Stjarnan - 01.02.1937, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.02.1937, Blaðsíða 7
STJARNAN 15 Fangelsið reyniát griðaátaður Eg var í Kingliang í Kansufylkinu yfir hvíldardaginn, og þar hafði eg þá ánægju að mæta Chang Hsin og Hsía Cheng Yin, bóka- sölumönnum vorum. Meðan þeir voru að starfa í suðausturhluta fylkisins þá var svo mikið þar af kommúnistum og ræningjum að þeir urðu að flýja til að forða lífi sínu. Þeir töpuðu rúmfötum sínum, nokkru af íveruföt- um og bókum. Til allrar hepni lánaðist þeim að varðveita pantanalistann og sýnishornið af blaðinu, sem þeir voru að selja. Þeir fóru nú til borgarinnar Ching Ning Chou, og ásettu sér að starfa þarr. Þeir fóru fyrst til herstöðvanna, til að heimsækja yfir- foringjann, en hann var ekki viðstaddur, svo þeir báðu um leyfi til að sjá þann sem gegndi störfum hans meðan hann væri í burtu, en þeir gátu heldur ekki náð tali af honum í þetta skifti. Þeir voru heldur hryggir í huga þegar þeir sneru aftur til veitingahússins. Nokkrrum mínútum seinna sendi yfirmaður hersins eftir þeim. Þeir glöddust yfir því og fylgdust með sendimanninum til herstöðvanna. Þegar þangað kom fundu þeir að yfirmað- urinn hafði alt annað í huga heldur en að hlusta á erindi þeirra. Hann sakaði þá um að vera njósnarmenn kommúnista og bauð að taka þá fasta og senda þá á lögreglustöðvarnar. Þeir reyndu að sanna sakleysi sitt, en voru teknir fastir engu að síður og settir í fangelsi inni í borginni. Meðan þeir voru í fangelsinu beiddu þeir Guð innilega um að gefa sér frelsi. Eftirlits- mennirnir í fangelsinu hentu gaman að bænum þeirra og trúarbrögðum, en yfirmaður lögregh unnar varð hrifinn af hinu alvarlega bænalífi þeirra. Hann sendi skýrslu til yfirmannsins, sem sendi þá í fangelsið, og kvaðst vera viss um að mennirnir væru saklausir, en honum var svarað að bezt væri að pína þá til að játa á sig sökina. Það var nú samt ekki gjört, því yfir- maður lögreglunnar var sannfærður um að þeir væri saklausir. Hið merkilegasta við þennan atburð, eftir því sem þeir sögðu mér frá var þetta, að nóttina sem þeir voru teknir fastir og settir í fangelsið, höfðu kommúnistar ráðist á útjaðar borgarinn. ar, þar sem þeir höfðust við, og gjörðu mikla eyðileggingu á lífi og eignum manna. Hefðu þeir verið þar á veitingahúsinu hefðu þeir ef- laust annaðhvort verið drepnir eða fluttir burt af kommúnistum. Handtakan var þeim til frelsunar og fangelsið reyndist griðastaður fyr. ir þá. Fáum dögum seinna fékk lögreglustjórinn bréf frá trúboða vorum, sem sannaði honum að bókasölumennirnir væru trúboðsstarfendur. Samtímis komu blöð til þeirra, sem pöntuð höfðu verið nokkru áður, og reyndist þetta nóg sönnun fyrir sakleysi þeirra. Um leið og lög- reglustjórinn lét þá lausa bað hann fyrirgefn- ingar á að hafa tafið þá svo lengi. En þeir voru þakklátir fyrir að þeir voru handteknir og farið vel með þá meðan óstjórn og stríð fór fram í þeim hluta bæjarins sem þeir héldu til í. Guð hefir marga vegi til að varðveita starfs. menn sína, sem leggja líf sitt i hættu til að flytja fagnaðarerindið. John Oss. Feður og mæður í ísrael Það hreif hjarta mitt að heyra um reynslu bræðra vorra og systra á tjaldbúðar samkom- unni í Texico. Einu sinni gaf systir í söfnuð- inum stuttan vitnisburð. Rétt á eftir sagði B. E. Wagner, formaður bókasölunnar, frá því að þessi systir hefði selt fleiri bækur heldur en nokkur annar í Mexico árið 1934. Seinna frétti eg að kona þessi var 10 barna móðir og átti 19 barnabörn. Hún er 66 ára að aldri og vinnur á hvejrjum degi þrátt fyrir mótmælií barna sinna, sem eru vel fær um að sjá fyrir henni. I júli 1935 var hún 135 klukkutíma úti að selja bækur, þrátt fyrir hitann. Hún afhenti rúm- lega 92 dollara virði af bókum, en tók pant- anir upp á 248 dollara. Sá næsti, sem gaf vitnisburð sinn var eldri maður. Mér var sagt að hann hefði stofnað hvíldardagaskóla með 26 meðlimum og 7 af þeim hafa verið skírðir síðan. Þessi bróðir stundar búskap, en hefir þó tíma til að gefa Biblíulestra og útbreiða kristileg rit á reglu- bundnum tíma. Hann er líka 66 ára gamall og á 8 barnabörn. Það er hughreystandi að sjá slíkan áhuga fyrir útbreiðslu fagnaðarerindisins hjá feðrum og mæðrum í ísrael. Fyrir nokkrum árum síð. an sagði einn af mótstöðumönnum vorum um Aðventista: “Þeir gefa öllum reglubundna undirbúningskenslu tií að starfa, frá hinu

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.