Jökull


Jökull - 01.01.2011, Page 95

Jökull - 01.01.2011, Page 95
Ferð til Esjufjalla fram að Esjufjöll hafi staðið upp úr ísaldarjöklinum á sínum tíma. Í fjöllunum bar mest á basalti (blágrýti) og svo móbergi en sunnan undir Skálakambi, það er fjallsrani sá sem gengur suðaustur frá Lyngbrekku- tindi, sáum við dálitla kubbabergsopnu. Tveir berg- gangar eru upp í gegnum Lyngbrekkutind og einn gangur liggur þvert í gegnum hálsinn milli fellsins og Skálakambs. Jökulbergskápa er ofan við jökulöldurn- ar sunnan Lyngbrekkutinds en þær öldur eru frá því fyrir aldamótin síðustu þegar jöklar voru í hámarki. Í þeim öldum er dálítið af líparítmöl. Þeir Hálfdán og Eyþór fundu þrjár jurtategundir til viðbótar við þær sem Hálfdán hafði áður fundið á ferðum sínum um fjöllin. Hanna, Ingibjörg, Magnús og Örn notuðu daginn til að skoða sig um í grennd skálans og gengu einnig á syðsta hnúk Skálakambs. Dagurinn leið fljótt í góðviðrinu enda margt nýtt sem fyrir augu bar. Einna eftirtektarverðast þótti okkur hinar miklu eyrarrósabreiður suðvestan undir Lyng- brekkutindi í allt að 800 metra hæð. Eftir góða kvöld- máltíð og dálítið spjall var notalegt að skríða í pok- ana þótt skálinn væri ekki mjög vistlegur, óinnréttaður bárujárnsbraggi, en þó með timburgólfi í norðurenda þar sem við komum okkur fyrir. Við Eyþór, Hálfdán og Þorleifur vörðum miðviku- deginum 26. júlí í ferð til Austurbjarga, en þau eru nyrst og austast í fjallaklasanum. Hægviðri var allan þennan dag, alskýjað en bjart til fjalla. Yfir greiðfæran jökul var að fara svo það tók okkur ekki nema rúma tvo tíma að ganga þessa tæpu 8 kílómetra sem eru á milli skálans og Austurbjarga. Í þessum hluta Esju- fjalla var meira af súru bergi og virtist okkur nyrsti tindur bjarganna vera alfarið úr líparíti, en komumst ekki mjög nærri honum, svo erfitt var að greina það. Einnig bar mun meira á líparíti í mórenunni sem lá frá Austurbjörgum en í Skálabjargaröndinni. Eftir ýmsar athuganir og sýnatökur fræðinganna, héldum við yfir jökulinn í átt til Esjubjarga, en svo heitir fjallsröðullinn sem liggur milli Skálabjarga og Austurbjarga. Röðull þessi er mun styttri en hinir tveir en Esjan sjálf, sem fjöllin eru kennd við, trón- ir efst á honum. Er við nálguðumst Esjubjörg varð á vegi okkar sprungukerfi sem ekki var árennilegt og ákváðum við því að snúa frá og halda niður með Esjubjargaröndinni. Skammt sunnan róta Esjubjarga gengum við fram á sigskál í miðri röndinni og var hún um einn kílómetri í þvermál og um 40 metrar á dýpt. Ekkert vatn var í sigkatlinum. Eftir athuganir þarna fórum við suður fyrir sigketilinn og héldum frá hon- um þvert yfir jökulinn og stefndum á Skálakamb. Í skálann komum við kl. 20 eftir tíu tíma ferð, ánægðir með viðburðaríkan dag. Magnús, Örn, Hanna og Ingibjörg voru komin á undan okkur í skálann og tilbúin að reiða fram kvöld- matinn okkur hinum til mikillar ánægju. Þau höfðu varið deginum í Fossadal, en það er jökulfyllta hvilft- in milli Skálabjarga og Vesturbjarga. Nafnið fékk dalurinn af þeim fjölda smáfossa sem falla úr hlíð- unum beggja megin. Einnig höfðu þeir Magnús og Örn gengið á hæsta tind Vesturbjarga sem rís sunnan Snóks. Snókur var eina örnefnið í Vesturbjörgum sem við þekktum, en hann er áberandi klettaborg sem rís upp af miðjum björgunum. Er komið var á fætur fimmtudaginn 27. var enn sama góðviðrið og nú sást varla skýhnoðri hvert sem litið var. Við Hálfdán, Þorleifur og Magnús ákváðum því að ganga á Lyngbrekkutind (Steinþórsfell) í blíð- viðrinu. Skriðurnar upp að klettabeltinu voru nokkuð brattar og seinfarnar, en klettabeltið var vel kleift og tók það okkur tæpa þrjá tíma að komast á toppinn. Þarna uppi dvöldum við í um klukkutíma og tókum mikið af myndum. Hálfdán fann yfir tuttugu tegundir æðri plantna og grasa umhverfis hátindinn í um 1200 metra hæð. Áður en við héldum niður af fjallinu orti Magnús: Heldur mun það hýrga lund í hrörnun grárrar elli, að hafa átt sér yndisstund upp á Steinþórsfelli. Við komum úr þessum leiðangri kl. 17 niður í skála og hittum þar fyrir Eyþór sem notað hafði tíman til að ganga frá jurtum sem hann og Hálfdán höfðu safn- að. Þeir félagar höfðu nú bætt tíu tegundum við Esju- fallaflóru Hálfdáns, og plönturnar því farnar að nálg- ast hundraðið, sem þeir höfðu fundið í Esjufjöllum. Við átum í fyrra fallinu og að því loknu fóru þeir Þorleifur, Eyþór og Hálfdán í könnunarleiðangur til Vesturbjarga og komu þaðan um kl. 23. Grasafræð- ingarnir sögðu að þar hefði mest borið á eyrarrós og JÖKULL No. 61, 2011 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.