Stjarnan - 01.02.1920, Síða 8
24
STJARNAN
þennan eið. Og ,ef veraldlegur höfðingi
sem er beðinn og uppörfaður af kirkj-
unni,. neitar að hreinisa ríki sitt frá
þessari trúarvilluspillingu, þá skal bisk-
upinn í höfuðborginni og aðrir biskup-
ar úti um landið binda hann bannfær-
ingarfjötrum.”— “Dekretaler Gregori-
usar IX,” bók, 7. titill, 13. kap., 3. grein
Páfavaldið hefir kúgað ‘hina heilögu
hins Hæsta ’ það hefir uppfyllt hvert
einasta orð þessa spádúms,' en það hefir
ekkert annað vald á jörðinni gjört.
Tilraunir aS breyta lögmáli Guðs
Aðeins eitt atriði enn og vitrunin um
“litla hornið” er á enda hvað einkenn-
in snertir. það vald mundi “hafa í
hyggju ,að l)reyta tímum og lögum.”
Veraldarríkin breyta stöðuglega sínum
lögum, þess vegna geta ekki þessi orð
átt við þesskonar lög. Sigurvegarar
breyta æfinlega lögum þeirra þjóða,
sem þeir hafa sigrað. þessi spádómur
getur þess vegna ekki átt við þesskonar
breytingar. Ilin einu lög, sem nokkurt
vald mundi “liafa í hyggju að breyta, ”
eru lög Guðs, og þar eð páfakirkjan
segist hafa allan myndugleika hvað trú-
mál snertir-, er það ekki nema eðlilegt,
að vér leitum hjá henni eftir uppfyll-
ingu þessa einkennis. Og þar leitum
vér ekki árangurslaust. Spádómurinn
segir að hann (páfinn) myndi “hafa í
•hyggju að breyta .........lögum,” en
gefur ekki til kynna að honum myndi
takast að koma því til leiðar. Ef hér
hefði verið um manna lög að ræða,
hafði hann vel ge,tað breytt þeim. Ef
hér sé um lögmál lögmál Guðs að træða,
getur hann ekki annað en haft í hyggju
eða gjört tilraun, eða látið eins og hann
væri búinn að breyta því. Lögmál Guðs
er að eilífu óumbreytanlegt.
Páfavaldið hefir i kenslubókum sín-
um tekið annað boðorðið algjörlega úr
lögmálinu og þannig greitt mynda- og
líkneskjutilbeiðslunni veginn. Og með
því að skifta tíunda boðorðinu í tvent
halda þeir hinni upphaflega tölu boð-
orðanna. “En hið djarfasta af því öllu
er að það hefir breytt f jórða boðorðinu,
fært úr sínum rétta stað Drottins hvíld-
ardag hinn eina sanna minnisvarða hins
mikla Guðs, sem nokkurn tíma hefir
verið gefinn mannkyninu, og í staðinn
innsett einhvem keppináut í allt öðrum
tilgangi.” “Thoughts on Daniel and Re-
velation.”
Drotnunartími páfavaldsins
Spádómurinn heldur áfram: “þeir
munu honum í hendur seldir verða um
eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð. ” Allir
hinir miklu biblíuraannsóknar menn eru
sammála um að þetta þýðir: . Eitt ár,
tvö ár og hálft ár — þrjú og hálft ár,
eða 1260 dagar. þar eð þetta er líking-
arfullur spádómur verður einnig tíminn
að vera líkingarfullur. I þesskonar
spádómum táknar dagur ,eitt ár (4. Mós
14: 34 og Esek. 4: 6.) og 1260 dagar
tákna 1260 ár. Uppfyllti nú páfavald-
ið þennan spádóm hvað tímann snertir,
sem það mundi fara fram ofsóknum
sínum?—það gjörði.
í árinu 533 var páfinn, eftir skipun
Justinianusar keisara, útnefndur til að
vera yfirhöfuð allra safnaðanna, og í
bréfi einu til páfans útnefnir Justinian-
us hann einnig til að vera “refsari allra
villutrúar manna.” En páfinn gat ekki
í næði byrjað þetta verk, sem honum
þannig var fengið að leysa af hendi
þangað til að ríki Austurgotanna væri
upprætt. í 538 var þetta að mestu
leyti um garð gengið. Árið 538 er þess
vegna byrjun hins 1260 ára tímabils
þessa spádóms, og nær það til 1798. Af-
leiðing uppreistarinnar móti hinu páfa-