Þróttur - 01.01.1922, Blaðsíða 8

Þróttur - 01.01.1922, Blaðsíða 8
4 ÞRÓTTUR Vegur íþróttamannsins. Allir erfiSleikar skapa þroska sem er var- anlegur. Þeir hæfileikar, sem aflast hafa með engu erfiði og fvrirhafnarlaust, hverfa oftast á jafnskömmum tíma og þeir komu. ÞaS eitt er einhvers virði. sem menn hafa aflað í sveita síns andlitis. Yegur íþróttamannsins er langur og erfiður. Hann er eins og fjallganga, sem heimtar óskiftan vilja. Til þess að iþrótta- maðurinn geti sigrast á erfiðleikunum og náð þeim þroska sem hann keppir að, þarf hann'margs að gæta og því margt að ica eins og sá er á að levsa af hendi vandnnnið verk. / byrjun. Eftir þeim hætti sem íþróttir eru nú iðkaðar. Þá eiga menn frá bvrjun að hafa það fyrir augum að kunna eitthvað í öll- nm í þróttum og alt í einhverjum íþrótt- nm. Það er að segja, vera alhliða íþrótta- menn um leið og þeir skara fram nr í ein- hverjum sérstökum íþróttum. En hvaða íþróttir sem menn iðka þá er fvrsta atriðið. að þeir hafi það þol og þann líkamstyrk- leika sem æfingarnar heimta. Ef þeir hafa það ekki er hætt við að þeir revni á sig um of og íþróttirnar revnist þeim skaðleg- nr í stað þess að verða nvtsamlegar. Til þess að svo verði ekki þurfa inonn að æfa sig skvnsamlega og byrja ekki fyrst á því sem er erfiðast og ekki er b.jóðandi nenia þ.jálfuðum manni. Þar kemur til greiua þekking á réttri iðkun og heilbrigðnm lifn- aðarháttum. Áður en bvrjað er að iðka erfiðar íþróttir og haldið til kapp, er rétt að leita álit læloiis um þol likamans. Val íþrótta. Eins og áður er getið á hver maður að iðka sem flestar íþróttir, ef hann er hranst- ur og óvanaður. En séu menn ekki vel hraustir að einhverju leyti, get.ur veriö nauðsynlegt fyrir þá eða ráðlegt aö iðka einhverjar sérstakar íþróttir. Þeir sem ætla sér aö iðka hlaup, sérstaklega löng hlaup, eiga í byrjun að láta lækni athuga hvort hjarta og lungu séu nógu sterk til þess að þola áreynsluna, þótt lítil sé í fyrstu. Síð- ar koma kappraunir, sem revna á styrk og þol alls líkamans til hins ýtrasta. Menn skyldu velja íþróttir þannig, að þeir iðk- uðu þær greinir er gefa þeim alhliða þroska, svo að einstakir líkamspartar verði ekki útundan, eöa þroskist misjafnlega. Ætti því enginn um of að taka ástfóstri við einstaka og einhliða íþrótt. Þaö getur oröið skaðlegt til lengdar. En hafi menn liæfileika til einnar íþróttar framar annari. er vert að iðka hana ganmgæfilega án þess þó að vanrækja aðrar íþróttir. Iðkun. Tvent er það seiu íþróttamaðurinn verð- ur að varast framar öðru, ef hann ætlar að þreyta í kappleikum. Hann verður að forða.st alla vanrækslu við að þjálfa sjálf- an sig, og hann veröur að varast að leggja meira á líkamskrafta sína en hæfilegt er. Hvorttveggja er hættulegt, en að vísu er þeim liættast, sem ekkert eru eða lítið þjálfaðir. Löng og skynsamleg iðkun gefur líkamanum þol, sem þungt erfiði fær ekki bugað. Þol og máttur sem margra ára iðk- un og erfiði hefir skapað, gerir íþrótta- maninn hæfan til að komast heilan úr hverri sókn. þótt hver taug og hver vöðvi líkamans sé teygður til hins ýtrasta. Sá er vill ná árangri verður að iðka íþróttirnar sífelt og reglulega. Með þessari iðkan fæst smátt og smátt þrek, sem gerir mönnum fært að reyna kraftana. Hjá öll- um eru takmörk fyrir þolinu, sem ekki má yfirstíga. En takmörkin verða því víðari sem betur er iðkað, Æfingarnar gerahverja

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.