Fréttablaðið - 18.01.2019, Page 35
Halda til Kölnar með bros á vör
Leikmenn íslenska liðsins réðu sér vart fyrir kæti þegar leiknum lauk í gær. Þrátt
fyrir brösuga byrjun á leiknum þar sem Ísland átti erfitt í sóknarleiknum tókst
ungu liði Íslands að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Tilboðsblöð og nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/sala
Tindstaðir - landspilda
Landspilda til sölu
Reykjavíkurborg býður til sölu 32 hektara landspildu við mörk Reykjavíkur
og Kjósarhrepps á milli bæjanna Morastaða og Miðdals í Kjósarhreppi.
Spildan er gróið land og úthagi. Hún er í dag í útleigu til hestabeitar með
ótímabundnum samningi með þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Tilboðsfrestur er til kl. 14.00
miðvikudaginn 23. janúar 2019.
Fleiri myndir frá leik Íslands í gær er að finna á +Plús-
síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta-
blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
Milliriðill 1
Króatía 4
Frakkland 3
Þýskaland 3
Spánn 2
Ísland 0
Brasilía 0
Milliriðill 2
Danmörk 4
Svíþjóð 4
Noregur 2
Ungverjaland 1
Egyptaland 1
Túnis 0
HANDBOLTI Það er ljóst að erfitt
verkefni bíður íslenska landsliðsins
í handbolta í milliriðlunum í Köln.
Ísland fylgir Króatíu og Spáni upp úr
B-riðlinum og verður í riðli 1 ásamt
ríkjandi heimsmeisturum Frakk-
lands, Þýskalandi sem varð heims-
meistari árið 2007 og Brasilíu.
Ísland fer án stiga inn í milli-
riðlana eftir tap gegn Króatíu og
Spánverjum líkt og Brasilía og eru
möguleikarnir á því að komast í
undanúrslitin sjálf því litlir en þetta
gefur ungu liði Íslands tækifæri til
að spreyta sig gegn bestu þjóðum
heims.
Franska landsliðið hefur verið
eitt allra besta handboltalið heims
frá aldamótum. Alls níu stórmóta-
titlar og tvö Ólympíugull frá árinu
2000, þar af eitt Ólympíugull eftir
sigur á Íslandi í úrslitaleik í Peking
sumarið 2008. Lykilmaðurinn í
flestum af þessum liðum og einn
besti handboltamaður allra tíma,
Nikola Karabatic, er búinn að ná
sér af meiðslum og var kallaður inn í
landsliðið á ný sem nægir til að gera
franska landsliðið að einu af sigur-
stranglegustu liðum mótsins.
Þýska landsliðið hefur tekið
miklum framförum undanfarin ár
og aðeins þrjú ár eru liðin síðan
Dagur Sigurðsson stýrði því til sig-
urs á Evrópumótinu. Á heimavelli
eru Þjóðverjar til alls líklegir eins
og þeir sýndu gegn liði Frakka þar
sem þeir voru einfaldlega grát-
lega óheppnir að taka ekki sigur
og fara með fullt hús stiga í milli-
riðlana.
Brasilíu tókst að komast inn í
milliriðlana með sigrum á Rússlandi
og Serbíu og er þetta fjórða heims-
meistaramótið í röð þar sem Brasilía
fer upp úr riðlinum. Þetta verður í
sjötta sinn sem Ísland og Brasilía
mætast á vellinum og hefur Brasilía
aðeins unnið einn leik til þessa.
Stefán Árnason, álitsgjafi Frétta-
blaðsins, tók undir það aðspurður
að íslenska liðið myndi njóta góðs
af því að leika í milliriðlunum.
„Það er verið að búa til nýtt
landslið til næstu ára og að fá þessa
stórleiki í milliriðlinum gæti skipt
ótrúlega miklu máli. Þetta veitir
þeim reynslu sem Forsetabikarinn
hefði ekki gefið okkur. Þetta gæti
orðið gríðarlega þýðingarmikið
og hjálpað íslenskum handbolta
síðar meir. Guðmundur hefur verið
óhræddur við að senda menn inn og
það eru allir að öðlast meiri og meiri
reynslu,“ sagði Stefán.
Þegar liðið er komið áfram upp
úr riðlinum og í milliriðlana hefur
því tekist að ná markmiði sínu. Fyrir
vikið telur Stefán að liðið geti betur
notið þess að fara inn í næstu leiki
sem fara fram í Köln.
„Þetta mun þroska þá og gefa
þeim heilmikið. Þeir fara inn í þessa
leiki í raun án pressu, nú er búið að
ná inn í milliriðilinn sem var mark-
miðið fyrir mót og þeir geta nú
notið þess að spila keppnisleiki við
bestu leikmenn heims. Þú kaupir
ekki þessa reynslu og það er ekki
hægt að búa hana til, eina leiðin er
að hoppa út í djúpu laugina.“
Þá gæti Ísland með hagstæðum
úrslitum annarra liða komið sér í
baráttuna um sjöunda sætið sem
veitir þátttökurétt á Ólympíuleik-
unum 2020 í Tókýó. – kpt
Með sterkustu liðum
heims í milliriðlunum
ÍSHOKKÍ Íslenska íshokkílands-
liðið skipað piltum undir tvítugu
mátti sætta sig við naumt tap
fyrir Tyrkjum í Skautahöllinni í
gær. Var þetta lokaleikur Íslands
í riðlinum og lauk honum með 4-2
sigri Tyrkja sem innsigluðu sigur-
inn á lokasekúndum leiksins þegar
Ísland skipti markmanninum út
fyrir sóknarmann í leit að jöfn-
unarmarkinu.
Ísland var þegar búið að leika
tvo leiki, gegn Ástralíu og Taívan,
og vinna einn fyrir leikinn gegn
Tyrklandi. Verðlaun sigurvegar-
ans í gær voru að komast áfram í
undan úrslit 3. deildar.
Tyrkir komust yfir í 1. og 2. leik-
hluta í gær með mörkum frá Hakan
Salt en Heiðar Kristveigarson náði
að svara um hæl fyrir Ísland og var
staðan því jöfn fyrir lokaleikhlut-
ann. Þar skoruðu Tyrkir snemma
og innsigluðu sigurinn á lokasek-
úndunum. – kpt
Naumt tap gegn
Tyrklandi
Það var ekkert gefið eftir á ísnum í
Skautahöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F Ö S T U D A G U R 1 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9
1
8
-0
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
1
1
-2
3
9
8
2
2
1
1
-2
2
5
C
2
2
1
1
-2
1
2
0
2
2
1
1
-1
F
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K