Stjarnan - 01.02.1937, Blaðsíða 1
STJARNAN
FEBRÚAR, 1937 LUNDAR, MAN
“Vogun vinnur-—”
Gamall málsháttur segir: “Vogun vinnur
og vogun tapar.” En í því efni sem hér er um
aS ræSa er það ótvírætt að: “Vogun vinnur,”
en tapar aldrei.
Sá, sem vogar aÖ treysta GuÖi svo fullkom-
lega aÖ hann er fús til aÖ mæta þeirn skilyrð-
um, sem GuÖ setur og bókstaflega hlýÖa hans
oröi verður aldrei fyrir vonbrigðum meÖ þaÖ
aÖ hann uppfylli loforð sín. En það er alveg
undravert hve fáir hafa trú til aÖ reyna Guðs
fyrirheit. Fjárkreppan hefir verið rnjög til-
finnanleg í mörg undanfarin ár, en Guð segir:
"Færið alla tíundina í foi'ðabúrið, til þess að
fæðsla sé til í húsi mínu, og reynið mig einu
sinni á þennan hátt, segir Drottinn hersveit-
anna, hvort eg lýk ekki upp fyrir yður flóðgátt-
urn himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfan-
legri blessun.” Mal. 3 :io. Hversu margir hafa
ekki farið á mis við þessa blessun, margir af
því að þeir höfðu ekki heyrt tilboð Guðs í þessu
efni, en aðrir fyrir vantrúar sakir, þeir þorðu
ekki að reyna Guð.
Margir eru kvíðáfullir og órólegir, þeir
hæta áhyggjum ókomna tí'mans ofan á byrðar
nútímans jafnvel þó Jesús bjóÖi þeim: “Komið
til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð
hlaðnir, og eg mun veita yður hvild.” Matt.
11:2.8. “Ó, að þeir hefðu slíkt hugarfar, að
þeir óttuðust mig og varðveittu allar skipanir
mínar alla daga, svo að þeim vegnaði vel og
börnum þeirra um laldur og æfi.” 5- Mós.
5 :2C). Hvers vegna reyna menn ekki að rnæta
þessum skilyrðum, svo þeir geti notið þeirrar
hamingju, sem Guð þráir að veita þeim?
Hvers vegna lifa menn óhamingjusamir,
niðurbeygðir af sorg og kvíða þegar hann, sem
hefir alt vald á hirnni og jörðu segir til þeirra
“Ef þér eruð stöðugir í mér og mín orð hafa
stað hjá yður, þá rnegið þér biðja hvers þér
viljið og það mun yður veitast.” Jóh. 15:7.
Það er satt að þjáningar, sorg og erfiðleik-
ar eru óhjákvæmilega hlutskifti manna á þess-
ari jörð, sem spilt er af áhrifum syndarinnar.
En Guðs börn, sem treysta honum og hlýða eru
glöð og hamingjusöm mitt í sorginni, rík mitt
í fátæktinni og kvíðalaus þrátt fyrir alla erfið-
leika og ískyggilegt útlit. Þau varpa allri sinni
áhyggju upp á Guð, þeirra fjársjóður er á
himni, þar sem hvorki mölur né ryð geta grand-
að né þjófar eftirgrafist og stolið. Eyrir sam-
félagið við Jesúm gleðjast þau óútmálanleg-
um og dýrðlegum fögnuði, og njóta þegar hér
í lífi forsmekks himneskrar gleði. Alt þetta
stendur þér til boða, kæri lesari. Hafnaðu ekki
boðinu, vanræktu ekki tækifærið.
ó-. Johnson.
Hlýðni er ávöxtur kœrleikans
Vér ættum að íhuga kærleika Krists, starf
hans og fórn fyrir oss sem einstaklinga. Vér
megum segja: Jesús elskaði mig svo hann gaf
sitt eigið líf út fyrir mig tii að frelsa mig. Fað-
irinn elskar mig. Jóh. 3:16.
Það er skylda vor :að afla oss þekkingar á,
með hvaða skilyrði oss er lofað eilífu lífi. Skil-
yrðið er trú. Vér verðum að trúa loforðum hans.
“Sannlega, sannlega segi eg yður, sá, sem trúir
á mig mun einnig gjöra þau verk sem eg gjöri,
og hann mun gjöra enn rneiri verk en þessi.
Því að eg fer til föðursins, og hvað sem þér
biðjið um í mínu nafni, það mun eg gjöra, til
þess að faðirinn verði vegsamlegur í syninum.
Ef þér biðjið einhvers í mínu nafni, mun eg
gjöra það. Ef þér elskið mig þá munuð þér
halda boðorð mín. Og eg mun biðja föðurinn
og hann mun gefa yður annan huggara, til þess