Fréttablaðið - 18.01.2019, Síða 40

Fréttablaðið - 18.01.2019, Síða 40
LEIKRIT Núna! 2019 HHHHH Borgarleikhúsið Sumó eftir Hildi Selmu Sigberts- dóttur Þensla eftir Þórdísi Helgadóttur Stóri-Björn og kakkalakkarnir eftir Matthías Tryggva Haraldsson Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Haraldur Ari Stefánsson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Garðar Borgþórsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen og Garðar Borgþórsson Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Leikfélag Reykjavíkur hélt upp á 122 ára afmælið sitt síðastliðinn föstu- dag með því að frumsýna ekki bara eitt heldur þrjú ný íslensk leikverk eftir upprennandi leikskáld; Sumó eftir Hildi Selmu Sigbertsdóttur, Þenslu eftir Þórdísi Helgadóttur og Stóra-Björn og kakkalakkana eftir Matthías Tryggva Haraldsson í leik- stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Stuðningur við íslensk leikskáld hefur verið takmarkaður síðastliðin misseri en núna er kjörið tækifæri borið á borð til að sjá hvað yngri kynslóðin hefur upp á að bjóða. Leikverkin þrú eru gífurlega ólík en eiga það öll sameiginlegt að leika sér að forminu, bera með sér keim af tilraunastarfsemi og lituð af stíl- bragði höfundanna. Þetta eru góðir forboðar í fyrstu leikritum. Sumó eftir Hildi Selmu byrjar kvöldið og fjallar um sumar- bústaðar ferð sem fer fljótlega úr böndunum. Persónurnar eru kannski svolítið klisjukenndar en þessi beitta ádeila umturnast á áhugaverðan hátt, snýr upp á væntingar áhorfenda og vekur upp fjölbreyttar spurningar. Þensla eftir Þórdísi gerist í tölu- vert dannaðri aðstæðum þar sem fjórir einstaklingar mætast í lekk- eru eftirpartíi í höfuðborginni. Samræður, sem þróast of oft út í einræður, milli karaktera eru svo- lítið stirðbusalegar og bera keim af prósabakgrunni höfundar. Aftur á móti er hugmyndin smellin og leik- verkið blómstrar með hnyttnum innskotum á borð við: „Hlusta. Við ætlum að hlusta á krókódílana sem Agnes keypti fyrir lífeyrissparnað- inn okkar.“ Síðasta verkið, Stóri-Björn og kakkalakkarnir eftir Matthías Tryggva, fer á enn aðrar slóðir, nú alveg inn í súrrealíska hugar- heima aðalpersónunnar sem liggur saman vöðluð í sinni eigin óánægju, klámvædd og ómöguleg. Óheft ímyndunarafl höfundar fær hér að leika lausum hala þar sem óvænt uppbrot í framvindu og texta koma sífellt á óvart. Hugvitsamlegt er að nota nánast sömu leikarana í öllum verkunum og sinnir leikhópurinn allur þessu krefjandi verkefni vel. Þrátt fyrir að leika einungis í Þenslu þá er Katla Margrét eftirminnileg í hlut- verki aðþrengdu eiginkonunnar sem ákveður að rækta krókódíla í stofunni heima hjá sér. Hannes Óli laumast á milli atriða þangað til hann springur út í síðasta verkinu þar sem allir hæfileikar hans fá að blómstra, lokaatriðið er hreint út sagt stórkostleg upplifun. Þur- íður Blær sannar enn og aftur hversu fjölhæf hún er á sviði enda alveg jafn örugg í hlutverki ungrar móður á menntaveginum og orð- ljóts kakkalakka. Haraldi Ara hefur vaxið ásmegin á þessu leikári, smáatriðavinna hans í miðverkinu og líkamsbeiting hans í því síðasta eru í toppklassa. Vala Kristín hefur sjaldan verið betri, þá sérstaklega í Sumó þar sem frammistaða hennar er stundum óbærilega fyndin og einlæg. Ebba Katrín heldur áfram að stíga sín fyrstu skref á atvinnu- sviðinu og uppsker ágætlega, þá sérstaklega í síðasta verkinu, en var svolítið úr takti við hina leikarana í fyrra hlutverki sínu. En þvílík gjöf fyrir þessi nýju leikskáld að njóta listrænna krafta Kristínar sem sýnir þessum nýju textum ekki einungis virðingu heldur gæðir þá lífi í samvinnu við leikarana. Gætt er að smáatriðum en allar ákvarðanir eru teknar til þess að láta textana njóta sín. Stígur Steinþórsson finnur afburðasnjalla lausn fyrir leikmyndina sem hentar bæði einstökum leikverkum og tengir þau öll saman. Litla snún- ingssviðið knýr leikverkin áfram og gefur þeim áhugaverða dýpt. Bún- ingahönnun hans er einnig í takt við tilraunakennt innihald leik- ritanna þar sem sköpunargleðin og húmorinn fá að njóta sín. Guðbjörg Ívarsdóttir töfrar líka fram frumleg leikgervi, þá sérstaklega hárhönnun kvennanna í síðasta verkinu. Leikverkin þrjú í Núna! 2019 eru áminning um hvað spennandi ný list getur gert fyrir andann. Þau eru alls ekki gallalaus en enginn stekkur fram fullskapaður á svið, vinna leik- skáldsins er endalaus lærdómur. Áhorfandinn fer endurnærður út úr leikhúsinu og hlakkar til að fara í næsta skipti. Nú er lag að leikhús- gestir sýni þessum ungu höfundum stuðning í verki, taki smá áhættu og kaupi miða núna á Núna! 2019. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Einstakt tækifæri til að gægjast inn í framtíðina. Í upphafi var orðið … Leikverkin þrjú í Núna! 2019 eru áminning um hvað spennandi ný list getur gert fyrir andann, segir gagnrýnandinn. SETUSTOFAN Guðmundur Oddur Magnús-son – Goddur – verður með leiðsögn og spjall á sýning- unni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, á morgun, laugardag, klukkan 13. Goddur tók fjölda viðtala við arkitektinn Einar Þorstein Ásgeirs- son (1942-2015) og  fáir þekkja líf hans og störf betur, að sögn Sigríð- ar Sigurjónsdóttur, forstöðumanns Hönnunarsafnsins. „Ári áður en Einar dó færði hann Hönnunarsafninu að gjöf allt stúd- íóið sitt. Þar með voru dagbækur, módel, ljósmyndir, málverk, skissu- bækur, húsgögn og fleira. Hann henti engu og hann var alltaf að. Mörg verkin eru á pappír og mjög mikið er af módelum, bæði arki- tektamódelum og fjölflötungum, sem hann hafði mikinn áhuga á. Hann vann ekkert í tölvu, fannst hann ekkert fá út úr því en starfaði um langt skeið með myndlistar- manninum Ólafi Elíassyni, meðal annars við hönnun glerhjúps tón- listarhússins Hörpu.“ Sigríður segir sýninguna hafa verið vel sótta, ekki síst af nemendum á öllum skóla- stigum. – gun Goddur fræðir fólk um líf og störf Einars Þorsteins Arkitektinn og listamaðurinn Einar Þorsteinn henti engu og hann var alltaf að. 1 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 8 -0 1 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 1 1 -2 D 7 8 2 2 1 1 -2 C 3 C 2 2 1 1 -2 B 0 0 2 2 1 1 -2 9 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.