Fréttablaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 14
Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 9 1 1 2 7 R e n a u lt C a p t u r 5 x 2 0 t il b o ð n ó v RENAULT CAPTUR Einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tri Renault Captur Intens Sjálfskiptur, dísil. Verð: 3.690.000 kr. VEGLEGUR VETRARPAKKI Verðmæti allt að 300.000 KR. Með nýjum Renault í nóvember Fyrsta ábyrgðarskoðun · Keramik lakkhúðun fyrir veturinn Gæða vetrardekk · Vönduð gúmmímotta í skott Bandaríkin Michael Cohen, fyrr- verandi persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, játaði í gær að hann hefði logið að bandaríska þinginu þegar hann sendi frá sér skriflega yfirlýsingu um fasteignaviðskipti Trump-veldisins í rússnesku höfuðborginni Moskvu. „Ég laug til þess að vera í samræmi við pólitískar yfirlýsingar einstakl- ings númer eitt og vegna hollustu við einstakling númer eitt,“ hafði Reuters eftir Cohen en lögmaðurinn hefur áður sagt Trump vera téðan einstakling númer eitt. Yfirlýsingin var send þinginu árið 2017. Í henni sagði að vinnu við fasteignaverkefni hefði verið hætt í janúar 2016. Hið rétta er, samkvæmt framburði Cohens í gær, að sú vinna hélt áfram þar til í júní. Cohen tók að auki fram að hann hefði áður sagst hafa verið í litlu samráði við Trump en hið rétta væri að sam- ráðið hefði verið meira en áður var gefið í skyn. Þetta er ekki fyrsti glæpurinn sem Cohen játar á sig á árinu en hann hefur verið undir smásjá Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meint samráð þeirra við framboð Trumps. Í ágúst játaði Cohen að hann hefði gerst brotlegur við lög um fjár- mögnun kosninga með þöggunar- greiðslum til meintra hjákvenna forsetans. Forsetinn brást reiður við játn- ingu Cohens. „Hann er veikgeðja maður og ekkert sérlega klár. Hann hefur nælt sér í langan fangelsisdóm og hann er að reyna að stytta hann með því að skálda þessa sögu. Þessi samningur átti sér ekki stað. Það var enginn samningur. Þetta var eitt- hvað sem ég ákvað að fylgja ekki eftir.“ – þea Cohen játar annan glæp Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps. NordiCphoTos/GeTTy Úkraína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, aflýsti í gær fundi sem hann átti bókaðan með Vladímír Pútín, forseta Rússlands, er fram átti að fara á G20-fundinum sem hefst í Buenos Aires í Argentínu í dag. „Þar sem Rússar hafa ekki skilað herskipum og sjóliðum Úkraínu aftur heim hef ég ákveðið að það sé best fyrir alla hlutaðeigandi að aflýsa fundinum með Vladímír Pútín for- seta. Ég hlakka til þess að eiga mikil- vægan fund þegar búið er að leysa þetta mál,“ tísti forsetinn og vísaði þar til þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk herskip og á þriðja tug sjó- liða á Asovshafi Úkraína segist ekkert hafa gert til að storka Rússum en Rússar segja úkraínsku herskipin hafa siglt inn í rússneska landhelgi. Volodímír Omeljan, innviðaráðherra Úkraínu, sagði frá því í gær að Rússar hefðu svo gott sem sett úkraínsku hafnar- borgirnar Berdíjansk og Maríúpol við Asovshaf í herkví í gær. 35 skipum hafi verið meinað að sigla úr höfn. Herlög eru í gildi víða í Úkraínu vegna málsins. Petro Porosjenko, for- seti Úkraínu, sagði í gær að ferðafrelsi samlanda sinna, heimildir til fjárút- tekta eða gjaldmiðlaviðskipta yrði ekki skert vegna herlaganna. Annað gilti hins vegar um Rússa í Úkraínu. „Það verða einhverjar þvinganir gegn rússneskum ríkisborgurum og ég tel það fullkomlega réttlætanlegt.“ Porosjenko kallaði eftir því í gær í samtali við þýska fjölmiðla að Atl- antshafsbandalagið (NATO) sendi herskip á Asovshaf til þess að vernda Úkraínu gegn Rússum. Bætti því við að Pútín vildi hernema gjörvalla Úkraínu. Ákallið er sagt liður í sam- hæfðri herferð Úkraínumanna fyrir frekari þvingunum gegn Rússum og fyrir frekari stuðningi við Úkraínu. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði að Vesturlönd myndu setja á þvinganir gegn Rússum og að hún myndi ræða málið við Pútín á G20-fundinum. „Við gerum það ekki þvingananna vegna heldur til þess að koma því skýrt á framfæri að ríki eiga rétt á að stýra sér sjálf, óháð því hvort þau eiga landamæri að Rússlandi. Þetta er grundvallarprinsipp alþjóða- laga.“ thorgnyr@frettabladid.is Aflýsa fundi vegna herteknu skipanna Forseti Bandaríkjanna mun ekki setjast niður með Rússlandsforseta á G20- fundinum sem hefst í dag. Ástæðan er hertaka þriggja skipa og rúmlega tuttugu sjóliða á Asovshafi um síðustu helgi. Úkraínuforseti kallar eftir aðstoð NATO. Trump er greinilega ósáttur við pútín rússlandsforseta. NordiCphoTos/AFp 3 0 . n ó v e m B e r 2 0 1 8 F Ö S T U d a G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 8 -B 3 6 0 2 1 9 8 -B 2 2 4 2 1 9 8 -B 0 E 8 2 1 9 8 -A F A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.