Stjarnan - 01.11.1935, Síða 7

Stjarnan - 01.11.1935, Síða 7
STJARNAN 95 Draumur drengsins Vér lifum á þeim tíma, þegar GuÖ úthellir anda sínum yfir alt hold. Áminningar og aÖ- vörunar boðskapurinn er boÖaður af sérhverju verkfæri, sem Guð útvelur. Starfsmenn vorir í Mið-Ameríku deildinni segja frá merkilegri reynslu í sambandi viÖ Indíána dreng, sem þeir fundu á Panama-skaganum. Formaðurinn á þessu kristniboðssvæði segir það sem hér fer á eftir um þennan dreng: Vér fréttum að drengur væri að prédika ekki langt frá kristniboðsstöð vorri, og fregn- irnar um þetta voru þannig, að oss þótti ráð- legast að ganga sjálfir úr skugga um hvernig I í þessu lægi. Vér lögðum af stað til þess að finna drenginn, og með oss voru tveir af starfs- * mönnum vorum ásamt formanni vorum fyrir Indíánasöfnuðinum þar og túlki. Eftir 15—xó klukkustunda reið komum vér að þorpinu og fundum loksins drenginn. Hann var 9 ára að aldri, hafði alls enga mentun fengið, og var algjörlega heiðinn. Hann hafði aldrei séð kristniboða fyr en vér heimsóttum hann, og af mannavörum hafði hann aldrei heyrt neitt um Guð. Með því að tala við drenginn gátum vér smátt og smátt fengið hann til að segja oss frá hinum merkilega atburði í lífi hans, atburði eða reynslu, sem hann sjálfur skildi ekkert í, en sem vér gátum séð að var handleiðsla Guðs, til þess að aðvara heiðingjana um að búa sig undir það, sem brátt mun koma yfir jörðina. Drengurinn sagði oss að sig hefði dreymt draum, og sér hefði verið sýnt að Guð ætlaðí bráðlega að eyðileggja jörðina. Svo bætti hann við: “Vér verðum að búa oss undir þetta með , því að fara ekki á danssamkomur hinna inn- fæddu, drykkjuveizlurnar eða djöflaveizlurn- ar. Vér megum ekki berjast né drepa menn, heldur elska hver annan. Vér verðum að hlýða Guði og hans orði. Margvíslegir sjúk- dómar og miklir jarðskjálftar munu koma yfir jörðina. Plágur munu koma, og það munú hvorki verða til hrísgrjón, korn, né ávextir. Ef vér hlýðum Guði mun hann gefa oss kórónú úr gulli. Það virðist svo sem Guð komi til jarðarinnar, en hann mun ekki stíga fæti á jörðina. Á þeim degi munu elcki verða nein fjöll eða hæðir. Alt mun verða jafnað við jörðu, árnar munu þorna upp. Mér hefir verið * skipað að kunngjöra þetta, og ekkert megnar að aftra mér frá því. Eg sá að djöfullinn var reiður af því endir heimsins er nálægur.” Fólkið í þorpinu var mjög órólegt af því sem drengurinn sagði, og langaði til að vita hvað það þýddi. Vér vissum að þessi heiðni drengur hafði enga þekkingu, er gæti gjört hann færan um að búa til svona sögu. Vér gátum ekki annað en viðurkent, að það væri verk Heilags Anda, sem opinberaðist gegn um þennan heiðna dreng, sem lifði langt inni í skógarþykninu, þar, sem kristniboðarnir enn höfðu aldrei stigið fæti sínum. (Tekið upp úr bræðrabandinu). Heilt brauð “Við höfðum átt erfitt,” sagði fátæka konan, “maðurinn rninn hafði verið atvinnu- laus í langan tíma. Einn morgun átum við seinasta brautbitann sem til var í húsinu. Hvað við gætum haft í næstu máltíðina var meira en við vissum, og við höfðum fjögur börn að fæða. “Sárasta reynslan þennan dag, var þegar yngsta barnið, ljóshærð, lítil stúlka aðeins þriggja ára gömul sagði: “Mamma, Anna er svöng,” og eg varð að svara: “Elsku barnið mitt, mamma hefir ekkert að gefa þér.” Barn_ ið leit á mig undrandi og sagði aftur: “Anna er ósköp svöng.” “Þegar eg átti bágt, var eg vön að biðja, og eg hafði kent börnum mínum að beygja kné í Jesú nafni. En verulega sigrandi trú á bæn- heyrslu hafði eg enn þá ekki öðlast. Eg báð þó og grét en eg hafði ekki örugga trú á bæn- heyrslu. “Öðru máli var að gegna með Önnu. Eg gleymi aldrei örugga gleðibrosinu, sem lék um varir hennar þegar við stóðum upp frá bæn- inni. Hún leit upp á mig og sagði: “Guð er nú líklega að skera brauðsneið handa okkur.” “Maðurinn minn var úti að leitast fyrir um vinnu, en árangurslaust. Á heimleiðinni mætti hann trúuðum manni, sem sagði: Þú hefir lengi verið atvinnulaus og hefir svo marga í heimili, hvernig líður heima hjá þér, hafið þið nokkuð að borða?” Nú fór maðurinn að gráta og sagði að við hefðum hvorki mat né peninga til að kaupa fyrir. Þannig atvikaðist það að maðurinn minn kom heim einni klukkustund eftir að við höfðum beðið til Guðs. Hann kom með fulla körfu af matvælum. Efst í henni var stórt brauð. Þegar Anna sá þetta klappaði hún

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.