Fréttablaðið - 18.01.2019, Page 23
Hvað er Landsbankinn kominn
langt inn í framtíðina þegar kemur
að nýjum greiðslulausnum?
Landsbankinn er kominn mjög
langt í þessum efnum. Við leggjum
mikla áherslu á að bjóða upp á
nýjar greiðslulausnir og að gera
viðskiptavinum kleift að tengjast
greiðslulausnum sem aðrir bjóða
upp á. Kortaapp Landsbankans,
sem var kynnt í október 2018, var
fyrsta appið á Íslandi sem gerir
viðskiptavinum kleift að nota
símann til að greiða fyrir vörur og
þjónustu í snertilausum posum
um allan heim. Kortaappið virkar
aðeins fyrir Android-símtæki þar
sem Apple hefur ekki opnað fyrir
notkun Apple Pay á Íslandi. Við
reiknum með að hægt verði í fram-
tíðinni að greiða með iOS sím-
tækjum.
Hvernig hefur nýjum greiðsluleiðum
verið tekið af neytendum?
Viðskiptavinir hafa tekið mjög
vel í þessar nýjungar eins og sést
til dæmis á því að fljótlega eftir
að við byrjuðum að bjóða upp á
snertilaus greiðslukort urðu snerti-
lausar greiðslur mjög algengar.
Stefna okkar er skýr; við ætlum að
vera fljót að bjóða viðskiptavinum
upp á nýjar, hraðvirkar og öruggar
greiðslulausnir.
Er fólk að lenda í vandræðum vegna
nýrra greiðsluleiða, í til dæmis flug-
vélum sem taka ekki lengur við pen-
ingum, og á ferðalögum til útlanda
þar sem greiðslukort eru að verða
úrelt og símgreiðslur að taka við?
Við höfum ekki orðið vör við að
viðskiptavinir bankans hafi lent
í vandræðum vegna þeirra. Það
þýðir auðvitað ekki að allt hafi
gengið fullkomlega hnökralaust
fyrir sig í öllum tilvikum. Það má
kannski benda á að ekki er alltaf
hægt að nota eina elstu „greiðslu-
lausnina“ sem er í notkun, peninga.
Við höfum til dæmis heyrt að fólk
hafi ekki getað notað peninga til
að greiða fyrir vörur og þjónustu í
flugvélum. En það er auðvitað mál
sem er á milli viðkomandi söluaðila
og viðskiptavinarins.
Hugsa fjármálastofnanir nógu vel
um eldra fólkið, 60 ára og eldri, sem
eru sannarlega góðir neytendur en
ekki allir mjög tæknivæddir?
Já, ég myndi segja það. Nýju
greiðslulausnirnar og aukin sjálfs-
afgreiðsla þýðir ekki að lokað sé
fyrir aðra þjónustu. Landsbankinn
er með langstærsta útibúanetið á
Íslandi og öflugt þjónustuver og við
erum boðin og búin við að aðstoða
viðskiptavini, meðal annars við að
læra á nýjar lausnir.
Eru nýjar greiðsluleiðir vistvænni,
eins og þegar kemur að minni plast-
framleiðslu?
Landsbankinn útbýr í öllum
tilvikum „alvöru“ greiðslukort en
býður ekki upp á svokölluð sýndar-
kort, það er kort sem er í raun
aðeins kortanúmer og tilheyrandi
upplýsingar. Með tíð og tíma
verður plastið óþarft. Við sjáum til
dæmis að í netverslun er ekki þörf
á plastkorti heldur nægir korthafa
að stimpla inn greiðslukortaupp-
lýsingarnar.
Hverjir eru kostirnir þegar kemur að
öryggi?
Í þeim lausnum sem Lands-
bankinn býður upp á er öryggi í
miklum forgangi og það á við um
flestar aðrar leiðir sem eru í boði.
Nýju greiðsluleiðirnar eru jafnvel
öruggari en eldri greiðsluleiðir.
Við innskráningu kortanúmera
greiðslukorta í kortaapp Lands-
bankans verður til dæmis til
rafrænt einkenni (e. token). Sú
þróun eykur öryggi korthafa þar
sem ekki er hægt að komast yfir
raunverulegt kortanúmer þegar
greiðsla er framkvæmd með
símanum.
Hvað er PSD2-tilskipun og hvaða
áhrif hefur hún á íslenska neyt-
endur?
Tilskipunin mun opna fyrir
möguleika á meiri samkeppni í
greiðslulausnum og í kjölfarið
veita neytendum fjölbreytileika og
öryggi. Landsbankinn hefur alltaf
lagt mikið upp úr öryggi viðskipta-
vina og verða gerðar miklar kröfur
um það í nýjum lausnum.
Örugg og þægilegri framtíð
Íslendingar taka framtíðinni fagnandi þegar kemur að nýjum greiðsluleiðum. Guðlaug A. Guð-
mundsdóttir segir markmið Landsbankans að bjóða nýjar, hraðvirkar og öruggar greiðsluleiðir.
Guðlaug A. Guð-
mundsdóttir er
sérfræðingur í
viðskiptalausn-
um hjá Lands-
bankanum.
MYND/ERNIR
„Ég fer yfirleitt í
bankann í appinu“
Sæktu Landsbanka-
appið fyrir iPhone
og Android í App Store
eða Google Play
KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 1 8 . JA N ÚA R 2 0 1 9 GREIÐSLULEIÐIR
1
8
-0
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
1
1
-2
3
9
8
2
2
1
1
-2
2
5
C
2
2
1
1
-2
1
2
0
2
2
1
1
-1
F
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K