Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 3

Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 3
Morgunblaðið/Valli Bikarmeistarar Leikmenn Breiðabliks fagna í leikslok á Laugardalsvelli. Liðið hefur blómstrað í sumar eftir að hafa verið spurningarmerki margra fyrir mót. KNATTSPYRNA Pepsídeild karla: Hásteinsvöllur: ÍBV – Keflavík..............L16 Akureyrarvöllur: KA – KR .....................S16 Grindavíkurv: Grindavík – Stjarnan......S18 Floridana-völlurinn: Fylkir – FH ..........S18 Inkasso-deild karla: Jáverksvöllurinn: Selfoss – Haukar ......L14 Hertz-völlurinn: ÍR – ÍA............................14 Kórinn: HK – Þór ....................................L16 Grenivíkurvöllur: Magni – Leiknir R. ...L16 Laugardalsvöllur: Fram – Njarðvík.........14 2. deild karla: Olísvöllurinn: Vestri – Víðir....................L14 Vogabæjarv.: Þróttur V – Leiknir F .....L14 Vivaldivöllurinn: Grótta – Höttur ..........L14 Eskjuvöllur: Fjarðab. –Afturelding ......L14 3. deild karla: Vopnafjörður: Einherji – KH.................L14 Ólafsfjörður.: KF – Vængir Júpíters.....L14 Samsung-völlur: KFG – Dalvík/Reynir L14 Þorlákshöfn: Ægir – Sindri ....................L14 KR-völlur: KV – Augnablik ....................L16 Inkasso-deild kvenna: Boginn: Hamrarnir – ÍR.........................L14 Varmár: Afturelding/Fram – Fjölnr .....L14 Sindravellir: Sindri – Þróttur R. ...........L16 2. deild kvenna: Húsavík: Völsungur – Hvíti Riddarinn .L16 Fagrilundur: Augnablik – F.H.L. ..........S14 Blak Undankeppni EM karla: Digranes: Ísland – Moldóva....................S18 Undankeppni EM kvenna: Digranes: Ísland – Slóvenía ....................S18 UM HELGINA! ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Á HLÍÐARENDA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Eyjakonur bókstaflega brutu Vals- konur á Origo-vellinum í gær þegar liðin mættust í 14. umferð Pepsi- deildar kvenna, en leiknum lauk með 1:0-sigri ÍBV. Það var Cloe Lacasse sem skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu eftir aukaspyrnu Sóleyjar Guðmundsdóttur, en hún fékk allan tímann í heiminum til þess að athafna sig í vítateig Valskvenna og setti bolt- ann óverjandi í hornið fjær. Valskonur mættu mjög ákveðnar til leiks og settu mikla pressu á gestina. Þær sundurspiluðu Eyjakonur í fyrri hálfleik og fengu þær Elín Metta Jen- sen og Hlín Eiríksdóttir báðar frábær færi til þess að koma heimakonum yfir en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, besti maður vallarins í gær, varði oft á tíðum meistaralega. Eftir að Valsliðið lenti undir brotnuðu þær algjörlega og það var ekki sjón að sjá liðið í seinni hálfleik. Þá vakti það mikla undrun blaðamanns að báðir miðverðir Vals, sem eiga að vera öflugustu skallamenn liðsins, biðu tilbaka í öllum föstum leik- atriðum. Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, lagði leikinn vel upp. Liðið hans var þétt tilbaka, varðist vel og beitti svo hröðum skyndisóknum með Cloe Lacasse fremsta í flokki. Þjálfari Eyjastúlkna var eflaust ekkert svakalega hrifinn af sóknarleik liðsins, enda runnu flestar álitlegar sóknir liðsins út í sandinn, en honum ef eflaust nákvæmlega sama enda fór liðið hans heim með öll þrjú stigin úr leiknum. Það er oft nóg að skora eitt mark í knattspyrnuleik og ÍBV gerði það svo sannarlega í gær. Eyjastúlkur geta hins vegar líka þakk- að Bryndísi Láru fyrir að vinna leikinn fyrir þær. Það eru þrír fastamenn í íslenska kvennalandsliðinu sem spila með Val og þær þurfa að fara að sýna það í leikjum liðsins af hverju þær eru í landsliðinu. Þá virðist liðið alltaf bogna í leikjum þar sem það fær alvöru tæki- færi til þess að brúa bilið á toppliðin. ÍBV kemur fagnandi, sem aldrei fyrr, heim til Eyja, enda liðið svo gott sem sloppið við fallið. Einhverjir spurðu sig hvort liðið myndi ráða við brotthvarf Sigríðar Láru Garðarsdóttir, sem samdi við