Fréttablaðið - 19.10.2018, Blaðsíða 24
Segja má á árið 2013 hafi verið vendipunktur í lífi Arnars Karlssonar vélfræðings en
þá hóf hann að æfa hlaup með
hlaupahópi FH. Hann hafði í
langan tíma glímt við lélegt form
sem orsakaðist fyrst og fremst af
óhollu mataræði og hreyfingar-
leysi. „Árið 2000 hóf ég nám í Vél-
skólanum og var í afar lélegu
formi. Ég man einn daginn þegar
ég fór út að borða í hádeginu á stað
við hliðina á skólanum. Ég labbaði
til baka og upp á fjórðu hæð og
var gjörsamlega búinn á því. Það
var ákveðin vakning en ekki nógu
mikil til að ég gerði eitthvað í því á
þessum tímapunkti.“
Um áratugur leið þar til Arnar
tók næsta skref til bættrar heilsu
en þá fjárfesti hann í korti hjá
líkamsræktarstöð með það í huga
að stunda lyftingar. „Þjálfarinn
sagði að ég yrði að hita upp fyrir
æfingar, annaðhvort á skíðavél eða
á hlaupabretti. Það tók ekki langan
tíma fyrir mig að átta mig á að ég
hafði engan áhuga á að lyfta en
mér fannst gaman að því að hlaupa
þó að ég geti varla sagt að ég hafi
hlaupið mikið í fyrstu. Þetta var
samt mikill sigur fyrir mig, að geta
þó hlaupið þetta mikið, þótt þetta
hafi verið mest labb á brettinu á
móti mjög hægu hlaupi, þar sem
að nokkrum árum áður var ég
sannfærður um að ég myndi aldrei
hlaupa framar.“
Vantaði aga
Nú var áhuginn vaknaður hjá
Arnari. Næsta skref var að fjárfesta
í hlaupabretti en hlaupin voru
í raun það eina sem hann hafði
áhuga á að stunda í ræktinni. „Í
upphafi tók ég 20 mínútur í einu
og labbaði og hljóp til skiptis. Ég
skráði alltaf niður hvernig mér
gekk hverju sinni og það varð hvati
minn til að gera betur, enda sá ég
mjög fljótlega bætingu hjá mér.
Markmiðið var í fyrstu sett á að ná
5 km undir 30 mínútum en það
tók margar vikur að ná því.“
Næsta markið var að komast
10 km undir 60 mínútum sem
Arnar segir hafa verið öllu erfiðara.
„Það ætlaði varla að hafast hjá
mér. Ég uppgötvaði síðan fyrir
tilviljun að brettið var upphall-
andi um nokkrar gráður sem var
nóg til þess að hlaupin voru mun
erfiðari en þau áttu að vera. Eftir
að hafa lagað það fór ég loksins
að ná þessu markmiði mínu og sjá
meiri árangur. Mig vantaði samt
agann til að hlaupa reglulega því
stundum hljóp ég þrisvar í viku
í ákveðinn tíma en datt svo út í
nokkrar vikur á móti og náði því
ekki að bæta mig neitt sérstaklega
mikið á þessum tíma.“
Mikill munur
Eiginkona Arnars, Anna Sigríður
Arnardóttir, hóf að æfa hlaup með
hlaupahópi FH rúmu ári á undan
Arnari sem segir að hann hafi ekki
verið tilbúinn til að byrja fyrr en
hann væri kominn í betra form.
„Það sem ég vissi ekki þá, er að
þessi hugsun var mesta vitleysan
því maður nær ekki eins góðum
árangri nema að æfa markvisst í
hlaupahópi að mínu mati.“
Í byrjun árs 2013 ákvað Arnar að
taka þátt í 5 km hlaupi í Hlaupa-
seríu FH 2013 en þá hafði hann
enga þjálfun í götuhlaupum. „Ég
sprengdi mig því fljótlega, eða
eftir aðeins 800 metra, enda gaf
ég allt í botn í gleðinni sem ég átti
ekki innistæðu fyrir. Ég náði þó að
klára hlaupið og ákvað að mæta
á æfingu hjá Hlaupahópi FH eftir
það. Munurinn á að hlaupa einn
og að vera í hópi er gígantískur.
