Fréttablaðið - 18.01.2019, Síða 24

Fréttablaðið - 18.01.2019, Síða 24
Hjá Arion banka viljum við skapa góða upplifun sama hvaða dreifileið viðskipta- vinir nota og að þeir hafi sem mest frelsi til að velja þá leið og lausn sem hentar þeim. Við höfum lagt mikla áherslu á stafrænar lausnir á undanförnum árum og bæði hafa viðskiptavinir okkar tekið þeim mjög vel auk þess sem bankinn fékk fern erlend verðlaun á síðasta ári fyrir þessar stafrænu lausnir sem þykja skara fram úr í alþjóð- legum samanburði,“ segir Bern- hard Þór Bernhardsson, sviðsstjóri vöruþróunar, verðlagningar og stafrænnar framtíðar Arion banka. Hann segir í auknum mæli áherslu vera lagða á farsímalausnir. „Það mun verða mikil aukning í fjölda notenda meðan við sjáum að þeim sem nota netbanka hefur fækkað.“ Eitt app – margir möguleikar Einkunnarorð Arion banka er þægilegri bankaþjónusta. „Í því felst að einfalda þjónustuna eins og kostur er og við höfum þróað appið okkar á þann veg að þar sé stöðugt boðið upp á fleiri val- kosti. Við viljum að appið verði verkfærið sem fólk notar til að stýra öllum sínum viðskiptum. Í því felst að geta leyst ólíkar þarfir svo sem sparnað, lántökur eða greiðslur. Hér áður voru bankar erlendis gjarnan með mörg öpp fyrir mismunandi vörur en við sjáum að verið er að hverfa frá þeirri stefnu og horfa meira til aðila eins og Uber, Booking og fleiri sem eru með eina lausn og eitt viðmót fyrir alla.“ Fjölbreyttar greiðslulausnir Bernhard segir mikla grósku í þróun á greiðslulausnum enda stöðugt að koma fram nýjar lausnir. Þó séu ákveðnar lausnir með mjög sterka stöðu. „Innan bankans hefur verið lögð mikil vinna í að greina hvaða greiðslulausnir muni þjóna við- skiptavinum best. Við viljum að það sé einfalt að taka þær í notkun og helst bara með einfaldri upp- færslu á Arion appinu. Að auki Arion appið mun verða stjórnstöð heimilisfjármála Mikil þróun hefur átt sér stað í fjártækni á undanförnum árum bæði sem snýr að greiðslulausnum og annarri þjónustu fjármálafyrirtækja. Arion banki mun kynna fjölmargar nýjungar á næstunni. Bernhard Þór Bernhardsson, sviðsstjóri vöruþróunar, verðlagningar og stafrænnar framtíðar Arion banka, segir mikla tækniþró- un hafa átt sér stað í greiðslu- lausnum. MYND/ANTON BRINK þarf að vera hægt að nota lausnina úti um allan heim og hún þarf að vera einföld og vandræðalaus í notkun. Svo er að sjálfsögðu mikilvægt að lausnin sé örugg og að viðskiptavinir geti treyst henni auk þess sem hún þarf að vera í stöðugri þróun svo tryggt sé að hún uppfylli kröfur morgundags- ins,“ lýsir Bernhard. Farsímagreiðslur breiðast út Í dag eru flestir með snertilaus kort sem eru einföld, þægileg og örugg og Bernhard bendir á að farsíma- lausn þurfi því að bjóða eitthvað meira en það. „Við sjáum að á Norðurlöndunum eru sterkar inn- lendar greiðslulausnir til staðar sem nýtast vel en þrátt fyrir það eru stóru alþjóðlegu lausnirnar svo sem Apple Pay og Google Pay að sækja á. Það má ekki sleppa því að minnast á Kína í þessu sam- hengi en farsímagreiðslulausnir þar eru orðnar mjög umfangsmikl- ar og færast hratt út um Suðaustur- Asíu. Það sem einkennir kínversku lausnirnar er hversu vel þær eru tengdar við aðra þjónustu og það er það sem við höfum að leiðar- ljósi við framtíðarþróun á okkar appi.“ Arion banki mun á næstu mánuðum bjóða upp á farsíma- greiðslulausnir en þróun þeirra er langt komin. „Þessar lausnir verða hluti af Arion appinu eða tengjast því með þeim hætti að einfalt verður að virkja þær út frá appinu.“ Auðvelda lífið Auk þessara þátta leggur Arion banki áherslu á að auðvelt sé að nýta tengdar þjónustur. Til dæmis er orðið mjög einfalt fyrir viðskiptavini bankans að dreifa reikningum, hvort sem það eru kreditkortareikningar eða reikn- ingar vegna ófyrirséðra útgjalda. Með sama hætti er einfalt fyrir við- skiptavini að breyta heimildum hvort sem er á kreditkortum eða debetreikningum eða fá aðra fjármögnun. „Arion banki býður upp á svokölluð Núlán í því skyni að fjármagna lægri fjárhæðir sem kalla ekki á íbúðalán en fólk vill greiða niður á lengri tíma en hefð- bundnar yfirdráttarheimildir,“ upplýsir Bernhard. „Viðskiptavinir munu í auknum mæli vilja vita sína stöðu og að hverju þeir ganga. Til dæmis að vita fyrir fram hvaða lánamögu- leika þeir hafa. Innan skamms mun Arion banki veita viðskipta- vinum slíkar upplýsingar í appi auk fleiri nýjunga sem kynntar verða á næstu vikum.“ Við höfum lagt mikla áherslu á stafrænar lausnir á undan förnum árum. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jóhann Waage markaðsfulltrúi Fréttablaðsins Sími: 550-5656 / johannwaage@frettabladid.is ENDURSKOÐUN OG BÓKHALD Veglegt sérblað Fréttablaðsins um Endurskoðun og bókhald kemur út miðvikudaginn 23. janúar Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RGREIÐSLULEIÐIR 1 8 -0 1 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 1 1 -1 E A 8 2 2 1 1 -1 D 6 C 2 2 1 1 -1 C 3 0 2 2 1 1 -1 A F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.