Fréttablaðið - 15.11.2018, Side 22
Í gær fullyrðir mennta- og menn-ingarmálaráðherra í forsíðu-frétt Fréttablaðsins að ráðuneyti
hennar og starfsmenn hafi átt sam-
ráð við ábyrgðaraðila í sviðslistum
um drög að sviðslistafrumvarpi sem
hún hyggst leggja fram á Alþingi.
Það er ekki satt.
„Stóri samráðsfundurinn“ sem
hún kýs að kalla svo var haldinn í
ráðuneytinu í janúar og þangað var
boðið Ernu Ómarsdóttur, listrænum
stjórnanda Íslenska dansflokksins,
Steinunni Birnu Ragnarsdóttur,
óperustjóra Íslensku óperunnar,
Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra,
Birnu Hafstein, forseta Sviðslista-
sambandsins, og Kolbrúnu Halldórs-
dóttur, forseta Bandalags íslenskra
listamanna, en hún var forfölluð og
sat ég fundinn í hennar stað.
Á fundinum sem stóð í eina og
hálfa klukkustund kynntu höfund-
ar frumvarpsins, verkefnisstjóri og
starfsmaður lögfræðideildar vinnu
sína við drögin sem voru þá enn á
vinnslustigi. Voru þau ekki send út
fyrir fundinn og gestir því ekki átt
þess kost að kynna sér þau. Aðspurð
sögðu þau drögin ekki til dreifingar
og fengu gestir því ekki með sér
plaggið frá fundinum til frekari skoð-
unar.
Starfsmennirnir fóru yfir drögin og
höfðu orðið en gestir höfðu fátt fram
að færa þó Ari Matthíasson óskaði
eftir að sá skilningur sinn væri réttur
að starfssvið þjóðleikhússtjóra væri í
drögunum fært að lögum um starfs-
menn ríkisstofnana og ákvæðum
laga um forstöðumenn.
Lýst var vonbrigðum með stöðu
óperunnar, ánægju með að Íslenski
dansflokkurinn væri kominn í lög
og varað við að innan fagfélaga
sviðslistafólks yrði litið á kynntar
breytingar á stjórnkerfi Þjóðleikhúss
gagnrýnisaugum.
Forseti BÍL fékk fáum dögum síðar
send drögin og eru afrit þeirra frá
janúar því í höndum hagsmunaaðila
til samanburðar við það plagg sem
kynnt var í samráðsgátt fyrir fáum
dögum.
Ósk um að frestur til athugasemda
yrði lengdur sem send var ráðherra í
síðustu viku var ekki svarað.
Á opnum fundi Sviðslistasam-
bandsins á mánudag upplýsti Ari
Matthíason að ráðuneytið hafi ekki
leitað til þjóðleikhússtjóra eða þjóð-
leikhúsráðs um samráð, ekki hefur
ráðuneytið leitað til fagfélaga leik-
ara, leikstjóra og annarra sviðslista-
manna. Ekki til Sviðslistasambands
Íslands, ekki félaga leikskálda eða
rithöfunda.
Ráðherra hefur kosið að halda
vinnu sinna manna í lokuðum her-
bergjum ráðuneytis síns.
Á lýðveldistímanum frá 1947
hefur menntamálaráðherra nokkr-
um sinnum haft forgöngu um breyt-
ingar á lögum um Þjóðleikhús og
leikstarfsemi sem um síðir runnu
inn í lagabálk sem nú á að endur-
skoða. Í hvert sinn sem ráðuneytið
hefur hreyft lagabreytingum hafa
ráðamenn átt náið samráð við sviðs-
listafólk. Það gerðist ekki nú og ber
að harma.
Nú ber að minnast þess að flokkur
ráðherrans átti frá upphafi frum-
kvæði að stofnun Þjóðleikhúss með
bandalagi Jónasar Jónssonar og Jak-
obs Möllers.
Flokkurinn hreyfði fyrst breyt-
ingum á lögum um Þjóðleikhús
að frumkvæði Einars Ágústssonar
1966-7. Vert er að minnast frum-
varps Ingvars Gíslasonar í hans tíð
sem ráðherra.
Nú gefst ráðherra flokksins kostur
á að kasta þessu copy/paste frum-
varpi starfsmanna sinna, óska eftir
tillögum sviðslistamanna um ný
drög. Má byggja þau á lagafrumvarpi
sem samstarfsnefnd sviðslistamanna
vann 2013.
Ekki er að efa að sviðslistamenn
eru reiðubúnir að hlusta á sjónar-
mið embættismanna, meta þau og
greina.
Lög um fjármál ríkisins sem
heimta langtímahugsun í rekstri
menningarstofnana kalla á að ráð-
herrann gangi í lið þeirra sem vilja
marka framtíðarsýn um hag sviðs-
listanna í landinu öllum þegnum til
gleði og ánægju.
Höndin er útrétt, Lilja. Við skulum
vinna saman að því að smíða ný lög
um sviðslistir til næstu áratuga. Sláðu
ekki á útrétta hönd.
Stóri samráðsfundurinn
Í nýlegri grein Jónu Þóreyjar Pét-ursdóttur, stúdentaráðsliða og oddvita Röskvu, um fyrirhug-
aðan samning Útlendingastofn-
unar og Háskóla Íslands um aldurs-
greiningar, er því haldið fram að
við ákvörðun Útlendingastofnunar
um hvort einstaklingur fái alþjóð-
lega vernd hér á landi sé gerð krafa
um tiltekinn aldur. Að niðurstaða
aldursgreiningar ráði því hvort ein-
staklingi sé veitt vernd en ekki þörf-
in fyrir vernd er misskilningur sem
víðar hefur borið á í umræðunni.
