Morgunblaðið - 18.08.2018, Síða 1
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Brött Sandra María Jessen er
ánægð með niðurstöðuna.
Fyrst við fengum eitt af þessum
toppliðum var skemmtilegt að fá al-
vöru leik á móti einu af bestu lið-
unum. Auðvitað hefðum við haft
meiri möguleika ef við hefðum
fengið veikara lið. En ég held að
þetta sé skemmtilegt verkefni og
jákvætt að fá svona stórt lið til Ís-
lands.“
Fyrri leikurinn verður spilaður á
Þórsvelli 12. eða 13. september en
sá síðari verður ytra 26. eða 27.
september. Sandra segir að mik-
ilvægt sé að nýta heimaleikinn vel:
„Það er fínt að fá þær fyrst til Ís-
lands. Við erum með frábæra
FÓTBOLTI
Guðjón Þór Ólafsson
gudjon@mbl.is
Þór/KA dróst gegn Söru Björk
Gunnarsdóttur og félögum í Þýska-
landsmeisturum Wolfsburg í 32 liða
úrslitum Meistaradeildarinnar, en
drátturinn fór fram í Nyon í Sviss í
gær. Í samtali við Morgunblaðið
sagðist Sandra María Jessen
hlakka mikið til þess að fá tækifæri
til að spila á móti einu besta liði
heims: „Þetta er geggjað spenn-
andi verkefni sem við erum að fá.
stuðningsmenn og það verður full
stúka sem verður að styðja við bak-
ið á okkur. Ég held að það gæti
reynst dýrmætt. Við ætlum að
koma þeim á óvart. Þær halda
sennilega að þær séu að fara auð-
veldu leiðina með því að fá okkur.
Þá er bara mikilvægt að nýta
heimavöllinn.“
Þekkir Wolfsborg vel
Sandra María þekkir vel til
Wolfsburg. Hún spilaði á móti lið-
inu bæði þegar hún var leikmaður
Bayer Leverkusen í þýsku úrvals-
deildinni og þegar hún lék með
Slavia Prag. Sandra vonast til þess
að sú reynsla muni hjálpa til þegar
liðin mætast í september:
„Ég vona að ég geti nýtt þessa
reynslu og þekkingu sem ég hef til
að finna hvað hentar okkur best.
Hvernig það er best að loka á þær.
Og að hafa landsliðsfyrirliðann í
hinu liðinu gerir þetta bara enn
skemmtilegra. Við þekkjum hana
allar. Það er bara fínt og við vitum
hverjir styrkleikar þeirra eru og
hvernig það er best að loka á þær.
En ég held að það sé bara gaman
að fá Söru heim til Akureyrar að
spila á móti okkur.“
„Gaman að fá Söru heim til Akureyrar“
Þór/KA dróst á móti Wolfsburg í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018
Íþróttir
mbl.is
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Það er bara góð stemning í hópn-
um eins og við má búast eftir sig-
urinn. Nú er bara næsta mál að búa
sig undir úrslitaleikinn,“ sagði Vikt-
or Gísli Hallgrímsson, markvörður
íslenska landsliðsins í handknattleik
skipuðu leikmönnum 18 ára og
yngri, eftir að liðið tryggði sér sæti í
úrslitum Evrópumótsins í Króatíu í
gærkvöldi. Íslenska liðið vann Kró-
ata örugglega, 30:26, eftir að hafa
verið með eins til fimm marka for-
skot frá upphafi til enda leiksins.
Staðan var 13:12 í hálfleik, Íslandi í
hag.
„Við erum ekki komnir fram úr
okkar væntingum með þessum ár-
angri. Ég veit ekki hvað aðrir töldu
okkur geta gert fyrir mótið,“ sagði
Viktor Gísli glaður í bragði spurður
hvort sæti í úrslitaleiknum væri
ekki framar vonum, ekki síst í ljósi
þess að Heimir Ríkarðsson, þjálfari
liðsins, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að stefnan hefði verið
tekin á að komast í átta liða úrslit og
tryggja Íslandi þar með beinan
keppnisrétt í næstu lokakeppni EM
og HM í þessum aldursflokki.
Ætluðu alla leið í úrslit
„Auðvitað ætluðum við alla leið í
mótinu. Við höfum verið að stríða
Þjóðverjum á mótum til þessa. Þeir
hafa verið taldir vera með besta liðið
í þessum aldursflokki áður en
keppnin hófst. Þar af leiðandi fannst
okkur ekkert óraunhæft að vera í
hópi allra fremstu liðanna á þessu
móti. Þetta er alls ekkert óvænt,“
sagði Viktor Gísli, sem reiknaði ekki
með mikilli veislu eftir leikinn í gær-
kvöldi. „Ætli að við fáum okkur ekki
vel að borða á eftir að loknum góð-
um teygjuæfingum. Síðan tekur við
svefn og undirbúningur á morgun
fyrir úrslitaleikinn. Við höldum bara
okkar striki,“ sagði Viktor Gísli og
var greinilega með báða fætur á
jörðinni þrátt fyrir frábæran árang-
ur.
