Fréttablaðið - 18.01.2019, Síða 4
PÁSKATILBOÐ
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
112.425
Verð áður 149.900
Útsalan er byrjuð
25-50%
afsláttur
af flestum vörum
Sjá nánar á grillbudin.is
GrillbúðinOpið virka daga 11-18
Laugardaga 11-16
DÓMSMÁL Sindri Þór Stefáns son var
dæmdur í fjögurra og hálfs árs fang
elsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær
fyrir stórfellda þjófnaði úr gagna
verum í Reykjanesbæ og Borgarnesi.
Sindri fékk þyngstan dóm þeirra
sjö sem ákærðir voru í málinu en
dómurinn telur sannað að hann
hafi lagt á ráðin, skipulagt innbrotin
og fengið meðákærðu til liðs við sig.
Sjálfur játaði Sindri aðild að inn
brotunum tveimur við aðalmeðferð
málsins en neitaði að hafa átt þátt í
skipulagningu þeirra. Ekki er lagður
trúnaður á framburð ákærðu fyrir
dómi um útlendan skipuleggjanda
og framburður þeirra hjá lögreglu
og dómi talinn ýmist villandi eða
fjarstæðukenndur.
Matthías Jón Karlsson fékk næst
þyngsta dóminn, eða tveggja og
hálfs árs fangelsi, en hann játaði ein
göngu aðild að þjófnaði úr gagna
veri Advania.
Þá hlaut Hafþór Logi Hlynsson
20 mánaða dóm og Pétur Stanislav
Karlsson og Viktor Ingi Jónasson 18
mánaða fangelsisdóm.
Ívar Gylfason, sem gegndi starfi
öryggisvarðar þegar þjófnaður í
gagnaver Advania var framinn, var
dæmdur í fimmtán mánaða skil
orðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild
í því broti með upplýsingagjöf til
hinna dómfelldu um gagnaverið.
Þá fékk Kjartan Sveinarsson sex
mánaða fangelsi, skilorðsbundið til
tveggja ára, fyrir hlutdeild með því
að koma á sambandi milli öryggis
varðarins og hinna dómfelldu.
Öllum sjö var gert að greiða Ad
vania 33 milljónir í skaðabætur. – aá
Sakfellt á línuna í bitcoin-máli
Sindri Þór ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
KJARAMÁL „Gangurinn er þannig að
við ætlum að hittast aftur á þriðju
daginn. Eitt af því sem menn munu
ræða er hvort hann sé nægur eða
hvort það sé líklegra til árangurs að
vísa þessu til ríkissáttasemjara. Það
verður væntanlega eitt af því sem
formennirnir munu ræða við sitt
fólk núna um helgina,“ segir Flosi
Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfs
greinasambandsins (SGS).
Samninganefnd SGS, sem saman
sett er af formönnum þeirra sextán
félaga sem eru í samflotinu, kom
saman til fundar í gær til að fara
yfir stöðuna. Flosi segir að farið hafi
verið yfir alla þá vinnu sem fram
hafi farið í ýmsum undirhópum þar
sem SGS vinni með Eflingu og að
viðræðunefndin hafi gert grein fyrir
viðræðunum við Samtök atvinnu
lífsins.
„Þetta þokast áfram og í mörgum
þessara undirhópa hefur farið fram
mjög gagnleg vinna. Það standa
samt ennþá út af borðinu mjög stór
mál. Það er til dæmis ekki mikið
byrjað að ræða launaliðinn,“ segir
Flosi.
Efling og Verkalýðsfélag Akra
ness drógu sig út úr samfloti SGS
skömmu fyrir jól, vísuðu deilu
sinni til ríkissáttasemjara og tóku
upp samstarf við VR. Verkalýðsfélag
Grindavíkur bættist svo í hópinn í
síðustu viku. Þá hefur Framsýn á
Húsavík sagst ætla að vísa deilunni
til ríkissáttasemjara ef ekki kemst
skriður á viðræðurnar. – sar
Framhaldið hjá SGS skýrist eftir helgi
Samninganefnd SGS fundaði frá klukkan 10 til 17 í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
VIÐSKIPTI Kosin verður ný stjórn í
smásölurisanum Högum á hluthafa
fundi í dag. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er nokkur kurr meðal
smærri hluthafa Haga vegna þess
hve lítið samráð við hluthafa til
nefningarnefnd félagsins hafði við
vinnu sína, en hún lét duga að ráð
færa sig við þá sex stærstu. Niður
staða tilnefningarnefndar er þó
ekki bindandi og úrslitavaldið er í
höndum hluthafa.
