Fréttablaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 30
„Ég tálga aðallega karaktera vegna þess að það höfðar mest til mín,” segir Sigurður Petersen. SNJALLARI LÝSING MEÐ SÍMANUM ÞÍNUM 24.990 kr Með HUE frá Philips stjórnar þú lýsingunni á heimilinum með símanum, hvar og hvenær sem er. HUE START KIT Með rofa, litað, brú, 3x10W E27 Led perur. 6167027 Bændur, verkamenn, sjómenn og förufólk sem fór á milli bæja og gerði ýmis viðvik fyrir mat og gistingu hér áður fyrr eru meðal fyrirmynda Sig- urðar Petersen sem tálgar og sker út ýmsa skemmtilega karaktera úr ólíkum viðartegundum. „Mér hefur alltaf fundist þetta vera fólkið sem stendur mér næst. Ég tálga aðallega karaktera vegna þess að það höfðar mest til mín. Ég nota ekki raunveru- legar persónur sem fyrirmyndir en hef þó í huga það fólk sem ég hef haft mest samskipti við í gegnum tíðina.“ Um þrettán ár eru síðan Sigurður byrjaði á þessu áhugamáli sínu. „Sjómennskan var lengstum aðal- starf mitt, fyrst á fiskiskipum en síðar farskipum sem stýrimaður og skipstjóri. Það var lítið um tóm- stundir á þessum tíma, nema þá helst að ganga með veiðistöngina með fram ýmsum vatnsföllum stórum og smáum og svo bóklestur. Síðustu þrettán árin vann ég í landi og þá gáfust betri stundir til tóm- stunda. Ég prufaði ýmislegt en fann mig hvergi þar til ég fór að reyna við tréskurð.“ Hann sótti nokkur námskeið hjá tréskurðarmeisturum, aðallega til að læra að halda rétt á verk- færunum. „Eftir að hafa reynt við ýmsar tegundir tréskurðar og tré- rennsli fann ég mig best með hníf í hendi og mátulega stóran trébút til að tálga. Þetta áhugamál veitir mér gleði og ánægju, það hvílir hugann Veitir andlega vellíðan Um þrettán ár eru síðan Sigurður Petersen hóf að tálga og skera út ýmsa skemmtilega karaktera úr ólíkum viðarteg- undum. Áhugamálið veitir honum bæði gleði og ánægju. Verkamenn, sjómenn og förufólk eru meðal helstu fyrirmynda Sigurðar Petersen. mynD/EyÞÓR Fallegir jólasveinar af öllum stærðum tilbúnir í slaginn. mynD/EyÞÓR Sigurður Petersen. mynD/EyÞÓR Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is frá amstri dagsins og veitir mér and- lega vellíðan.“ Góðar viðtökur Viðtökur almennings hafa komið honum á óvart en vörurnar selur hann undir nafninu Gluggagallery. „Í fyrstu var ég bara að stytta mér stundir og njóta þess sem ég var að gera. Fyrir vikið söfnuðust upp gripir heima þar til staðan varð loks þannig að ég hafði nánast ekki pláss fyrir þá lengur. Ýmsir spurðu mig hvort ég ætlaði ekki að selja gripina en þá þótti mér óraunhæft að hugsa til þess að einhver væri tilbúinn að borga fyrir þá. Að lokum tók ég til- boði frá ágætum konum sem voru með fyrirtæki á Laugaveginum og setti þá í sölu hjá þeim. Það kom mér á óvart og gladdi mig mjög hvað margir vildu eiga þessa gripi og voru tilbúnir að borga fyrir þá.“ Um síðustu helgi tók Sigurður þátt í sýningunni Handverk og hönnun sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Sýningin gekk alveg ágætlega eins og í fyrri skiptin sem ég hef tekið þátt. Fram undan er síðan að vinna upp lager því það gengur alltaf á birgðirnar fyrri hluta vetrar. Ég hef sett mér það markmið að smíða hefilhest en það er nokk- urs konar stóll og búnaður til að halda trénu föstu meðan verið er að hefla börkinn af og það sem maður vill taka af trénu. Svo hefur mér verið boðið að taka þátt í nokkrum verkefnum sem ekki er hægt að segja nánar frá á þessu stigi.“ Nánar má kynna sér verk Sigurðar á Facebook undir Gluggagallery. 6 KynnInGARBLAÐ 3 0 . n ÓV E m B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RJÓLAGJöF FAGmAnnSInS 3 0 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 8 -B D 4 0 2 1 9 8 -B C 0 4 2 1 9 8 -B A C 8 2 1 9 8 -B 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.