Stjarnan - 01.05.1933, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.05.1933, Blaðsíða 4
68 ST J ARN AN Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir FólkiS flyktist inn í ræðusalinn til aÖ hlusta á fleiri viðurkenningar vantrúar- manna um Krist og kenningar hans. VitnisburÖir þeir, sem áður höföu veriÖ lesnir upp voru ákveðið og eindregið hrós um höfund kristindómsins. Einarsson og fjölskylda hans komu snemma og var hann nú strax beðinn að koma upp á ræðupallinn, til að lesa kafla úr bókum vantrúarinanna. Á þenna hátt var áheyrendunum gefin trygging fyrir því, að alt væri rétt með farið. Ræðumaður byrjaði með því að rétta Einarsson bók og biðja hann að segja frá hver hefði ritað hana. Einarsson skoðaði bókina, sneri sér síð- an að tilheyrendunum og sagði: “Þessi bók heitir “Dagbók rannsóknanna,” höf- undur hennar er Charles Darwin, hinn nafnfrægi náttúrufræðingur og framþró- unar kennari.” “Alítur þú hann trúaðan kristinn mann?” spurði Djarfur. “Langt frá því,” svaraði Einarsson. “Hann hafði enga trú á Biblíunni. Hann var viðurkendur vantrúarmaður.” “Áriö 1831-1833 ferðaðist Darwin með skipinu Beagle, kringum hnöttinn,” sagði Djarfur, “og hann lét í ljósi það álit sitt að Nýja Sjáland væri myrkasti staðurinn, sem hann hefði séð. Eftir að hann var kominn heim aftur til Englands, voru miklar árásir gjörðar í ræðum og ritum á móti trúboðum og trúboðsstarfi. Hann mintist á þá sem gjörðu þessar árásir, og ætla eg að biðja hr. Emarsson að lesa það, sem hann hefir að segja því viðvíkjandi á bls. 414, 425 og 505-” Einarsson fletti nú upp í bók Darwins og las það, sem bent var á. “Þeir hafa gleymt því eöa ekki viljað muna það, að kristindómurinn hefir út- rýmt mannablótum, undirokun almúgans af heiðnum prestum, ólifnaði, slíkum, sem varla þekkist annarsstaðar i heiminum, ungbarnamorði, sein tilheyrði heiðnum trúarbrögðum, og blóðugum striðum þar sem hvorki konum né börnum var hlíft. Það ber einnig minna á óráðvendni, slarki og drykkjuskap þar sem kristindómurinu hefir náð bólfestu. “Það er mesta vanþakklæti fyrir sjó- mann að gleyma þessu, og ef hann skyldi lenda í skipbroti við ókunnar strendur, þá mundi hann biðja heitt og alvarlega að kenning trúboöans hefði náð þangað á undan honum. “Kenning kristiboðans er eins og töfra- vöndur. Hús hafa verið bygð, gluggar búnir til, akrar plægðir og tré plöntuð af íbúum Nýja Sjálands. Framfarir þær, sem fylgt hafa komti kristniboðans í

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.