Fréttablaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 5 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9
Fréttablaðið í dag
SKOÐUN Katrín Atladóttir
skrifar um skíðasvæðin á
höfuðborgarsvæðinu sem
hafa setið á hakanum frá
því í hruninu. 11
SPORT Strákarnir okkar verða í
sterkum milliriðli á HM í hand-
bolta. 15
MENNING Goddur fræðir fólk um
líf og störf Einars Þorsteins. 20
GLAMOUR Brúni liturinn hefur
verið áberandi í kvenna- og
herratískunni í vetur. Glamour
skoðar hvernig hægt er að
klæða sig í þessum vinsælasta
lit ársins. 24
PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK
l GREIÐSLULEIÐIR
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
FYRIR SVANGA
FERÐALANGA
*0,5 l gos í plasti frá Ölgerðinni.
Tilbúin vara, ekki hægt að breyta.
BEYGLA
OG GOS*
COMBO VERÐ:
499KR
SAMGÖNGUMÁL „Ég dreg ekkert úr
mikilvægi verkefnanna sem um er
rætt en það verður að ganga úr skugga
um að fjármögnun þeirra og skuld-
bindingar sem ríkissjóður tekst á
hendur standist þau vinnubrögð sem
við höfum einsett okkur að vinna eftir,“
segir Þorsteinn Víglundsson, áheyrnar-
fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd, um
hugmyndir um veggjöld.
Sú útfærsla hefur verið rædd að ríkis-
sjóður taki lán upp á 60-70 milljarða til
þess að flýta samgönguframkvæmdum.
Lánið yrði greitt niður með tekjum af
veggjöldum. Þá eru uppi hugmyndir
um stofnun opinbers hlutafélags um
framkvæmdirnar.
Þorsteinn vill svör frá fjármálaráðu-
neytinu um hvort þetta standist lög um
opinber fjármál. Málið var rætt á fundi
fjárlaganefndar í gær. Formleg fyrir-
spurn verður send ráðuneytinu eftir
frekari umfjöllun í nefndinni.
„Ég taldi mikilvægt að við fengjum
svör við því hvernig rétt væri að halda
á þessu þannig að þetta samrýmdist
lögunum. Að við sköpum ekki hættu-
legt fordæmi sem gangi gegn markmiði
laganna,“ segir Þorsteinn og bendir
á að fjármálaáætlun sé sett fram til
að ramma inn ríkisfjármálin. Þegar
fram komi hugmyndir um umfangs-
mikil verkefni sem fjármagna eigi með
öðrum hætti, en ríkissjóður beri ábyrgð
á, hljóti það að falla undir fjármála-
áætlun ríkisstjórnar á hverjum tíma.
„Það má aldrei verða svo að Alþingi
geti farið fram hjá lögum um opinber
fjármál með því að ohf-væða skuldir.“
Samkvæmt heimildum blaðsins
komu fram efasemdir um lögmæti
fyrirhugaðrar fjármögnunarleiðar í
kynningu sem formaður stýrihóps
um fjármögnun samgöngukerfisins
hélt nýverið fyrir stjórnarflokkana.
Var hópnum falið að stilla upp til-
lögum um gjaldtöku, meta tekjur af
henni og lagaleg skilyrði.
Samflokksmaður Þorsteins,
Hanna Katrín Friðriksson, lýsti
sams konar efasemdum í grein í
blaðinu í gær. Markmið laga um
opinber fjármál væri að tryggja
heildstæða stefnumörkun í opin-
berum fjármálum og tryggja vand-
aðan undirbúning áætlana og
meðferð opinbers fjár. „Hvernig
passar kúvending stjórnvalda með
tilheyrandi risalántöku hér inn?“
spurði Hanna Katrín. – sar
Spyr hvort útfærsla veggjalda standist lög
Þingmenn Viðreisnar vilja fá úr því skorið hvort útfærsla á veggjöldum þar sem framkvæmdir yrðu fjármagnaðar með lánum standist lög
um opinber fjármál. Ekki megi fara fram hjá lögunum með því að ohf-væða skuldir. Kalla fyrirhugaða lántöku „kúvendingu stjórnvalda“.
Það voru reynsluboltarnir og elstu leikmenn íslenska landsliðshópsins, Arnór Þór Gunnarsson og Björgvin Karl Gúst-
avsson, sem reyndust hetjur íslenska liðsins í tveggja marka sigri strákanna okkar á Makedóníu í gær. Sigurinn tryggir
að Ísland mætir sterkustu þjóðum heims í milliriðlinum í stað þess að leika í Forsetabikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SJÁVARÚTVEGUR „Það þarf að taka
þetta mál föstum tökum. Það er
margt í húfi, meðal annars orðspor
okkar sem fiskveiðiþjóðar sem bless-
unarlega tók þá ákvörðun að vera
með sjálfbærar veiðar og byggja á
vísindalegri nálgun,“ segir Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, formaður
Viðreisnar, um þá niðurstöðu Ríkis-
endurskoðunar að eftirlit Fiski-
stofu með brottkasti sé bæði
ómarkvisst og veikburða.
Stjórnsýsluúttekt Ríkis-
endurskoðunar á eftirliti
Fiskistofu var kynnt í gær.
Þar kemur meðal annars
fram að vegna takmark-
aðs eftirlits stjórnvalda
með brottkasti og tak-
markaðra rannsókna
á umfanginu sé vart
tilefni til fullyrðinga
atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis-
ins um að brottkast sé óverulegt.
Það er sérstaklega gagnrýnt að mat
ráðuneytisins byggist meðal annars
á lýsingum hagsmunaaðila. Við upp-
lýsingaöflun vegna úttektarinnar hafi
komið fram skýrar áhyggjur af því að
brottkast ætti sér stað í talsverðum
mæli.
Þorgerður segir ábyrgð útgerð-
armanna mikla og þeir verði
að standa undir henni. „Lang-
flestir gera það en SFS verður
hér að sýna afgerandi forystu
og taka hressilega á þessu þó
að einhverjir innan þeirra
raða verði missáttir. Þetta
er ekki einkamál útgerðar-
manna og sjómanna.
Langt í frá, þótt ríkis-
stjórnin vilji vinna málið
þannig.“ – sar
Ábyrgð útgerðar sé mikil
LÍFIÐ Það hefur líklega ekki farið
fram hjá mörgum að knattspyrnu-
kappinn Rúrik Gíslason er genginn
út. Lífið leyfir lesendum sínum að
kynnast þessari nýjastu tengdadóttir
Íslands, fyrirsætunni Nathaliu Soli-
anis, sem er á mála hjá
IMG Models og hefur
komið fram í auglýs-
ingaherferðum fyrir
verslanir á borð við
Topshop og Asos.
Hún hóf fyrirsætu-
ferilinn aðeins 15 ára
gömul, í Japan.
– be /
sjá síðu
26
Rúrik Gísla á fast
með fyrirsætu
Fleiri ljósmyndir frá leiknum er að finna á +Plússíðu
Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-
appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
Sætur sigur
1
8
-0
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
1
1
-1
4
C
8
2
2
1
1
-1
3
8
C
2
2
1
1
-1
2
5
0
2
2
1
1
-1
1
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K