Stjarnan - 01.02.1920, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.02.1920, Qupperneq 4
20 STJARNAN það leyfði. petta dýr v:ar alt öðruvísi en dýrin, sem. höfðu komið á undan því, og það “hafði tíu horn’’ pegar spámaðurinn hvesti augun á homin, tók hann eftir að lítið hom spratt upp meðal þeirra. þetta hom var meira ásýndum en hin homin, og það upprætti þrjú af þeim til þess að rýmka til kringum sig. par næst sér hann ýms skilmerkileg einkenni hjá þessu horni. )>að hafði “ augu, eins og mannsaugu og munn þann, er italaði guðlöstunaryrði. ’ ’ Meðan Daniel gaf gætur að þessu sá hann hinn Almáttuga byrja dómsverkið og Mannsins Son koma inn til að taka af hendi föðursins hið eilífa ríki að erfðum. Uppfylling þessa spádóms mun enda sögu syndarinnar og veita hinum kristna von hans — eilíft sam- félag við Krist. Guðdómleg útþýðing Hvað tákna þessi dýr? Daniel lang- aði itil að vita það. Hann kemst þannig að orði: “Eg gekk þá til einhvers af þeim sem þar stóðu, og bað harni segja mér skyn á öllu þessu. Hann talaði til mín og sagði mér svofelda skýringu. ” 16. vers. Hinn himneski túlkur segir honum: “pau hin miklu dýrin, sem voru fjögur als, það eru fjögur ríki, sem munu hefjast á jörðinni,” og að “hinir heilögu hins Hæsta munu eign- ast ríkið og halda því eilíflega, frá einni eilífð til annarar.” En Daniel var sturlaður út úr þessu. Hann langaði að vita meira um dýrið, sem var svo ótitalegt og hvers verk var svo eyðileggjandi. Og sérstaklega lang- aði hann til að fá útskýringu á hinum tíu hornum og á “litla horninu” sem hafði augun eins og mannsaugun og munn, sem talaði guðlöstunaryrði og sem mundi segja hinum heilögu stríð á hendur og kúga þá þangað til að dóm- urinn yrði settur. Hver var nú hin rétta skýring á þessum táknmyndum? Upp á spurningu Daniels svarar hinn himneski túlkur:— “Fjórða dýrið skal verða hið fjórða ríki á jörðinni; það skal ólíkt. vera öll- um ríkjum; það skal uppsvelgja öll lönd, niðurtroða þau og sundur merjia. pau tíu hornin merkja það, að af þessu ríki munu upp koma tíu konungar; en eftir þá mun amiar upp rísa; sá mun ó- líkur verða hinum fyrri, og hann mun undiroka þrjá konunga. Hann mun orð mæla í gegn hinum Hæsta, kúga hina heilögu hins Hæsta og hafa í hyggju að umbreyta tímum og lögum ; og þeir munu honum í hendur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð. Og dómurinn mun settur verða og honum vikið frá völdum, og ríki hans niðurbrotið verða og undir lok líða. ” 23-26 versin. Hið fyrsta dýrið itáknaði Babýlon eins og gullhöfuðið á hinni miklu líkn- eskju í draumi Nebúkadnesars, Babels konungs — drauminum sem þessi sami spámaður, Daniel, útþýddi fyrir kon- unginum. Til þess að sýna fram á að þessi dýr táknuðu konungsríki fullviss- aði hinn himneski túlkur Daniel um að “fjórða dýrið skal vera hið fjórða ríki á jörðinni. ” 23 vers. Hvers vegna voru aðeins fjögur dýr sýnd honum? Svar- ið er auðfundið. pað hafa aldrei verið nema fjögur þesskonar ríki í allri sögu heimsins. Allir eru sammála um að vængimir á baki ljónsins tákna hraða sigurvinninga þess ríkis, sem Ijónið stendur fyrir. Medar og Persar yfirrunnu að lokum Babelsríki og stofnsettu sjálfir verald- ar ríki, sem var voldugara en Babýlon. pessu nýja ríki stjómuðu tvær þjóðir.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.