Fréttablaðið - 15.11.2018, Page 51

Fréttablaðið - 15.11.2018, Page 51
Djasspíanóleikarinn Jacky Terras son kemur fram í Saln­um í Kópavogi annað kvöld, föstudaginn 16. nóvember, klukkan 20. Samkvæmt franska tímaritinu Telerama er Jacky píanisti ham­ ingjunnar sem með flutningi sínum grípur hlustandann og umvefur hann vellíðan og fögnuði. „Mér finnst í raun alveg ótrúlegt að það skyldi takast að fá þennan snill­ ing hingað til okkar og gefa þar með Íslendingum kost á að hlýða á hann,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir, djass­ leikari og listrænn stjórnandi tón­ leikaraðarinnar Jazz í Salnum. Í fréttatilkynningu segir að Jacky hafi ávallt töfrað hlustendur með leik sínum sem sé fullur eldmóðs og innlifunar. „Það mætti lýsa leik hans sem blöndu af Bud Powell og Ahmad Jamal en undir sterkum áhrifum franskra tónskálda á borð við Ravel, Fauré og Debussy. Jacky bræðir saman liti og uppfinningar bestu píanista sögunnar við sínar eigin, með ferskleika og gleði að vopni.“ – gun Píanisti hamingjunnar í Salnum Jacky Terrasson með ferskleika og gleði að vopni.nordicphoTos/geTTy Bækur Múmínálfarnir – Stórbók Tove Jansson Útgefandi: Mál og menning Blað- síður: 351 Sö g u r Tove Jans­ son um m ú m í n ­ álfana hafa notið gríðarlegra vin­ sælda víða um heim. Hver ný kynslóð uppgötvar þær og hefur þennan sígilda bókaflokk í háveg­ um. Frá Forlaginu kemur bók sem geymir fyrstu þrjár sögurnar af múmínálfunum. Þetta eru Litlu álf­ arnir og flóðið mikla, Halastjarnan og Pípuhattur galdrakarlsins. Þær tvær síðastnefndu hafa komið út áður í afbragðs þýðingu Steinunnar Briem. Litlu álfarnir og flóðið mikla koma nú á íslensku í fyrsta sinn í afar góðri þýðingu Þórdísar Gísla­ dóttur. Allar eru sögurnar skemmti­ lega myndskreyttar af höfundinum sjálfum. Í litlu álfunum og flóðinu mikla er Jansson greinilega að þreifa fyrir sér í nýjum söguheimi. Þar leita múmínsnáðinn og mamma hans að múmínpabba sem hefur týnst. Á ferð sinni hitta þau alls kyns merki­ legar verur, þar á meðal læðu sem hefur þá heimspekilegu afstöðu að aldrei eigi að standa í veseni að óþörfu. Þetta er sjarmerandi saga þar sem húmor höfundar nýtur sín vel. Halastjarnan er enn betri saga og kraftmeiri. Þar steðjar mikil ógn að Múmíndal í líki halastjörnu og við því þarf vitanlega að bregðast. Ekki er hægt að sitja aðgerðarlaus þegar heimsendir er í nánd. Í miðri ógn blómstrar ástin samt því múm­ ínsnáðinn finnur snorkstelpuna sína og þau keppast við að sanna ást sína hvort fyrir öðru. Litríkar auka­ persónur skemmta lesandanum og fer þar fremst í flokki heimilislaus bísamrotta sem segist vera heim­ spekingur sem taki öllu af ró, en er þó ansi tilætlunarsöm og kvartsár. Í síðustu sögunni, Pípuhatti galdrakarlsins, finna múmínsnáð­ inn og vinir hans pípuhatt galdra­ karlsins með afar óheppilegum afleiðingum, en allt fer þó vitanlega vel að lokum. Hér eru aðalpersónur þessa bókaflokks komnar með helstu karaktereinkenni sín. Hin sanna hetja sögunnar, og kannski bókaflokksins alls, er múmín­ mamman, umvafin stóískri ró, hlý, hugrökk og ráðagóð. Og vitanlega þekkir hún múmínsnáðann sinn, jafnvel þótt hann hafi tekið skelfi­ legum umbreytingum. Þarna er múmínpabbinn, dásamlega sjálf­ hverfur að skrifa endurminningar sínar, gagntekinn af hugmyndinni um sjálfan sig sem stórgáfað og mis­ skilið barn. Tove Jansson er vitur, hlýr og fyndinn höfundur sem kann um leið að gæða texta sinn angurværð. Þótt húmor og léttleiki ríki á yfir­ borðinu þá er viss einsemd sem umvefur margar sögupersónur bók­ arinnar. Jansson hefur einstakan skilning á þeim ólíku tilfinningum sem hrærast í brjósti persóna og miðlar þeim á fallegan en um leið húmorískan hátt í bókum sem ekki er hægt að gleyma. Kolbrún Bergþórsdóttir NiðurSTaða: Þrjár heillandi sögur af múmínálfunum gleðja alla og gleymast ekki. Skyldulesning allra kynslóða. Skyldulesning allra kynslóða Góðar hugmyndir að jólauppskriftum á gottimatinn.is M e N N i N g ∙ F r É T T a B L a ð i ð 35F i M M T u D a g u r 1 5 . N ó v e M B e r 2 0 1 8 1 5 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 4 -4 7 4 0 2 1 6 4 -4 6 0 4 2 1 6 4 -4 4 C 8 2 1 6 4 -4 3 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.