Fréttablaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 6
Gotti gerir nestið betra Hlíðarvegur 11, 200 Kópavogi Opið hús mánudaginn 12. nóvember kl 18:00 – 18:30 Falleg 3. herb. neðri hæð í þríbýli með bílskúr og sérinngangi. Í íbúðinni eru 2 svefn- herbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús, borðstofa og stofa. Góðar suðursvalir. Bílskúr upphitaður. Heitt og kalt vatn. Frábær staðsetning. V. 42.9 m. Nánari uppl. Haraldur Guðjónsson lgf s. 783 1494 Haraldur Guðjónsson lögg. fast. s. 783 1494 halli@fasteignasalan.is OPIÐ HÚS Fögnuðu 100 ára fullveldisafmæli Póllands með hlaupi Fullveldisafmæli Pólverjar á Íslandi hittust við Hörpu í gær til að fagna 100 ára afmæli fullveldis landsins en þá fór Pólska fullveldishlaupið fram. Pólland varð aftur sjálfstætt ríki eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar en landið hafði verið undir erlendum yfirráðum í 123 ár. Fréttablaðið/steFán ReykjavíkuRboRg Jón Gnarr, fyrr­ verandi borgarstjóri Reykjavíkur, segir listaverkið sem hann fékk að gjöf frá breska götulistamanninum Banksy ekki vera neitt merkilegt og aðeins vera tíu Bandaríkjadala virði. Fréttablaðið sagði frá því á laug­ ardag að Jón hefði fengið verk að gjöf frá Banks sem sett hafi það sem skilyrði fyrir gjöfinni að myndin væri á borgarstjóraskrifstof­ unni. Spurt hefur verið hvort verk­ ið væri í raun eign borgarinnar og hvort Jón hafi ekki átt að greiða skatt af  svo verðmætri gjöf; and­ virðið gæti hlaupið á milljónum króna. „Þetta er ekki orginal verk eftir Banksy heldur eftirprentun. Hún er ekki einu sinni merkt listamann­ inum. Þetta er í rauninni bara plagg­ at,“ segir Jón í færslu á Facebook í gær. „Það er hægt að kaupa svona á netinu fyrir smápeninga,“ bætir hann við og lætur fylgja með hlekk á sölusíðuna Amazon, þar sem hægt er að kaupa plakat af verkinu á tæpa 10 Bandaríkjadali, að jafnvirði 1.200 króna. – gar Bara tíu dollara Banksy-plakat baNDaRíkIN Í það minnsta 25 hafa farist og fjölda er saknað vegna skógar elda sem logað hafa í Kali­ forníuríki Bandaríkjanna frá því því á fimmtudag. Meira en kvartmilljón manna hefur þurft að yfirgefa heim­ ili sín vegna eldanna. Sem stendur loga eldar á sextán mismunandi stöðum í ríkinu. Rauðu viðbúnaðarstigi, sem táknar að alvarlegar aðstæður vegna elds geti skapast á svæðum innan sólarhring, hefur verið lýst yfir í ríkinu eins og það leggur sig. Sá mesti logar í Buttle­sýslu í norður hluta ríkisins. 23 hafa farist í þeim eldi sem meðal annars gjör­ eyðilagði 26 þúsund manna bæinn Paradise. Talið er að um níutíu pró­ sent mannvirkja í bænum séu ónýt með öllu og bærinn og umhverfi hans er ekkert nema sót og aska. Um er að ræða þriðja mannskæðasta skógareld í sögu Bandaríkjanna og þann bruna sem valdið hefur mestri eyðileggingu. Hann hefur dreift sér yfir um 440 ferkílómetra svæði en það samsvarar flatarmáli Grýtu­ bakkahrepps. Annar eldur logar sunnar í ríkinu skammt frá Los Angeles. Þar hafa tveir farist en ríflega þrjú þúsund slökkviliðsmenn reyna nú að hefta för loganna. Þeir hafa nú þegar farið yfir 337 ferkílómetra svæði, tæplega flatarmál Fjallabyggðar. Veðurspár gefa ekki góð fyrirheit um fram­ haldið en spáð er áframhaldandi þurrki í ríkinu í vikunni. Til að bæta gráu ofan á svart bendir allt til þess að vindar muni veita eldtungunum stuðning sinn. Áætlanir slökkvi­ liðsmanna vestanhafs gera ráð fyrir að það geti tekið um þrjár vikur að slökkva eldana. „Það er engin ástæða fyrir þessum gríðarstóru, mannskæðu og dýru eldum í Kaliforníu nema slæleg umsjón skógræktarsvæða. Millj­ örðum dollara er varið til verksins ár hvert og þrátt fyrir það farast svo margir vegna lélegrar umsjónar. Finnið lausn eða það verða engar fjárveitingar úr ríkissjóði,“ sagði Donald Trump forseti Bandaríkj­ anna um eldana á Twitter. Viðbrögð forsetans hafa verið harðlega gagnrýnd úr flestum áttum en þau þykja lýsa ákveðnu skilnings­ leysi á aðstæðum og vart til þess fallin að bæta stöðu mála. joli@frettabladid.is Eldhaf breytti bænum Paradís í helvíti á jörð nánast ekkert stendur eftir í bænum Paradise í Kaliforníu. nordicPhotos/Getty Jón Gnarr, borgarstjóri 2010-2014. Milljörðum dollara er varið til verksins ár hvert og þrátt fyrir það farast svo margir vegna lélegrar umsjónar. Finnið lausn eða það verða engar fjárveitingar úr ríkissjóði. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna Á þriðja tug hefur farist og fjölda er saknað í skógareldunum miklu í Kaliforníu. Eldar loga á sextán mismunandi stöðum víða um ríkið. Bærinn Paradise þurrkaðist út af kortinu í mesta eldinum. Veður- spár benda til að ástand- ið skáni ekki í bráð. 1 2 . N ó v e m b e R 2 0 1 8 m Á N u D a g u R6 f R é t t I R ∙ f R é t t a b L a ð I ð 1 2 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 B -9 B D 8 2 1 5 B -9 A 9 C 2 1 5 B -9 9 6 0 2 1 5 B -9 8 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.