Fréttablaðið - 18.01.2019, Page 22

Fréttablaðið - 18.01.2019, Page 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Pay, sem hefur verið í loftinu í rúmt ár, virkar eins og raf-rænt veski og heldur utan um öll greiðslukort notenda óháð banka. Forritið tekur við öllum greiðslukortum sem gefin eru út á Íslandi og stendur viðskipta- vinum allra fjarskiptafyrirtækja landsins til boða,“ segir Gunnar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Farsímagreiðslna, útgefanda Pay. Hann segir unnið að því að koma appinu inn í posakerfið til að geta jafnframt boðið upp á snertilausar greiðslur. „Pay er þó ekki ætlað að keppa við snertilausu greiðslu- kortin sem bankarnir bjóða upp á enda standa þau vel fyrir sínu. Við leggjum megináherslu á þá virðisaukandi þjónustu sem bætist við en þegar borgað er með appinu fá notendur kvittanirnar beint í appið og geta þannig haft þær allar á einum stað og fylgst nákvæmlega með útgjöldum sínum ásamt því að leggja sitt af mörkum til að draga úr pappírsnotkun. Þá erum við að hýsa alls kyns vildar-, starfsmanna- og nemendakort sem veita afslætti af ýmsu tagi. Eins erum við farin að bjóða upp á miðasölu auk þess sem ýmislegt fleira er í farvatninu,“ upp- lýsir Gunnar. Hann segir um að ræða kerfi sem geri söluaðilum kleift að vera í betra sambandi við viðskiptavini og geri það að verkum að þeir geta umbunað þeim með tilboðum og vildarkortum svo dæmi séu nefnd. Eins auðveldar það viðskiptavinum að halda utan um punktasöfnun sína og leysir ýmiss konar klippi- og afsláttarkort af hólmi. Kerfið er gagnvirkt og gerir það að verkum að auðveldlega er hægt að sjá hversu mörg „klikk“ vantar upp á fríðindi en það býr um leið til hvata til að halda tryggð við tiltekinn söluaðila. Gunnar segir reynsluna erlendis sýna að til að snjallsímagreiðslur virki þurfi að tengja við þær ein- hvers konar vild. „Vinsælasta greiðsluappið í Bandaríkjunum er til dæmis ekki Apple Pay eins og margir myndu halda heldur Starbucks því þar er punktasöfn- unin tengd beint við greiðsluna og notendur sjá ávinninginn svart á hvítu.“ Pay er sótt í App Store eða Google Play en með því er hægt að greiða með símanum á yfir 300 sölustöðum um allt land, og fer þeim sífellt fjölgandi. Greiðslan fer þannig fram að viðskiptavinur velur það kort sem hann vill nota í appinu og skannar QR-kóðann á vörunni. Hann staðfestir síðan upphæð og greiðslu með fingra- fari eða PIN-númeri og þannig er öryggið tryggt. Aðspurður segir Gunnar þjónustu sem þessa standa og falla með örygginu og hefur frá upphafi verið lögð rík áhersla á að tryggja það með hjálp lögfræðinga og sér- fræðinga á sviði persónuverndar. Lausnin var hönnuð frá upphafi með nýju persónuverndarlöggjöf- ina (GDPR) til hliðsjónar. Gunnar segir forritið í stöðugri þróun og að ýmsar nýjungar muni líta dagsins ljós á næstunni. Fólkið að baki Pay. Fremri vör frá vinstri: Haukur Örn Harðarson, Halldór Vilhjálmsson, Gunnar Hafsteinsson, Sveinbjörg Pétursdóttir og Guðni Páll Guðnason. Aftari röð frá vinstri: Júlíus Pétur Guð- johnsen, Andri Valur Guðjohnsen og Ólafur Fannar Heimsson. Pay er ekki ætlað að keppa við snertilausu greiðslukortin sem bankarnir bjóða upp á enda standa þau vel fyrir sínu. MYNDIR/ERNIR Með Pay er hægt að greiða með símanum á yfir 300 sölustöðum um allt land. Forritið er í stöðugri þróun og ýmsar tækninýjungar eru á döfinni. Við leggjum megin- áherslu á þá virðis- aukandi þjónustu sem bætist við þegar borgað er með appinu. Gunnar Hafsteinsson 2 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RGREIÐSLULEIÐIR 1 8 -0 1 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 1 1 -3 2 6 8 2 2 1 1 -3 1 2 C 2 2 1 1 -2 F F 0 2 2 1 1 -2 E B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.