Fréttablaðið - 04.01.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.01.2019, Blaðsíða 6
NEYTENDAMÁL „Helstu ráðin til neytenda eru kannski þau að reyna að kaupa ekki einhvern óþarfa. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að allt sem við kaupum skilur eftir sig ein- hver spor. Þetta er kannski flutt yfir hálfan heiminn og það er sorglegt ef það endar svo bara úti í bílskúr við hliðina á fótanuddtækinu engum til gagns eða gleði. Jafnvel þótt eitthvað sé á mjög góðu verði þá eru það ekk- ert endilega góð kaup,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasam- takanna, en janúarútsölurnar eru nú komnar fullt. Breki segir að Neytendasamtökin séu á tánum varðandi útsölurnar og hvetur félagsmenn til að senda inn upplýsingar verði þeir varir við eitt- hvað misjafnt. Samtökin hafi fengið sendar ábendingar á svörtum föstu- degi. Þar á meðal hafi verið dæmi um vöru sem hafi hækkað um 20 þúsund krónur en svo verið lækkuð um 10 þúsund. „Við sendum fyrirspurn varðandi það mál en fengum þau svör að þetta væri vegna gengismunar. Þetta hefði verið ný sending sem hefði komið á hærra verði. Við getum svo sem ekkert sagt við því.“ Samtökunum berast einnig reglu- lega erindi varðandi skilarétt á vörum. „Eins og kom fram hjá okkur fyrir jól þá ná engin lög yfir skila- rétt á ógallaðri vöru. Verslunum er þetta svolítið í sjálfsvald sett nema þú hafir keypt vöruna á netinu. Þá færðu 14 daga fortakslausan skila- rétt jafnvel þótt þú hafir keypt vör- una á netinu og sótt svo í verslun.“ Ástæðan sé sú að hér á landi hafi verið innleidd tilskipun ESB um net- verslun en ekki sé enn búið að inn- leiða tilskipun um almenn kaup. „Við köllum eftir því að það verði gert og viljum að það sé sami réttur þegar þú kaupir vöru í verslun og á netinu.“ Breki, sem var kjörinn formaður Neytendasamtakanna í lok október, segir þennan stutta tíma hafa verið mjög lærdómsríkan. „Mér finnst ég vera að læra eitthvað nýtt á hverjum degi sem er ótrúlega skemmtilegt en mikil forréttindi líka. Ég finn ákveð- inn meðbyr með neytendamálum og mér finnst þau vera að fá meira vægi í þjóðfélagsumræðunni. Fólk er farið að sjá fleiri vinkla en bara verðlagningu og farið að hugsa meira um þætti eins og áhrif á lofts- lagið og notagildi hluta.“ Hann segir einstaklinga í nýkjör- inni stjórn samtakanna koma úr mjög ólíkum áttum sem sé frábært. „Þessi stjórn virðist ætla að verða mjög virk. Ef það er eitthvað eitt sem sameinar þennan kór margra radda í stjórninni þá er það áhersl- an á siðræna neyslu. Að fólk geri sér grein fyrir þeim sporum sem við skiljum eftir okkur við kaup á vörum og þjónustu.“ Í því skyni bendir hann á þá stað- reynd að hver Íslendingur hendi um tíu kílóum af fötum og efnisbútum á hverju ári. „Það er gífurlegt magn. Við höfum áhrif á lífið í kringum okkur með allri okkar kauphegðun. Það er eitthvað sem við neytendur erum smátt og smátt að gera okkur grein fyrir og ég finn fyrir mikilli vakningu í þessum málum.“ sighvatur@frettabladid.is Neytendur hugsi um notagildi á útsölunum Formaður Neytendasamtakanna segir neytendamálin vera að fá meira vægi í þjóðfélagsumræðunni. Ný stjórn samtakanna leggi áherslu á siðræna neyslu. Hann ráðleggur neytendum að forðast óþörf kaup á janúarútsölunum. Formaður Neytendasamtakanna segir að þótt vörur séu á góðu verði sé ekki alltaf um góð kaup að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jafnvel þótt eitthvað sé á mjög góðu verði þá eru það ekkert endilega góð kaup. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna TOLLAMÁL Atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið hefur hætt við áform um að umreikna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir kjötvörur frá Evrópusambandinu yfir í ígildi kjöts með beini. