Spanska flugan - 05.04.1920, Side 1

Spanska flugan - 05.04.1920, Side 1
SPANSKA FLUGAN I. árg. Es. ísland, 5. apríl 1920. 7. tbl. Sóitvarnarnefndin. Ritstjóri „Spönsku flugunnar“ hafði í gær viðtal við ritara sótt- varnarnefndarinnar. Höfðum vér heyrt svo sundurlausar fregnir um hvað gera skyldi við farþegana, er á land kæmi, að vér réðum af að finna ritarann persónulega að máli. Tók hann mér mjög alúðlega og leysti greiðlega úr spurningum mínum og fórust honum orð hér um bil á þessa leið: Sóttvarnamefndin hefir ákveðið, að farþegamir, jafnt sjúkir, sem heilbrigðir, skuli einangraðir í Kennaraskólanum og slept 7 dög- um eftir að hiti þeirra allra er kominn niður í 33^. Flutningur fólks þessa gegn um bæinn fer fram svo sem venja cr til i lokuðum og loftþéttum kistum og verður gætt sérstakrar varúðar til að hindra að þessir hættulegu farþegar breiði veikina út frá sér, þannig verða allar götur, sem ganga yfir götur þær, er farþegar þessir fara um ,afgirtar m|eð gaddavír. Lögreglusveit sú, sem sjer um flutninginn verður látin hafa gas- grimur fyrir andliti og bæjarbúum verður stranglega bannað að koma undir bert loft þann dag. Brot gegn banni verður refsað með dauðahegningu. Að horfa út um glugga meðan á flutningnum stend- ur, varðar æfilöngu fangelsi. 1 Kennaraskólanum hefir alt verið undirbúið, sem unt liefir ver- ið, þannig hafa allir innanstokksmunir og allir gluggar verið tekn- ir úr húsinu, svo hreint og svalt loft gæti verið í húsinu, með því það er talið heppilegast, til að lækna blóðhitann í þessum veslings farþegum. Hafi hinir læknisfróðu menn nefndarinnar haldið því fram, að með nægilegum kulda mætti lækna líkamshitann, þannig væri þess engin dæmi, að hefrosnir menn hefði mjög háan líkamshita. pegar þessu hættulega fólki hefir verið hleypt á land verður gufu- skipið ísland sótihreinsað frá kili til siglutopps og þvi næst lagt 7 vikur í sótikvi úti í miðjum Faxaflóa,

x

Spanska flugan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spanska flugan
https://timarit.is/publication/1300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.