Þróttur - 01.01.1922, Blaðsíða 6
2
ÞRÓTTUR
Ólympíuleikarnir
og íslendingar.
Olympiuleikarnir eru ekki aðeins mót,
þar sem einstaklingar keppa um verðlaun,
tapa eða vinna, verða frægir eða engmn
kunnir. Olympiuleikarnir eru mót, sem
stórþjóðirnar verja oröstýr sinn á. A þessu
alheimsmóti getur lítt þekt þjóð orðiö öll-
um þjóðum kunn fyrir dugnað eða drengi-
lega framkomu. Hún getur unnið sér álit
og traust rrieð þeim mönnum, er hún sendir
sem fulltrúa sína á leikana. Olympiuleik-
arnir bjóða tækifæri, sem smáþjóöir, eins
og íslendingar, hafa ekki efni á að láta
ónotað. Þar býðst tækifæri til þess að
auka þekkingu og vekja athygli á þjóðinm
og landinu meðal erlendra þjóöa.
Allar þjóöir reyna að vekja sem mesta
eftirtekt á sér við leikina. Þær líta eltki á
þá eingöngu sem kappmót íþrótta, heldur
einnig sem mót,er haftgetiáhrif áálitþeirra
og aðstööu meö öðrum þjóöum. Ahrif þessa
móts eru víðtæk, og geta náö til mála, sem
fjarri standa öllum íþróttum. Þau áhrif
geta náð til verslunar- og fjármála einnar
þjóðar. Hér hefir œtíö verið kvartaö um,
hversu þekking annara þjóða á landi voru
sé bágborin. paö er eins og vér þykjumst
eiga heimtingu á aö allar þjóðir þekki land-
ið og þjóðina, en þó gerum vér ekkert til
þess að vekja á oss athygli annara þjóða,
né frœða þær um hagi vora.
í París 1924 gefst íslendingum tækifæri
til þess aö vekja á sér athygli og um leið
auka aö nokkru þekkingu titlendinga á land-
inu og þjóðinni.
En til þess aö þetta tækifæri geti orðið
þjóðinni til einhvers gagns, verður allur
landslýður að vanda til fararinnar. Fram-
kvæmd og erfiðleikar málsins á ekki ein-
göngu að leggjast á íþróttamenn, þótt þeim
sé það skylt, af því að þeir koma á mótið
til að vinna þjóð sinni sæmd. Öllum veröuv
að vera ljóst, einstaklingum og félögum,
hreppsnefndum og sýslunefndum, lands-
stjórn og alþingi, að á þeim livílir öllum
skylda til að styðja að framkvæmd þessa
máls.
Vér vekjum enga athygli, þótt vér kom-
um til Parísar 1924 og segjumst vera fra
íslandi. Frakkar munu þá spyrja, eins og
Útgarðaloki spurði Þór: Ertu nokkrum
íþróttum búinn?
Eini vegurinn til þess að oss verði för
sú til gagns og sœmdar, er sá, að til leikanna
verði sendir þeir menn, sem einhverjum
íþróttum eru búnir og umfram aðra menn.
Aö því verður að stefna.
Til þess þarf vilja. Til þess þarf, að
kenna mönnum íþróttir og iðka sífelt. Til
þess þarf, aö landsfólkið dragi ekki úr
starfi íþróttamanna með andúð og skiln-
ingsleysi. Til þess þarf síöast en ekki síst
fé frá einstaklingum, bæjarfélögum, sveit-
arfélögum og alþingi. Og þegai' svo langt
er komið, verður enginn hörgnll á að Is-
lendingar geti sent íþróttamenn, sem fram-
arlega standa á heimsmótinu.
íþróttamót.
hélt bandalag Ungmennafélaga Vest-
fjarða í sumar. Sex félög tóku þátt í því.
Hér er árangur í nokkrum íþróttum á
mótinu.
100 stiku hlaup, 14 sek.
1000 stiku hlaup, 3 mín. 21 sek.
Hástökk 1.40 st.
Stangarstökk 2.21 st.
Spjótkast 30 st.
KMnglukast 25.84 st.
Langstökk 4.75 st.
Þetta er hið fyrsta almenna íþróttamót,,
sem haldið hefir verið á Vestfjörðum.