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við erindi Félags atvinnurekenda (FA). Félagið segir að slíkur umreikningur hefði skert tollfrjálsan innflutning um allt að þriðjung. Á vef ráðuneytisins í maí 2018 kom fram að ein af mótvægis- aðgerðum vegna tollasamnings Íslands við ESB, sem þegar væri kominn til framkvæmda, væri slíkur umreikningur. „Unnið er að því að koma þessu til framkvæmda,“ sagði á vef ráðuneytisins. Félag atvinnurekanda gagnrýndi þessar hugmyndir. Í svari ráðu- neytisins við fyrirspurn FA segir að framkvæmdinni við innflutning kindakjöts hafi verið breytt í ESB og sé nú miðað við nettóvigt í öllum til- vikum. „Þar af leiðandi gerir ráðu- neytið ekki ráð fyrir því að svo stöddu að framkvæmdinni verði breytt frá því sem verið hefur hvað varðar ofangreint.“ Í tilkynningu frá FA segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins, það jákvætt að ESB hafi tekið af allan vafa um framkvæmd samningsins. „Og þá standa engin rök til þess að breyta framkvæmd- inni á Íslandi. Umreikningurinn hefði skert verulega hag bæði neyt- enda og innflytjenda. Nú blasir hins vegar við að það aukna framboð á innfluttu kjöti á hagstæðu verði, sem samningurinn gaf fyrirheit um, mun ganga eftir,“ segir Ólafur. – khn Hætta við skerðingu tollkvóta á kjöti Jákvætt fyrir neytendur segir fram- kvæmdastjóri FA. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Smelltu þér á notaðan á nýrri heimasíðu Smelltu á notadir.benni.is SSANGYONG KORANDO Raðnúmer 445289 Nýskráður: 2016 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 141.000 km. Verð: 2.490.000 kr. SSANGYONG REXTON Raðnúmer 740214 Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 58.000 km. Verð: 4.390.000 kr. Tilboð: 3.990.000 kr. NISSAN QASHQAI TEKNA Raðnúmer 740150 Nýskráður: 2018 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 24.000 km. Verð: 4.590.000 kr. Til bo ð Tilboð: 6.390.000 kr. 82.912 kr. á mán.* TOYOTA LAND CRUISER 150 Raðnúmer 445384 Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 58.000 km. Verð: 6.790.000 kr. Til bo ð Tilboð: 1.990.000 kr.Tilboð: 3.990.000 kr. Tilboð: 2.390.000 kr. 31.111 kr. á mán.*51.831 kr. á mán.* SUZUKI VITARA Raðnúmer 445311 Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 79.000 km. Verð: 2.790.000 kr. Til bo ð 38.363 kr. á mán.* OPEL INSIGNIA LIMOUSINE Raðnúmer 740043 Nýskráður: 2015 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 38.000 km. Verð: 3.290.000 kr. Tilboð: 2.950.000 kr. Til bo ð OPEL CORSA-E Raðnúmer 445261 Nýskráður: 2018 / Bensín Beinskiptur / Ekinn: 40.000 km. Verð: 2.490.000 kr. Tilboð: 2.190.000 kr. 28.521 kr. á mán.* 44.061 kr. á mán.* 25.931 kr. á mán.* TOYOTA YARIS ACTIVE Raðnúmer 445350 Nýskráður: 2018 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 24.000 km. Verð: 2.590.000 kr. Tilboð: 2.290.000 kr. 29.816 kr. á mán.* SSANGYONG TIVOLI DLX Raðnúmer 112503 Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 31.000 km. Verð: 3.000.000 kr. Tilboð: 2.790.000 kr. 36.291 kr. á mán.* OPEL ASTRA Raðnúmer 445249 Nýskráður: 2015 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 150.000 km. Verð: 1.490.000 kr. Tilboð: 990.000 kr. 12.980 kr. á mán.* * Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl. Útreikningur miðaður við 20% útborgun og 84 mánaðarlegar greiðslur. Reykjavík Krókháls 9 | Sími: 590 2035 NOTAÐIR BÍLAR Skoðaðu úrvalið á notadir.benni.is Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 10-18 Laugardaga 12-16 Til bo ð Til bo ð Til bo ð Til bo ð 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E F -D 0 D 4 2 1 E F -C F 9 8 2 1 E F -C E 5 C 2 1 E F -C D 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.