Ástæður aldursgreininga
Rétt á alþjóðlegri vernd sem flótta-
menn hér á landi eiga einstaklingar
sem sæta ofsóknum í heimalandi
sínu eða eiga þar á hættu dauða-
refsingu, pyndingar eða ómannúð-
lega eða vanvirðandi meðferð eða
refsingu. Engin skilyrði eða kröfur
eru gerðar um aldur við ákvörðun
um veitingu verndar. Aldur er
hins vegar hluti af auðkenni ein-
staklings og við mat á þörf og rétti
umsækjanda um alþjóðlega vernd
til tiltekinnar þjónustu er mikil-
vægt að fyrir liggi hvort umsækj-
andi sé barn eða fullorðinn.
Börn eiga rétt á stuðningi og
aðstoð í samræmi við stöðu sína
sem börn, t.d. aðgengi að mennt-
un, aukið aðgengi að heilbrigðis-
þjónustu umfram fullorðna og
eftir atvikum öðrum félagslegum
stuðningi og aðstoð. Þá ber að
taka tillit til sérstakrar stöðu barna
þegar metið er hvort viðkomandi
og aðstæður hans uppfylli skilyrði
alþjóðlegrar verndar. Hluti af því
að tryggja sérstök réttindi barna
er jafnframt að tryggja að full-
orðnir einstaklingar séu ekki rang-
lega álitnir börn og vistaðir með
börnum.
Heildræn nálgun
við ákvörðun aldurs
Við rannsókn á aldri einstaklings
sem sækir um alþjóðlega vernd og
kveðst vera fylgdarlaust barn fer
fram heildstætt mat á aðstæðum og
frásögn viðkomandi af ævi sinni en
auk þess má beita líkamsrannsókn
til greiningar á aldri. Geti umsækj-
andi ekki fært sönnur á aldur sinn
er til dæmis reynt að varpa ljósi á
reynslu umsækjanda á ólíkum ald-
ursskeiðum sem gæti rennt stoðum
undir framburð um aldur. Ef grunur
leikur á að umsækjandi sem segist
vera barn sé lögráða, og ekki er hægt
að staðfesta það á óyggjandi hátt, er
Útlendingastofnun skylt að leggja
fyrir umsækjanda að gangast undir
líkamsrannsókn til þess að ákvarða
um aldur. Slík rannsókn fer þó ein-
ungis fram með upplýstu samþykki
umsækjanda.
Líkamsrannsókn til aldursgrein-
ingar felst hér á landi í greiningu
á aldri út frá tannþroska. Til að
tryggja sem mesta nákvæmni er
fjórum mismunandi aðferðum
beitt og gefinn upp meðalaldur
samkvæmt þeim og staðalfrávik.
Er þetta gert til að tryggja að vafi
sé metinn umsækjanda í hag og
viðkomandi ekki greindur eldri en
hann er í raun og veru. Þess má geta
að annars staðar á Norðurlönd-
unum er aldur einnig greindur út
frá þroska tanna en samhliða er þar
notast við greiningu á þroska beina.
Danir einir greina aldur auk þess út
frá kynþroska.
Niðurstaða líkamsrannsóknar-
innar er ekki ein og sér lögð til
grundvallar við mat á aldri heldur
er hún metin í samhengi við önnur
atriði málsins svo sem frásögn
umsækjanda og fyrirliggjandi gögn.
Neiti umsækjandi að gangast undir
líkamsrannsókn til aldursgreining-
ar er aldur viðkomandi metinn á
grundvelli trúverðugleika og gagna
málsins.
Áhrif aldurs á málsmeðferð
Mat á aldri umsækjanda felur ekki
í sér afstöðu til umsóknar viðkom-
andi um alþjóðlega vernd. Við rann-
sókn á aðstæðum umsækjanda er
litið til frásagnar, framlagðra gagna
og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir
um aðstæður í upprunaríki viðkom-
andi. Aldur getur ekki verið grund-
völlur alþjóðlegrar verndar en hann
er einn þeirra þátta sem litið er til
við einstaklingsbundið heildarmat
á þörf hvers og eins fyrir alþjóðlega
vernd. Ef aðstæður umsækjanda
falla undir flóttamannahugtakið
eða viðbótarvernd fær hann réttar-
stöðu flóttamanns hér á landi óháð
því hvort hann er barn eða full-
orðinn.
Útlendingastofnun fagnar því að
stúdentaráð Háskóla Íslands láti sig
aldursgreiningar umsækjenda um
alþjóðlega vernd varða og hvetur
ráðið til að kynna sér málið frá
öllum hliðum.
Aldursgreiningar umsækjenda um alþjóðlega vernd
Páll Baldvin
Baldvinsson
formaður Félags
leikstjóra á Ís-
landi og situr í
Þjóðleikhúsráði
Lilja Rós
Pálsdóttir
verkefnastjóri
á verndarsviði
hjá Útlendinga-
stofnun
Höndin er útrétt, Lilja. Við
skulum vinna saman að því
að smíða ný lög um sviðs-
listir til næstu áratuga. Sláðu
ekki á útrétta hönd.
Engin skilyrði eða kröfur eru
gerðar um aldur við ákvörð-
un um veitingu verndar.
Veldu Panodil®
sem hentar þér!
Verkjastillandi og hitalækkandi
Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi.
Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Panodil-LB-5x10 copy.pdf 1 06/11/2018 11:46
1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U D A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
1
5
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
6
4
-6
9
D
0
2
1
6
4
-6
8
9
4
2
1
6
4
-6
7
5
8
2
1
6
4
-6
6
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K