Lilleström á dögunum, og þær gerðu það svo sannarlega. Þetta hefur verið vonbrigðatímabil fyrir Eyjakonur en þær eru svo sannarlega að rétta úr kútnum, þótt það sé kannski heldur seint í rassinn gripið. Morgunblaðið/Valli Fyrirgjöf Hlín reynir að gefa fyrir mark ÍBV en Sóley er til varnar. ÍBV braut máttlitla Valsara  Landsliðskonur þurfa að sýna meira 0:1 Cloe Lacasse 49. af stuttufæri úr teignum eftir fyr- irgjöf Sóleyjar Guðmundsdóttur. Valskonum mistókst að hreinsa og Cloe setti boltann í fjærhornið. I Gul spjöld:Hlín Eiríksdóttir (Val) 66. (brot). I Rauð spjöld: Engin. MM Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (ÍBV) Rut Kristjánsdóttir (ÍBV) M Cloe Lacasse (ÍBV) Thelma Björk Einarsdóttir (ÍBV) Hlíðarendi, Pepsi-deild kvenna, úrslit, föstudag 17. ágúst 2018. Skilyrði: 13 stiga hiti, skýjað, nokkrir sólargeislar og léttur vindur. Skot: Valur 13 (9) – ÍBV 5 (3). Horn: Valur 11 – ÍBV 2. Valur: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurð- ardóttir. Vörn: Málfríður Anna Eiríks- dóttir, Arianna Romero, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísla- dóttir. Miðja: Thelma Björk Ein- arsdóttir, Stefanía Ragnarsdóttir (Dóra María Lárusdóttir 46), Fanndís Friðriksdóttir. Sókn: Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen, Crystal Thomas (Guðrún Karitas Sigurðardóttir 59). ÍBV: (4-5-1) Mark: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Vörn: Adrienne Jor- dan, Caroline Van Slambrouck, Júlíana Sveinsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir. Miðja: Katie Kraeutner (Sesselja Líf Valgeirsdóttir 76, Birgitta Sól Vilbergs- dóttir 79), Rut Kristjánsdóttir, Clara Sigurðardóttir, Ingibjörg Lúcía Ragn- arsdóttir, Cloé Lacasse. Sókn: Sha- meeka Fishley. Dómari: Andri Vigfússon – 4. Áhorfendur: 90. Valur – ÍBV 0:1  Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Indy Women in Tech-mótinu í LPGA-mótaröðinni eftir tvo hringi. Hún lék hringina tvo á samanlagt einu höggi undir pari og var tveimur högg- um frá því að komast í gegnum niður- skurðinn. Ólafía lék á 71 höggi, einu höggi undir pari, á fyrri hringnum á fimmtudag og 72 höggum, eða á pari, í gær. Hún fékk tvo fugla, tvo skolla og 14 pör á holunum 18 á öðrum hringn- um.  Ágúst Jóhanns- son, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í hand- knattleik, hefur verið ráðinn lands- liðsþjálfari kvenna í Færeyjum. Samdi Ágúst til þriggja ára en verður jafn- framt þjálfari kvennaliðs Vals sem lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Fyrsta stóra verkefnið hjá Ágústi verður að stýra Færeyjum í undankeppni HM um mánaðamótin nóvember/desember.  Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur skrifað undir samning við ÍR og mun hann spila með liðinu á komandi leiktíð. Sig- urður lék síðast með Grindavík og skoraði 13 stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur. Sigurður á 54 landsleiki að baki og hefur hann leikið með Solna í Svíþjóð og grísku liðunum Dox- as og AEL, auk Keflavíkur og KFÍ. Hann varð Íslandsmeistari með Grindavík árin 2012 og 2013 og bikarmeistari 2014. Karfan.is greindi frá.  Kevin De Bruyne, miðjumaður Man- chester City, verður frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla á hné, en þetta staðfesti félagið í gær. Er hann með sködduð liðbönd og þarf að taka því rólega næstu mánuðina. Mun hann því missa af leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli 11. september og þá verður að teljast ólíklegt að hann verði klár þegar Ís- land sækir Belga heim, í sömu keppni, 15. nóvember. Eitt ogannað Agla María Albertsdóttir Var ávallt ógnandi fram á við og olli vörn Stjörnunnar sífelldum vandræð- um. Lagði upp bæði mörk Breiðabliks í leiknum og var greinilega ákveðin í að vinna eftir að hafa tapað með Stjörnunni í bikarúrslitum í fyrra. Moggamaður leiksins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.