Meðal frambjóðenda er Jón
Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og
stofnandi Bónuss, en hann var
meðal þeirra sem ekki hlutu náð
fyrir augum tilnefningarnefndar
innar. Auk Jóns Ásgeirs eru ný í
framboði þau Eiríkur Jóhannsson,
forstjóri Slippsins á Akureyri, Krist
ján Óli Níels Sigmundsson bifreiða
stjóri, Katrín Olga Jóhannesdóttir,
formaður Viðskiptaráðs, og Sandra
Hlíf Ocares lögfræðingur.
Búist er við góðri mætingu á fund
inn og einboðið að nokkrir fram
bjóðenda taki til máls. – ósk
Kosið í stjórn
Haga í dag
Katrín Olga
Jóhannesdóttir
Jón Ásgeir
Jóhannesson.
Kurr er meðal smærri hluthafa Haga.
LAXELDI Atvinnuþróunarfélag Eyja
fjarðar(AFE) kannar nú áhuga á
laxeldi í firðinum og hefur stefnt
saman fræðimönnum um áhrif lax
eldis á byggðir og lífríki til fundar á
morgun, laugardag.
Skipulagsstofnun samþykkti á
síðasta ári mat Akvafuture ehf. á
umhverfisáhrifum allt að 20 þúsund
tonna laxeldis í sjókvíum í Eyjafirði.
Því er líklegt að laxeldi hefjist í Eyja
firði á næstu árum en hugmyndir
hafa verið uppi um að fisknum verði
slátrað í Ólafsfirði.
„Markmið fundarins er að fræða
almenning, íbúa við Eyjafjörð, um
fiskeldi og hvaða tækifæri og ógnan
ir fylgja mismunandi aðferðum við
fiskeldi og þá sérstaklega með fókus
á Eyjafjörð,“ segir Dagbjört Pálsdótt
ir, formaður AFE og bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar á Akureyri. „Til
þess höfum við fengið fræðimenn
og fagfólk sem fyrirlesara sem tala
þá út frá rannsóknum og gögnum.“
Þorleifur Eiríksson líffræðingur er
einn þeirra sem halda erindi á fund
inum. Hann segir mikinn úrgang
fylgja laxeldi í sjókvíum. „Öllum
húsdýrum fylgir að frá þeim kemur
úrgangur. Fiskeldisfyrirtæki verða
því að grípa til aðgerða og láta ekki
úrganginn safnast upp. Ég mun því
fara yfir hvaða áhrif slíkt eldi hefur
á lífríki og til hvaða aðgerða er hægt
að grípa,“ segir Þorleifur.
„Ástæða þess að AFE vill fara þá
leið að fræða almenning um eldis
mál og Eyjafjörð er sú að það er
vilji ráðamanna að leita til íbúa um
hugsanlegt eldi, ekki ætti að stuðla
að eldi nema íbúar svæðisins væru
því fylgjandi,“ bætir Dagbjört við.
„AFE er ekki að taka afstöðu heldur
að vinna fyrir sveitarfélögin að vett
vangi til að upplýsa íbúa svo þeir
séu betur í stakk búnir til að geta
haft upplýsta skoðun á mögulegu
eldi.“ sveinn@frettabladid.is
Eyfirðingar skoða möguleika á
að starfrækja laxeldi í firðinum
Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldis-
ins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. Skipulagsstofn-
un hefur samþykkt matsáætlun um 20 þúsund tonna eldi. Mikill úrgangur frá slíku eldi, segir líffræðingur.
Fundurinn á Akureyri fer fram í Hofi. Þar fá íbúar tækifæri til að kynna sér mögulegt laxeldi í firðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Dagbjört
Pálsdóttir, bæjar-
fulltrúi
Hugmyndir hafa verið
uppi um að fisknum verði
slátrað í Ólafsfirði.
1 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
1
1
-2
D
7
8
2
2
1
1
-2
C
3
C
2
2
1
1
-2
B
0
0
2
2
1
1
-2
9
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K