Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 1
Deildarstjóri hitaveitna
RARIK ohf. er hlutafélag í eigu ríkisins með
meginstarfsemi í dreifingu á raforku auk þess
að reka fimm hitaveitur.
Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa
er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar
eru dreifðar vítt og breitt um landið.
Hitaveiturekstur RARIK er í Dalabyggð,
Blönduósi, Skagaströnd og Siglufirði.
Auk þess rekur fyrirtækið fjarvarmaveitur
á Seyðisfirði og Höfn. Á Höfn er unnið
að tengingu dreifikerfisins við borholur
að Hoffelli í Hornafirði auk stækkunar á
innanbæjarkerfinu.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á
heimasíðu þess www.rarik.is
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma
511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 3. september 2018. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að
fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun á sviði vélaverkfræði eða
tæknifræði
Reynsla af verklegum framkvæmdum
Reynsla af hitaveitustörfum er æskileg
Reynsla af stjórnun og/eða verkefnastjórnun er
æskileg
Nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Jákvæðni og góðir samstarfshæfileikar
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Umsjón með rekstri, viðhaldi og eftirliti á
virkjunum, dælustöðvum og dreifikerfi hitaveitna
Þátttaka í hönnun hitaveitna í samvinnu við
tæknisvið
Umsjón með gerð rekstrar- og framkvæmda-
áætlana, frávikagreiningu og kostnaðareftirfylgni
Vinna að eflingu hitaveitna og seta í fagráði
Samorku
Samskipti við starfsmenn, viðskiptavini og aðra
ytri aðila
RARIK óskar eftir að ráða deildarstjóra hitaveitna. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum
einstaklingi til að leiða deildina. Deildin heyrir undir rekstrarsvið RARIK og er næsti yfirmaður
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Starfsstöðin er áætluð á Blönduósi, Siglufirði, Akureyri, Höfn eða í
Reykjavík. Aðrir staðir gætu þó komið til greina.
Intellecta, Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími 511-1225
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um
Þjóðgarðsvörður
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var
stofnaður með lögum árið 1930.
Í lögunum segir að Þingvellir
við Öxará skuli vera friðlýstur
helgistaður allra Íslendinga, hið
friðlýsta land skuli ævinlega
vera eign íslensku þjóðarinnar
undir vernd Alþingis og landið
megi aldrei selja eða veðsetja.
Ráðning þjóðgarðsvarðar er
á vegum Þingvallanefndar
Alþingis í samstarfi
við Umhverfis- og
auðlindaráðuneytið.
Ráðið er í stöðuna til 5 ára, frá 1.
október 2018 til 1. október 2023.
Um fullt starf er að ræða.
capacent.is/s/6908
:
Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldspróf kostur.
Þekking og reynsla á sviði opinbers reksturs æskileg.
Þekking og reynsla á sviði náttúru, sögu og menningar
æskileg.
Reynsla af störfum tengdum þjóðgörðum, friðlýstum
svæðum og umhverfismálum æskileg.
Færni í mótun stefnu, lausna og hugmynda.
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi.
Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að
vinna undir álagi.
Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku.
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
til og með
27. ágúst
Helstu verkefni:
Ábyrgð á daglegum rekstri þjóðgarðsins, skrifstofuhaldi og
stjórnun starfsmanna.
Ábyrgð á fjárreiðum og áætlanagerð fyrir þjóðgarðinn.
Tengiliður á milli almennings, lóðarleiguhafa, ábúenda og
Þingvallanefndar.
Tengiliður á milli Bláskógabyggðar og Þingvallanefndar.
Tengiliður á milli stofnana sem gegna lögbundnu hlutverki í
málefnum sem varða þjóðgarðinn.
Ábyrgð á þjónustu við ferðamenn og aðra gesti.
Óskað er eftir að ráða öflugan og framsýnan leiðtoga í starf Þjóðgarðsvarðar í Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Leitað er að
atorkusömum, metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi með góða hæfni í mannlegum samskiptum.
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúar: Kristján Aðalsteinsson, ka@mbl.is, 569 1246 • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391