Ég bætti 10 km tímann minn um
fimm mínútur bara á fyrstu æfing-
unni. Þarna lærði ég að maður er
allt of góður við sjálfan sig þegar
maður hleypur einn. Í hlaupa-
hópnum er ég hins vegar alltaf að
reyna að hanga í félögunum.“
Betri líðan
Arnar var fljótur að komast í gott
form eftir að hann hóf að stunda
hlaupaæfingar reglulega með
hlaupahópnum. „Ég komst í mjög
gott form á stuttum tíma og léttist
töluvert. Í kjölfarið fór ég að spá
meira í mataræðinu, hætti að
borða nammi og að drekka gos og
fór að fylgjast með vigtinni. Einnig
fór mér að líða mun betur andlega
en fólkið sem ég kynntist í gegnum
hlaupin á það sammerkt að vera
jákvætt og með flott viðhorf til lífs-
ins. Manni líður einfaldlega bara
betur við það að hlaupa. Áður fyrr
fór ég ekki einu sinni í fjallgöngur
því ég var ekki í formi til þess en
fljótlega var ég farinn að hlaupa
upp um fjöll og firnindi án þess að
finna mikið fyrir því.“
Duglegur að keppa
Undanfarin ár hefur Arnar verið
duglegur að taka þátt í hlaupum
innanlands og erlendis. „Ég
hef lengi verið frekar ofvirkur í
keppnis hlaupum enda gekk sá
brandari um mig að ég væri for-
skráður í öll hlaup en að ég mundi
láta vita ef ég myndi ekki mæta.
Meðal hlaupa innanlands sem
ég hef tekið þátt í eru Laugavegs-
hlaupið, Jökulsárhlaupið, Snæfells-
jökulshlaupið, Tindahlaupið, Dyr-
fjallahlaupið, Hvítasunnuhlaup
Hauka, Esjuhlaupið, Fjögurra
skóga hlaupið, Mývatnsmaraþon
og flestum ef ekki öllum hlaupum
sem eru í boði á höfuðborgarsvæð-
inu. Í útlöndum hef ég t.d. hlaupið
í Amsterdam í Hollandi, Montreal
í Kanada, Lissabon í Portúgal og
í Þórshöfn í Færeyjum. Þá fór ég í
þriggja landa maraþonið sem nær
yfir Þýskaland, Austurríki og Sviss,
allt í einu hlaupi.“
Nýir vinir
Hann segist svo sannarlega mæla
með hlaupum fyrir fólk sem er að
íhuga breyttan lífsstíl. „Þetta er í
fyrsta sinn sem ég hef fundið mig
í einhverju félagsstarfi. Áður fyrr
hefði ég aldrei farið eitthvað út í
náttúruna, hvað þá að labba upp
á fjöll. Núna trítla ég upp á Esjuna
með barnabarnið á bakinu. Síð-
ustu árin hef ég kynnst mörgu fólki
í ýmsum hlaupahópum. Það er viss
kjarni sem mætir vel í keppnis-
hlaupin, fólk sem hefur hlaupið
í mörg ár. Því hef ég eignast fullt
af nýjum vinum sem hafa sama
áhugamál og ég, þ.e. hlaupin.“
Lífið breyttist með útihlaupum
Líkamleg og andleg heilsa Arnars Karlssonar breyttist ótrúlega mikið eftir að hann hóf að
stunda útihlaup með hlaupahópi FH árið 2013. Hann segir fólkið sem hann hefur kynnst í gegn-
um hlaupin eiga það sammerkt að vera jákvætt og hafa tileinkað sér flott viðhorf til lífsins.
Arnar Karlsson,
fyrir miðri mynd
í rauðum bol,
eftir að hafa lokið
10 km hlaupi
í Hengill Ultra
hlaupinu í Hvera-
gerði í september.
Eiginkona hans,
Anna Sigríður, er
honum á hægri
hönd.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Sefitude — ný meðferð við
kvíða og svefntruflunum
Notkun Við vægum kvíða: fullorðnir, 1 tafla á dag allt að 3 á dag. 12–18 ára: 1 tafla á dag allt að 2 á dag.
Við svefntruflunum: fullorðnir og eldri en 12 ára: 1 tafla ½–1 klukkustund fyrir svefn. Ekki ráðlagt börnum yngri en
12 ára, þunguðum konum eða konum með börn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Fæst í öllum helstu apótekum án lyfseðils
Ert þú að fást við svefntruflanir eða kvíða?
Sefitude er viðurkennt jurtalyf unnið úr rót garðabrúðu.
Styttir tímann til að sofna og bætir gæði svefns.
florealis.is/sefitude
4 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . o K tó B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RBEtRA Líf
1
9
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
1
F
-8
2
9
8
2
1
1
F
-8
1
5
C
2
1
1
F
-8
0
2
0
2
1
1
F
-7
E
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K