Stjarnan - 01.07.1920, Side 5
STJARNAN
101
því að í meir en tólf ár liaí'ði hún al-
drei heyrt hann hlægja. Hún spurði
hann hvers 'vegna hann væri að hlægja,
Hann svaraði að nú gæti hann séð. Hún
trúði ekki því sem hann sagði. En þeg-
ar hann fór að lÝsa fötunum, sem hún
var í þar sem hún stóð hjá rúminu, var
hún sannfærð um að hanu talaði sann-
leika. Hann fór þar næst að hreyfa
armleggina og ;sagði: ‘Eg er að öllu
leyti læknaður. ’ Svo fór hann á fætur
og ibyrjaði ,að ganga um gólfið. þetta
var fimtudagskveldið. Næsta dag sagði
hann: ‘Á morgun er það hvíldardagur
og eg verð að lialda hann.’ þeir hlógu
að honum, en þrátt fyrir allan hlátur
hélt hann daginn heilagan. Hann sa.gði
að liann yrði að hlýða Drottni sínum,
sem hafði gert svo mikla hluti fyrir
hann.
“Skömmu seinna heyrði hann um
tniltoða í Basutolandinu, sem hélt hinn
sjöunda dag heilagan. Svo hann ferð-
aðist til Kolo til að mæta þessum trú-
boða. þetta var trúbróðir vor Silsbee
1 1913 kom Tómas til hans. Iljá séra
Silsbee var Tómas fjóra mánuði og
fékk góða tilsögn um þann boðskap,
sem Cluð nú sendir öllum íbúum heims-
ins. Tómas meðtók þennan boðskap og
bað um mann til að uppfræða fólk sitt.
Hann vildi íendilega að bróðir Silsbee
færi með honum heim. En það var ekki
mögulegt að fá mann til að sjá um trú-
boðsstöðina svo bróðir Silsbee gat ekki
farið í burtu og þeir gleymdu oss hér.’
“Tómas kom heim með þetta nýja
ijós, sem hann hafði öðlast og fór und-
ir eins að láta það skína meðal fólks-
ins, og afleiðingin varð sú, að flerí cn
‘hundrað manns halda nú hvíldardag-
inn heilagann þar; þeir skíra með nið-
urdýfunarskírn, borga tíund, trúa að
Kristur komi bráðum aftur og nota
hvorki tóbak, né áfengi né svínakjöt,
Eg sá áð þetta fólk var hreinlegt og
þorp þeirra mjög snoturt. Á föstudag-
inn lauguðu þeir sig og bjuggu sig und
ir hvíldardaginn. þeir héldu hann sam-
kvæmt ritningunni frá sólarlagi til
sólai'lags. þeir ispurðu hvort eg gæti
ekki gert mér að góðu að fá kaldan
mat; því þeir kveiktu ekki upp og mat-
reiddu á hvíldardögum.
“Eg spurði þá að hvemig þeir borg-
uðu tíund, og þeir sögðust borga tíund
af öllum þeim peningum, sem þcir
græddu, af uppskeru, búpening, eggj-
um, hænsnum og kálmeti; það var til
þesis að geta borgað prestinum.
“Maðurinn, sem hafði komið til að
lækna Tómas, var Zionisti, og nú er
hann á móti þeim af því að1 þeir eru
farnir að halda hvíldardaginn helgan.
þeir nefna sig Zionista, en þar eð sú
kirkja heldur ekki hvíldardaginn, vilja
þeir yfirgefa hana og sameina sig þeim
söfnuði, sem hieldur hinn sjöunda dag
heilagan. Árið sem leið dó Tómas úr
spönsku veikinni. Hann vissi ekki að
kennimaður mundi koma og hjálpa
þeim eftir að hann hafði beðið Guð í
svo mörg ár um það. Vissulega mun
hann öðlast margstirnda kórónu upp-
risunni, því að vér skerum aðeins upp
þalð sem hann sáði”,