Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 13

Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 13
hefur tekist til. Persónulega finnst mér hann snotur, þó hjartað taki kannski ekki aukaslag við fyrstu sýn. Innan- dyra sver Mirai sig hins vegar í ætt við lúxusbíla með veglegum innréttingum og fyrirferðarmiklum margmiðl- unarskjám í mæla- borðinu og lunga- mjúkum leðursætum. Í sér- stöku uppáhaldi innandyra var hinsvegar þráð- laust hleðslutæki sem er að finna milli framsætanna, sem gerir það kleift að hlaða sím- ann án þess að dinglandi snúrur þvælist fyrir. Það sem kom kannski mest á óvart í þessum jómfrúarvetn- isbíltúr mínum er að Mirai er, tja, bíll. Það er ekkert sem stuðar, ekkert flók- ið, nema kannski að stilla sig um að gefa honum of hressilega inn ef langt er í næstu vetnisstöð. Það er nefnilega enginn að fara að mæta með brúsa ef maður tæmir tankinn úti í sveit. Öryggið á oddinn Mirai er búinn hinum ýmsu öryggis- atriðum, til dæmis akreinaskynjara sem varar ökumanninn við með hljóð- merki og sjónrænni viðvörun ef bíllinn byrjar að aka út úr akreininni án þess að stefnuljós hafi verið gefið. Árekstr- aröryggiskerfi notar ratsjá til að greina aðra bíla á veginum og varar ökumann við þegar hætta er á árekstri, og virkjar hemla sjálfkrafa takist ökumanninum ekki að hemla í tæka tíð. Þá er Mirai búinn sjálfvirkum hraðastilli (e. cruise control) með eins- konar „eltibúnaði“ sem nemur fjar- lægð frá næsta bíl og hægir ferðina ef þarf. Það verður að viðurkennast að undirrituð var ekki alveg tilbúin að treysta tölvunni til að forða árekstri á 140 kílómetra hraða á þýskri hrað- braut, en hún stóð sína plikt, og það örugglega betur en homo sapiens með misgóða athyglisgáfu. Eins og rafbræður hans er Mirai snöggur til og sprækur, sem er merki- legt miðað við að hann vegur um tvö tonn. Það var að minnsta kosti lítið mál að stinga af vöðvabensínháka og „spoilerkittin“ þeirra af á ljósum. Með góðri sam- visku að sjálfsögðu og umtalsvert minni látum. Mirai er nefnilega af- skaplega hljóð- látur. Á meðan það er augljós kostur er eins gott að horfa á hraðamælinn ætli maður að halda prófinu. Sé fólk vant að meta hraða út frá hávaða er auðvelt að detta í 120 í Ártúnsbrekkunni án þess að taka eftir því. Hef ég heyrt … Mirai er fyrirtaks bíll fyrir þá sem vilja gera sitt fyrir umhverfið án þess að fórna þægindum. Fjárhagslegur ávinningur af því að keyra á vetni er ekki jafn mikill og af rafmagnsbílnum. 100 grömm af vetni kosta 174 krónur, en það magn skilar manni álíka langt og lítri af bensíni sem kostar 215 krón- ur rúmlega. Mirai er fyrirtaks bíll fyrir þá sem vilja keyra á umhverfisvænni orku án þeirra takmarkana sem fylgja hefðbundnum rafmagnsbílum. Innréttingin er vegleg og minnir á lúxusbíl með mjúkum leðursætum. Í akstri og umgengni er hann eins og hver annar vandaður bensínbíll þó skottið sé ögn smærra vegna vetnisbúnaðar. Það er ekkert sem stuðar, ekkert flókið, nema kannski að stilla sig um að gefa honum of hressilega inn ef langt er í næstu vetnisstöð. Það er nefnilega enginn að fara að mæta með brúsa ef maður tæmir tank- inn úti í sveit. MORGUNBLAÐIÐ | 13 VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er þrifinn að innan sem utan, allt eftir þínum þörfum. Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Bónstöð opin virka daga frá 8-19, Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll) Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700 Toyota Mirai » 154 hestöfl, 335 Nm » Rafstýrð stiglaus gírskipt- ing » TFCS-vél m. efnarafal » 0,76 kíló/ 100 km í blönd- uðum akstri » Úr 0-100 km/klst. á 9,6 sek- úndum » Hámarkshraði 175 km/klst. » Framhjóladrifinn » P215/55WR17 dekk » Eigin þyngd: 1.850 kg » Farangursrými: 361 lítri » Koltvísýringslosun: 0 g/km » Mirai er sem stendur ein- ungis til leigu fyrir 155 þúsund á mánuði með VSK.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.