„Það má segja að leikurinn hafi
gengið eins og í sögu,“ sagði Viktor
Gísli um sigurleikinn á Króötum í
gærkvöldi. „Góður varnarleikur
skilaði okkur sigrinum auk þol-
inmæði í sókninni. Síðan fengum við
hraðaupphlaup til viðbótar og þar
skildi á milli. Það er erfitt að stöðva
okkur þegar þessi atriði ganga
upp,“ sagði Viktor Gísli, sem stóð
allan leikinn í marki Íslands og varði
vel enda ekki amalegt að vera mark-
vörður á bak við sterka vörn ís-
lenska liðsins sem hefur farið á
kostum í öllum leikjum mótsins.
„Við gáfum tóninn strax í upphafi
með sterkri byrjun og gáfum aldrei
neitt eftir það sem eftir var leiks-
ins,“ sagði Viktor Gísli um undan-
úrslitaleikinn í gærkvöldi.
Haukar fór á kostum
Selfyssingurinn Haukur Þrastar-
son var markahæstur í íslenska lið-
inu í gær eins og oft áður í mótinu.
Hann skoraði 10 mörk, Dagur
Gautason skoraði 6 mörk, Stiven
Tobar Valencia skoraði 4 mörk,
Arnór Snær Óskarsson, Einar Örn
Sindrason og Tumi Steinn Rún-
arsson 3 mörk hver og Þorleifur
Rafn Aðalsteinsson eitt.
Haukur er markahæsti maður
mótsins með 45 mörk í sex leikjum.
Hann var valinn maður leiksins í ís-
lenska liðinu í leikslok í gærkvöldi.
Var þetta í þriðja sinn í mótinu sem
Haukur verður fyrir valinu.
Svíar skelltu Dönum
Íslenska liðið mætir sænska
landsliðinu í úrslitaleik á morgun, en
liðin áttust við í riðlakeppni mótsins
fyrir rúmri viku. Þá hafði Ísland
betur, 29:24. „Það er fínt að mæta
Svíum aftur. Þá fer minni tími í
undirbúning enda skammur tími til
stefnu,“ sagði Viktor Gísli. Svíar
unnu Dani með nokkrum yfirburð-
um í hinni viðureign undanúrslit-
anna, 31:22.
Heimir varð meistari 2003
Ísland hefur einu sinni orðið Evr-
ópumeistari í handknattleik karla í
flokki 18 ára og yngri, árið 2003. Þá
var Heimir Ríkarðsson þjálfari liðs-
ins eins og nú auk þess sem Andrés
Kristjánsson var einnig sjúkraþjálf-
ari hópsins.
Bara alls ekkert óvænt
Ísland leikur á morgun til úrslita við Svía á Evrópumóti karla 18 ára og yngri
Lögðu Króata örugglega í undanúrslitum með fjögurra marka mun í gærkvöld
Ljósmynd/Magnús Kári
Glaðir Haukur Þrastarson og Viktor Gísli Hallgrímsson voru að vonum
brosmildir í leikslok eftir sæti í úrslitaleik EM var í höfn.
Guðrún Brá
Björgvinsdóttir,
Íslandsmeistari í
golfi, lék þriðja
hringinn á Bos-
sey Ladies
Championship-
mótinu á 75
höggum, fjórum
höggum yfir
pari. Mótið er í
LET-Acess móta-
röðinni, næststerkustu mótaröð
Evrópu.
Guðrún lék fyrri tvo hringina á
samtals 140 höggum og er hún á
samanlagt tveimur höggum yfir
pari eftir þrjá hringi. Hún er í 27.
sæti ásamt nokkrum öðrum kylf-
ingum fyrir lokadaginn.
Guðrún Brá
tapaði niður
taktinum
Guðrún Brá
Björgvinsdóttir
ÍÞRÓTTIR
Fótbolti Eyjakonur unnu góðan útisigur á Val á Hlíðarenda í gær þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni
í knattspyrnu. Vonir Valskvenna um að elta efstu liðin uppi eru svo gott sem úr sögunni. 3
Kylfingurinn
Birgir Leifur
Hafþórsson spil-
aði vel á öðrum
degi sínum á Nor-
dea Masters-
mótinu í golfi í
gær, en leikið er í
Gautaborg í Sví-
þjóð. Hann lék
hringinn á 70
höggum og var á
pari. Í fyrradag var Birgir Leifur á
67 höggum.
Mótið er hluti af Evrópumótaröð-
inni, þeirri sterkustu í álfunni, en
Birgir var nokkuð stöðugur í gær og
fékk fjóra skolla og fjóra fugla og tíu
pör. Eins og nærri má geta skilaði
þessi árangur Birgir Leifi réttu
megin við niðurskurðarlínuna. Hann
heldur þar með áfram leik í dag og á
morgun. iben@mbl.is
Birgir Leifur
fór í gegnum
niðurskurð
Birgir Leifur
Hafþórsson