næturpakkinn kætir
Í raun er synd að hafa fengið þenn-
an bíl til reynslu um hásumar, því
næturpakkinn sem fylgir honum ætti
að kæta flesta. Ljósrendur liðast um
bílinn að innanverðu og hægt er að
láta þær skipta litum á ótal vegu og
gleðja þannig augað meðan á akstri
stendur.
Áður en ég kveð mælaborðið, sem
er sérlega aðgengilegt, þægilegt og
auðvelt að tileinka sér, þá má benda á
aksturstölvuna sjálfa þar sem er
hægt að sjá meðaleyðslu skipt niður á
mismunandi löng tímabil. Þar sá und-
irritaður að meðaleyðslan í prufu-
akstrinum var rúmir 6 lítrar á 100
km. Þá er í þessu viðmóti hægt að
velja fjórar forskráðar akstursstill-
ingar, og skiptir bíllinn á milli þeirra
eins og að drekka vatn á meðan mað-
ur er á ferð.
Ég fór með bílinn út á lélegan mal-
arveg og stóð hann sig ágætlega, og
ekkert betur eða verr en aðrir sam-
bærilegir bílar gera við slíkar að-
stæður. Á malbiki var vegahljóð í
meðallagi, helst til mikið kannski mið-
að við það sem maður hefði viljað sjá,
og heyra, í Benz, en þarna er rétt að
benda á að gæði íslenskra vega eru
kannski ekki þau sömu og í Evrópu.
Togið í bílnum er gott, 260 NM á
móti 116 hestafla vél, og hann hafði
enda gott og sportlegt viðbragð. Það
var því gaman að gefa honum aðeins
inn og það var ekki frá því að það
slægi mann smá „hraðablinda“ á köfl-
um, enda var A-Class á augabragði
kominn upp í þriggja stafa tölu úti á
vegi.
Plássið í skottinu er ágætt. Ekkert
varadekk fann ég í fljótu bragði en í
staðinn er boðið upp á kvoðu sem
hægt er að blása í skemmt dekk, sem
og loftdælu.
Ég opnaði húddið og í stuttu máli
var ekkert upp á það að klaga sem ég
sá þar undir, auk þess sem það gladdi
mig að pumpa heldur húddinu uppi.
Þörfum nútímamannsins er ríku-
lega fullnægt í bílnum, þar sem nægt
framboð er á USB-innstungum, auk
þess sem hægt er að hlaða síma
snúrulaust í farsímahólfinu fyrir
miðju, undir mælaborðinu.
Nálægðarnemarnir
komu mér í opna
skjöldu fyrst eftir að
ég gaf bílnum dug-
lega inn á Vestur-
landsveginum, en
þegar ég ætlaði mér
að beygja yfir á
næstu akrein byrjaði
lítill þríhyrningur á
hliðarspeglinum að
blikka í gríð og erg.
Þarna var bíllinn að
minna mig kurt-
eislega á að bíll nálg-
aðist á mikilli ferð á
vinstri akrein.
Rýmið í afturhluta bílsins er viðunandi fyrir bæði fólk og föggur af ýmsum gerðum.
Pláss fyrir farangur er ágætt miðað við stærð A-Class. Fella má aftursætin niður að hluta eða í heild sinni til að skapa meira rými. Í stað varadekks er kvoða til að sprauta í sprungið dekk.
Breyta má lögun sætanna með takka, en þó ekki færa þau rafrænt fram eða aftur.
Tæknin um borð er eins og
best gerist í þýskum bílum.
6 | MORGUNBLAÐIÐ