Morgunblaðið - 16.08.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.08.2018, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Sérfræðingur í viðskiptatengslum KOMPÁS Þekkingarsamfélagið leitar eftir markaðs- og þjónustudrifnum einstaklingi til að styrkja KOMPÁS teymið. Áhersla viðkomandi verður á að virkja og styrkja tengsl við nýja og núverandi þátttakendur í þekkingarsamfélaginu. Starfið felur í sér markaðssetningu, öflun nýrra þátttakenda, nýta samfélagsmiðla og annað sem eflir ávinning þátttakenda í þekkingarsamfélaginu. Þörf er á öflugum og fjölhæfum einstaklingi sem vill leggja sitt af mörkum við eflingu faglegrar stjórnunar og uppbyggingu þekkingarsamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun er nýtist í starf. • Viðkomandi búi yfir góðri þekkingu og reynslu á sviði fag- legrar stjórnunar. • Markaðs- og sölumál og nýting samfélagsmiðla. • Mjög góð samskiptahæfni, gott tengslanet og þekking á atvinnulífinu. • Góð ritfærni. Íslenska, enska og æskilegt eitt Norðurlandamál. • Skipulögð og öguð vinnubrögð. Geta unnið sjálfstætt í krefjandi aðstæðum. • Góð þekking og reynsla á notkun hugbúnaðar er nýtist í starfi. Viðkomandi starfsmaður þarf að koma af miklum krafti inn í vax- andi teymi þar sem oft þarf að vera hægt að ganga í fjölbreytt störf til að mæta þeim væntingum sem gerðar eru til KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins. Í því getur einnig falist verkefni við öflun fjármagns til frekari vaxtar, erlend samskipti, starfa með vinnuhópum og í nánu samstarfi við lykil hagsmunaaðila að baki KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins. KOMPÁS er samstarfsvettvangur fjölda fyrirtækja, stofnana, háskóla, fræðsluaðila, stéttarfélaga og fleiri um miðlun hag- nýtrar þekkingar, sbr. verkferla, eyðublaða, gátlista, vinnulýs- inga, samninga, reiknivéla, myndbanda og fleira. Í dag eru yfir 2.500 skjöl og myndbönd í verkfærakistu KOMPÁS. Umsóknir sendist á bf@kompas.is ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi þar sem tilgreint er hvernig hæfileikar viðkomandi nýtast í starfi og hvað viðkomandi getur gert fyrir þekkingarsamfélagið. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2018. Nánari upplýsingar veitir Björgvin Filippusson, bf@kompas.is, s 864 4604. w w w. k o m p a s . i s 51 57 # # Draghálsi 4 - 110 Reykjavík sími: 535 1300 verslun@verslun.is Lagermaður með lyftarapróf Vinnutími virka daga frá kl 08:00 -17:00 Umsækjandi þarf að hafa reynslu af lagerstörfum eða sambærilegu starfi, leggjum áherslu á góða þjónustulund, heiðarleika og stundvísi. Upplýsingar um umsækjenda, aldur og starfsferil óskast sendar á netfangið sht@verslun.is Myllan óskar að ráða vélvirkja eða einstaklinga með sambærilega þekkingu til starfa í viðgerðardeild fyrirtæksins. Upplýsingar um starfið gefur Flóvent Sigurðsson verkstjóri í s. 510 2300 og á netfanginu flovent@myllan.is Áhugasamir vinsamlega sendið inn umsókn á vef fyrirtækisins www.myllan.is fyrir 10. september nk. Meðal helstu verkefna: • Viðhald og viðgerðir á framleiðsluvélum og búnaði • Bilanagreining • Almenn viðgerðarvinna • Samskipti við framleiðsludeildir Hæfniskröfur: • Sveinspróf eða sambærileg menntun æskileg • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Skipulögð vinnubrögð • Almenn tölvuþekking Myllan er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði, sem sérhæfir sig í markaðssetningu og framleiðslu á brauðum, kökum og skyldum vörum fyrir neytendamarkað, hótel og veitingahús, mötuneyti og stofnanir. Myllan stefnir að því að uppfylla fjölbreyttar þarfir viðskiptavina sinna á sínu sviði með viðeigandi lausnum í hverju tilfelli. Það eru spennandi tímar framundan hjá Myllunni þar sem fyrirtækið er að flytja á Korputorg með alla sína starfsemi. Myllan er hluti af ÍSAM ehf. VÉLVIRKI Tilboð/útboð Auglýsing - Grundartanga, deiliskipulagsbreyting Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 10. júlí 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og hafnarsvæðis, vestursvæði á Grundartanga. Deiliskipulagstillagan felur í sér útvíkkun á losunarsvæði núverandi flæðigryfja, sam- einingu lóða, lagfæringu á númeraröð lóða við Klafastaðaveg og staðsetningu spenni- stöðvar við Klafastaðaveg. Tillagan er sett fram á tveimur uppdráttum og greinargerð dags. 15. maí 2018. Tillagan er auglýst samkvæmt 43. gr. skipu- lagslaga nr. 123/2010. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Tillöguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is frá 15. ágúst 2018 til og með 28. september 2018. Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar þriðjudaginn 28. ágúst 2018 kl. 17:00 til 18:00. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. september 2018 á skrifstofu Hvalfjarð- arsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á net- fangið skipulag@hvalfjarðarsveit.is Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar Árskógar Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá kl. 14.30-15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi fram í miðjan ágúst. Úti-botsíavöllur verður á torginu í sumar og við minnum á qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11. Verið hjartanlega velkomin. Vitatorg, sími 411-9450. Gjábakki Kl. 20 félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13. og eftirmið- dagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, botsía kl. 10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, síð- degiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri, nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, leikfimi í salnum Skóla- braut kl. 11, spilað í króknum kl. 3.30, bíóferð á MAMA MIA, farið verður frá Skólabraut kl. 13.45. Fyrir frekari upplýsingar um ferðina hafið samband við Thelmu í síma 8663027. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Raðauglýsingar Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Stillholt 17, Akranes, fnr. 210-0450 , þingl. eig. Gígja Garðarsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., miðvikudaginn 22. ágúst nk. kl. 11:00. Merkurteigur 3, Akranes, fnr. 210-2186 , þingl. eig. Margrét Marta Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., miðvikudaginn 22. ágúst nk. kl. 10:40. Garðabraut 1, Akranes, fnr. 210-0719 , þingl. eig. HÆ ehf., gerðar- beiðandi Tollstjóri, miðvikudaginn 22. ágúst nk. kl. 10:20. Stafholtsey 3, Borgarbyggð, fnr. 233-4432 , þingl. eig. Pálfríður Bl Sig- urðardóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 22. ágúst nk. kl. 12:30. Reynigrund 24, Akranes, fnr. 210-2754 , þingl. eig. Jóhanna Baldurs- dóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 22. ágúst nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 15. ágúst 2018 Nauðungarsala Félagsstarf eldri borgara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.