Stjarnan - 01.11.1935, Síða 1
STJARNAN
NÓV. 1935. LUNDAR, MAN.
Hvernig er grundvöllurinn?
Þú vinnur stöðugt að því að leggja grund-
völlinn, já, á hverri mínútu, hverri stund, á
hverjum degi ert ]?ú að leggja grundvöllinn
undir lífsferil þinn. Sérhvert orð, sérhver
hugsun, sérhvert starf, er partur af grundvell-
inum undir yfirbygginguna, sem þú sjálfur og
líf þitt byggist á, eftir því sem árin líða hjá.
Er undirstaðan hjá þér örugg, traust og
sönn? Leggur þú í hana bezta efni og vandaða
vinnu? Er hún nógu sterk til að standast ó-
vænta áreynslu og erfiðleika?
Einu sinni var maður, sem bygði þrílyft
veitingahús; það var lagleg bygging og full-
nægði kröfum þorpsins og héraðsins. En svo
fanst olía í nágrenninu, og þorpið breyttist á
stuttum tíma í fjölbygða borg. Þetta heimtaði
meiri vinnu og meira húsrúm á veitingahúsinu,
svo eigandinn ásetti sér að byggja f jórðu hæð-
ina ofan á veitingahúsið. Hann kallaði fyrir
sig byggingameistara einn og sagði honum frá
áformi sínu.
“Lofaðu mér að sjá kjallarann,” sagði
bygging ameistarinn.
“Kjallarinn er ágætur,” sagði gestgjafinn,
alveg hissa. “Það er fjórða hæðin sem eg
þarf. Við skulum koma upp á þakið og reikna
út hvað með þarf.”
“Eg skil hvað þú meinar,” svaraði bygginga
meistarinn, “en eg verð fyrst að sjá kjallar-
ann.”
Svo fóru þeir báðir niður í kjallarann.
Byggingameistarinn rannsakaði vel og nákvæœ-
lega steinlagninguna og alla undirbygginguna.
Að lokum sagði hann:
“Það er þýðingarlaust að fara upp á þakið,
undirstöðurnar eru ekki nógu sterkar til að bera
eina hæð til. Ef þú vilt byggja fjórða loftið
þá verður þú að leggja í kostnaðinn að endur-
byggja grundvöllinn, grafa dýpra niður og
byggja traustari undirstöður.
Veitingamaðurinn stóð um stund án þess
að mæla orð; hann var niðursokkinn í djúpar
hugsanir, er hann leit yfir borgina, sem hafði
stækkað svo fljótt, og heimtaði því meira rúm
í veitingahúsinu heldur en hann hafði nokkurn
tíma búist við. Hann hugsaði fleiri ár aftur í
tímann. Hann var einmitt að hugsa um morg-
uninn þegar plægður var upp grunnurinn undir
veitingahúsið. Hann hafði ráðið vin sinn,
gamlan múrara til að steypa undirstöðurnar.
Hann stóð þarna með uppdráttinn af hinni
fyrirhuguðu byggingu í höndum sér og sagði:
“Frank, þetta verður gott og fallegt hús, þú
ert ungur en eg er gamall og reyndur, má eg
stinga upp á nokkru við þig?”
“Vissulega,” svaraði hann.
“Frank, eg hefi í mörg ár fengist við að
steypa kjallara og undirstöður undir hús. Eg
hefi séð þörf á að byggja fleiri hæðir ofan á
húsið, en þegar til þess kom, þá var undirstað-
an ekki nógu traust til að bera meiri þunga. Eg
sting upp á að þú hafir undirstöðurnar tvöfalt
sterkari og grafir dýpra niður fyrir þeim, svo
þegar þorpið stækkar þá getur þú bygt fleiri
hæðir þegar þú vilt.”
Ungi maðurinn brosti aðeins að slíkri ráð-
leggingu. “Eg er viss um að það verður engin
þörf fyrir stærra gestgjafahús hér í næstu 50
árin,” svaraði hann.
“Það getur batnað í ári, þorpið getur vaxið
og orðið fjölmenn borg,” sagði vinur hans.
“Það eru lítil líkindi til þess,” sagði hann
hlæjandi. “Hví skyldi eg leggja fram fé til
þess að.búa mig undir það, sem aldrei þarf á
að halda?” Og hann gjörði það ekki.
En nú hafði hið óvænta komið fyrir, þrátt
fyrir það að hann hélt að það yrði aldrei. Það
kostaði hann nú mörg hundruð dollara að end-
urbæta undirstöðuna, svo hann gæti bætt f jórðu
hæðinni ofan á bygginguna.