Fréttablaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 32
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Edda Kaaber Reynimel 76, Reykjavík, lést fimmtudaginn 8. nóvember á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Helga Guðnadóttir Helgi Jensson Garðar Ás Guðnason Kristín G. Guðnadóttir barnabörn og langömmubörn. 1793 Jean Sylvain Bailly, fyrsti borgarstjóri Parísar, hálshöggvinn. Hann varð borgarstjóri eftir byltinguna 1789 en féll síðar í ónáð. 1840 Franski myndhöggvarinn Auguste Rodin er í heiminn borinn. 1927 Leon Trotsky er rekinn úr sovéska Kommúnistaflokknum. 1929 Bandaríska leikkonan Grace Kelly fæðist. 1956 Marokkó, Súdan og Túnis ganga í Sameinuðu þjóðirnar. 1967 Síðustu tíu íbúarnir flytja úr Flatey á Skjálfanda og hefur eyjan verið í eyði síðan. Flestir urðu íbúar Flateyjar árið 1952 þegar þeir voru 129 talsins. 1974 Rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson deyr á Landspítalanum í Reykjavík 86 ára að aldri. 1982 Júrí Andropov verður aðalritari sovéska Kommúnistaflokks- ins og leiðtogi landsins. Hann tók við af Leoníd Brezhnev sem lést tveimur dögum áður. 1996 Boeing 747 vél sádiarabíska ríkisflugfélagsins og Ilyushin II- 76 vél frá Kasakstan lenda í árekstri í háloftunum nálægt Nýju-Delí á Indlandi. Allir 349 sem voru um borð í flugvélunum tveimur létu lífið. 1999 Jarðskjálfti að styrkleika 7,2 ríður yfir norðvesturhluta Tyrk- lands. Mest varð tjónið í Düzce-héraði en minnst 845 manns létu lífið og um fimm þúsund slösuðust. Merkisatburðir Leikkonan Grace Kelly fæddist á þessum degi. MYND/GETTY Ég hef nú orðað það þannig að Reykvíkingar alla vega hafi varla tekið eftir því að stríðið var búið. Það var allt lamað hérna út af spænsku veik-inni og engin blöð komu út. Niður staðan varð sú að blöðin í Reykja- vík splæstu í sameiginlegan fregnmiða,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræð- ingur um það hvernig Íslendingar fréttu af lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Eins og fyrr segir var prentaður sér- stakur fregnmiði mánudaginn 11. nóv- ember 1918 þar sem sagt var frá því að vopnahlé væri komið á og uppreisn væri hafin í Þýskalandi. „Seinni stríðsárin, alveg frá 1916, voru mjög erfiður tími á Íslandi. Fólk kveið því að þessu myndi ekkert linna strax. Það var kolaskortur og myrkur á götum í Reykjavík á kvöldin því menn höfðu ekki efni á lýsingu,“ segir Gunnar Þór. Hann bendir líka á að fyrri heims- styrjöldin hafi haft mikil áhrif á fullveldi Íslands sem fékkst 1. desember sama ár. Stríðið hafi fært Ísland fjær Danmörku. „Íslendingar þurftu svolítið að standa á eigin fótum og semja um viðskipti við Breta. Landsstjórnin keypti og leigði skip og það voru siglingar til Ameríku sem höfðu ekki verið áður. Þetta var mikið tímamótaár fyrir Íslendinga. Stríðið hafði miklu meiri áhrif hér en menn hafa kannski gert sér grein fyrir því það er alltaf verið að bera það saman við seinni heimsstyrjöldina sem hafði auðvitað svo gríðarleg áhrif.“ Gunnar Þór segir að fyrri heimsstyrj- öldin hafi í raun gefið tóninn fyrir alla 20. öldina. „Þetta eru auðvitað tímamót í Evrópu því það verða svo mikil umskipti og uppstokkun. Það hverfur þarna úr sögunni hvert heimsveldið á fætur öðru. Tyrkjaveldi og Austurríki-Ungverja- land hverfa og Rússar eru úr leik í bili. Stríðið gekk líka mjög nærri Bretlandi og Frakklandi þótt þau teldust til sigur- vegara. Bandaríkin standa því uppi sem öflugasta veldið þótt þau séu ekki í sömu yfirburðastöðu og síðar varð.“ Macron varaði við þjóðernishyggju Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvatti þjóðarleiðtoga til þess að minnast loka fyrri heimsstyrjaldarinnar með því að hafna þjóðernishyggju. Þetta sagði hann í ávarpi í París í gær þar sem þess var minnst að ein öld er liðin frá lokum styrjaldarinnar. Um sjötíu þjóðarleiðtogar gengu að minnismerki óþekkta hermannsins undir Sigurboganum þar sem Macron flutti ávarp sitt. Hann sagði það frábært að hafa leiðtogana á þessum stað til að minnast loka styrjaldarinnar en velti því fyrir sér hvernig ljósmyndanna af viðburðinum yrði minnst í framtíðinni. Hvort þær yrðu tákn um frið eða síðasta augnablik samstöðu áður en ringulreið tæki yfir í heiminum. Það væri undir þeim sjálfum komið. Friðarráðstefna var svo haldin í París síðdegis í gær þar sem auk Macron tóku þátt leiðtogar á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Donald Trump Banda- ríkjaforseti tók hins vegar ekki þátt í ráð- stefnunni heldur hélt til Bandaríkjanna að lokinni minningarathöfninni. Trump var gagnrýndur fyrir að hafa á laugardaginn hætt við að heimsækja kirkjugarð fyrir utan París þar sem bandarískir hermenn sem féllu í styrj- öldinni hvíla. Ástæðan sem gefin var fyrir því var slæmt veður en ekki var hægt að fljúga þyrlunni sem átti að flytja Trump. Þess í stað heimsótti hann annan kirkju- garð í gær. sighvatur@frettabladid.is Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins Þess var minnst víða í gær að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Um sjötíu þjóðarleiðtogar komu saman í París til sérstakrar athafnar. Gunnar Þór Bjarna- son sagnfræðingur segir áhrif styrjaldarinnar á Ísland meiri en menn geri sér grein fyrir. Emmanuel Macron og Angela Merkel heilsast í París í gær. NORDICPHOTOS/GETTY Parísarbúar fagna lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar 11. nóvember 1918 en styrjöldin stóð í rúm fjögur ár. NORDICPHOTOS/GETTY Flatey á Skjálfanda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 m Á n U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 2 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 5 B -8 8 1 8 2 1 5 B -8 6 D C 2 1 5 B -8 5 A 0 2 1 5 B -8 4 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.