Þróttur - 01.01.1922, Blaðsíða 9
Þ R Ó T T U lí
5
íþrótt auövelda. Samstarf vöövanna verður
betra og erfiðið kostar minni raun en fyr.
Líkaminn getur betur varist þreytunni.
Hin dugandi framför fæst aöeins með
löngum tíma.
Æfingin er eins og dropinn, sem liolar
bergiö. Með hverjum degi vex þolið og iðj-
andinn þokast hársbreidd lengra í dag en
fært var í gær.
Ofraun.
Þreyta er eölileg afleiðing áreynslu, c g
engum skaðleg, ef venjuleg hvíld getur ú -
rýmt lienni.
Ef íþróttir eru óskynsamega iökaða
kemur oft þrevta, sem venjuleg hvíld fær
ekki rekiö burtu. Sú þreyta kemur af of-
raun, og er aöallega á tvennan hátt. Hin
fyrri og venjulegri kemur svo, aö menn fá
strengi og stirðleika í vöðvana, er hverfur
oftast aö nokkrum dögum liðnum. Hin síö-
ari og hættulegri er svo, að mönnum finst
þeir aldrei mega hvíld fá. Þeir megrast,
missa matarlyst, eiga erfitt með allar fram-
kvæmdir, og fá hjartslátt viö liverja á-
reynslu. Slík ofreynsla bugai' mótstöðuafl
mannsins og líkamsþrek. T>egar svona er
komiö et besta ráöið að foröast a!h< < ■
reynslu og livílast sem best. En til þess að
varast ofreynsluna, og því sem lienni fylgir,
er best aö fara varlega og æfa sig ekki af
ofurkappi.
Lifnaðarhœttir.
Sá, sem iðkar ekki íþróttir sínar reglu-
lega, og lifir ekki á heilbrigöan hátt í hví-
vetna, verður aldrei afreksmaöur. Hann
nær aldrei hinum hæstu mörkum, sem sett
hafa verið af bestu íþróttamönnunum. —
Hann verður aö hlýta þeim lögum, sem
heilsan heimtar, svo aö ekkert fari for-
görðum af því þreki, sem líkamanum getur
safnast. Ilann veröur að klæðast eftir því
sem be®t á viö á hverjiun staÖ, og best lient-
ar hvvrri íþrótt. Hann verður að boröa
þann mat sem best getur hjálpað honum
til þess aö< safna þreki og þoli. Hann verð-
ur að hátta klukkan 10 á kvöldin. Hann
verður aö afneita öllu tóbaki, víni og kon-
um.
Þetta kann mörgum að þykja nokkuð
öfgakent. Hér er auövitað átt við að menn
séu að æfa sig fyrir kappleiki eöa mót, þar
sem þeir vilja ná sem bestum árangri. —
Þessir lifnaðarhættir eru ekki ókunnir hin-
um heimsfrægu íþróttamönnum, sem sífelt
eru á kappmótum og í kappraunum. Ef
aö þeir hættu að þjálfa sig á þenna hátt,
væri þeim óhætt að liætta að taka þátt í
kappleikum. Þeir mundu strax dragast aft-
ur úr.
Vegna íþróttamannsins er ekki hvíld og
ró. —
Vegur íþróttamannsins er líkamsþroski,
sem kemur af erfiði, og vilji, sem herðist í
sókn.
Föstudagar.
Eitt af því, sem menningin hefir aö
mestu losað sig viö, er föstu-dagar. Ekki
föstudagar, sein fara á eftir fimtudegi eða
á undan laugardegi, heldur föstudagar,
sem fyrirskipa minna borðliald en aöra
daga, og gefa líkamanum hvíld frá undan-
farandi ofáti. Slíkir föstudagar ættu að
vera einusinni í viku.
Sumir menn, sem lifað hafa langa œfi,
hafa ætíð hlaöið í líkama sinn meiri mat,
en liann hefir þurft. Hann hefir ætíð
fengið meira en hann liefir goldiö fyrir
daglega cyðslu. Líkaminn hefir þvi oröið
að leggja næringarefnin til Idiðar, og slík-
ar fyrningar kalla mennirnir fitu eða
„ístru' ‘.
Framli. á 9 siðu.