Fréttablaðið - 18.01.2019, Page 2
Veður
Víða skúrir eða él, en hægviðri og
birtir til NA-lands er líður á daginn.
Hiti 0 til 5 stig syðst, en frost annars
1 til 10 stig, kaldast í innsveitum
nyrðra. SJÁ SÍÐU 18
Gluggarnir þvegnir á nýju ári
HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ
30%
MEIRA MAG
N
TILBOÐ
HOLTA KJÚKLINGABOLLUR?
Það er ekki beinlínis árennilegt verk að þrífa alla gluggana á tónlistarhúsi Íslendinga í miðborginni, Hörpu, en þessi herramaður tók að sér í gær að
hefja það risavaxna verkefni. Vonandi var tónlistin í eyrum mannsins hvetjandi, því gluggarnir eru nokkuð margir talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ÍTALÍA Silvio Berlusconi, hinn 82
ára gamli fyrrverandi forsætisráð
herra Ítalíu, tilkynnti í gær um að
hann myndi bjóða sig fram í Evr
ópuþingskosningunum. Kosning
arnar fara fram í maí. Þetta er fyrsta
skiptið sem Berlusconi býður sig
fram í kosningum frá því hann var
rekinn úr efri deild ítalska þingsins
og honum bannað að gegna slíku
embætti vegna sakfellingar í spill
ingarmáli. Banninu var aflétt í maí.
„Á þessum háa aldri hef ég ákveð
ið, vegna mikillar ábyrgðartilfinn
ingar sem ég finn fyrir, að fara til
Evrópu. Þar er skortur á djúpri
heimssýn,“ sagði Berlusconi.
Samkvæmt Reuters mun það
líklega vekja mikla athygli á flokki
hans, Forza Italia, að hafa Berlusc
oni efst á lista. Hins vegar sé ekki
öruggt að hann muni verja miklum
tíma í Brussel þar sem algengt er að
ítalskir stjórnmálamenn sækist eftir
sæti á Evrópuþinginu en nýti svo
nýtilkomin ítök sín til þess að hafa
áhrif á ítölsk stjórnmál. – þea
Berlusconi
í framboð
Silvio Berlusconi. NORDICPHOTOS/AFP
Á þessum háa aldri
hef ég ákveðið,
vegna mikillar ábyrgðar-
tilfinningar sem ég finn fyrir,
að fara til Evrópu.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Ítalíu
DÓMSMÁL Réttargæslumaður brota
þola í kynferðisbrotamáli fékk
aðeins dæmdan tæpan helming
upphæðar samkvæmt málskostn
aðaryfirliti sínu. Nefnd um dómara
störf vísaði kvörtun lögmannsins
frá nefndinni fyrir ári en álitið er
nýbirt. Formaður Lögmannafélags
Íslands (LMFÍ) segir of algengt að
dæmdur málskostnaður sé ekki
í samræmi við tímaskýrslur lög
manna.
Í málinu sem um ræðir fékk
réttar gæslumaðurinn rúmar 500
þúsund krónur en krafðist 1,1
milljónar króna samkvæmt tíma
skýrslu. Ekki er að finna heimild
fyrir réttargæslumenn til að kæra
ákvörðunina til æðra dómstigs og
leitaði hann því til nefndarinnar.
Nefndin taldi að um dómsathöfn
væri að ræða og það félli utan vald
sviðs hennar að fjalla um málið.
Fréttablaðið hefur að undan
förnu rætt við ýmsa lögmenn um
dæmdan málskostnað. Þeir báðust
undan því að ræða um efnið undir
nafni en höfðu flestir sömu sögu
að segja, í fjölmörgum tilvikum
væri málskostnaður langt undir
þeirri vinnu sem innt var af hendi.
Þá finnst mörgum skorta upp á að
jafnræðis sé gætt þar sem það þekk
ist vart að reikningar matsmanna
eða dómtúlka séu véfengdir. Þá sé
oft mismunandi eftir bakgrunni
dómara hvort mark sé tekið á tíma
skýrslum eður ei.
„Þetta mál hefur margoft verið
rætt innan raða lögmanna og LMFÍ
hefur beint því til dómstóla að
gæta í það minnsta samræmis við
málskostnaðarákvarðanir í sam
bærilegum málum,“ segir Berglind
Svavarsdóttir, formaður LMFÍ.
Þessi umræða var mjög hávær
fyrir nokkrum árum og beindu
dómarar þá þeim tilmælum til lög
manna að láta tímaskýrslur fylgja.
Berglind segir að lögmenn hafi í
flestum tilfellum tekið það til sín
en horfi nú upp á það að skýrslurnar
séu virtar að vettugi.
„Lögmenn hafa gagnrýnt það að
svo virðist sem hentugleiki dómara
hverju sinni ráði hvort tímaskýrsla
sé lögð til grundvallar málskostn
aðarákvörðun eða ekki. Ef fyrir
liggur tímaskýrsla, og dómari byggir
ekki á henni, þá er eðlileg krafa að
hann rökstyðji af hverju frá henni er
vikið,“ segir Berglind.
Formaðurinn segir að dæmi séu
um það að aðili vinni dómsmál að
fullu en sitji síðan uppi með kröfu
frá lögmanni sínum þar sem dæmd
ur málskostnaður var svo lágur.
Innan LMFÍ er vinna í gangi vegna
margra kvartana sem félaginu hafa
borist frá lögmönnum vegna þess
hve dæmdur kostnaður er lágur.
joli@frettabladid.is
Lögmenn vilja að þeim
verði dæmd hærri laun
Dæmi eru um að þeir sem vinna dómsmál að fullu sitji uppi með háa reikninga
frá lögmönnum þar sem dæmdur málskostnaður er of lágur. Formaður Lög-
mannafélagsins vill að dómarar rökstyðji ef vikið er frá tímaskýrslum lögmanna.
Lögmönnum gremst að ekki sé fallist á tímaskýrslur þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Þetta mál hefur
margoft verið rætt
innan raða lögmanna.
Berglind Svavarsdóttir, formaður
Lögmannafélagsins
REYKJAVÍK Samþykkt var í borgarráði
í gær að fara þess á leit að Vatnsmýrin
fái póstnúmerið 102. Lagt er til að sá
hluti póstnúmers 101 sem er sunnan
Hringbrautar breytist í 102. Mörk við
póstnúmer 107 og 105 haldist óbreytt.
Borgarfulltrúarnir Marta Guðjóns
dóttir, Sjálfstæðisflokki, og Vigdís
Hauksdóttir, Miðflokki, mótmæltu
fyrirhuguðum breytingum. Segja að
með þessu sé farið gegn vilja íbúa „og
sannar eina ferðina enn að allt tal
meirihlutaflokkanna í borgarstjórn
um íbúalýðræði er innantómt orða
gjálfur á tyllidögum“, segir í bókun
af fundinum. Aðrir
fulltrúar Sjálfstæðis
flokks tóku ekki undir
bókunina.
Sjálf er Marta
skráð til heimilis í
Skerjafirði og virð
ist þvert um geð að
flytja brátt úr 101
í 102. – ósk
Vill ekki úr 101
Marta
Guðjónsdóttir.
1 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
1
1
-1
9
B
8
2
2
1
1
-1
8
7
C
2
2
1
1
-1
7
4
0
2
2
1
1
-1
6
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K